Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 39 alholtinu fundum við að okkar á milli var miklu meir en einungis orð. Við gátum stundum átt heilu samræðurnar með augunum. Kvöldið sem þú bankaðir á svefn- herbergishurðina mína og baðst mig að koma fram í næði. Við horfð- umst í smástund þöglar í augu og ég fattaði að þú barst þá Glóa. Ljós- ið mitt. Elsku Ólöf, hann er svo góð- ur og klár. Þegar ég kom til Íslands, eftir að þú fannst, fór ég beint upp í sum- arbústað þar sem öll fjölskyldan hafði sameinast á þessari sorgar- stundu. Glói var þar líka og er ég kom inn um dyrnar, örmagna eftir átakanlegt ferðalag, þurfti ég bara að heyra í honum röddina og taka utan um hann til að finna nærveru þína. Ég er svo þakklát að við höf- um hann til að minnast þín. Við töluðum alltaf svo mikið um andlega hluti og hvað kæmi á eftir þessum heimi og þú sagðir að ef þú færir á undan mér mundir þú passa mig. Þú hafðir svo háar vonir til mín og trúðir að ég gæti sigrað heiminn með einni hendi, eins og þú orðaðir það. Ég sagði þér að ég gæti ekkert án þín og þú minntir mig á að hvernig sem örlögin færu mundum við aldrei vera aðskildar. Ég vil trúa þessu. En hvar sem þú ert núna veit ég að þú fórst til að þjóna æðri til- gangi á betri stað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég bíð eftir að það rigni hvítum rósum, þá fyrst veit ég að þú ert virkilega farin. Takk fyrir allt, elsku ástin mín, Tinna. Elsku Ólöf. Í dag kveð ég þig. Við hófum okk- ar kynni sem systkinadætur og þró- uðust þau tengsl út í góðan vinskap. Ég á með þér margar skemmtilegar minningar og oft gátum við setið tímunum saman og spjallað um allt milli himins og jarðar. Ég þakka þér fyrir allar gleðilegu samveru- stundirnar sem við áttum saman og hugsa til þín með söknuði. Þú hefur alltaf verið og verður alltaf einstök. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Elsku Víkingur, Guðjón, Begga og dætur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín frænka og vinkona, Jóhanna Björg. Nú er sá tími kominn að við erum að kveðja þig, elsku Ólöf. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að njóta fleiri góðra stunda með þér. Við verðum þér ævilangt þakklát fyrir að hafa kynnst þér og átt allar þær góðu stundir í kringum þig. Allar góðu minningarnar sem við eigum með þér. T.d. öll áramótin sem við höf- um átt saman síðan við munum eftir okkur, spjallað, hlegið og fíflast. Tölum nú ekki um öll prakkara- strikinn okkar, þau eru frekar mörg en það komst alltaf upp um okkur þar sem ein af okkur sá um að klaga. Öll ferðalögin okkar. Við vor- um nú ekki alltaf sátt við uppátækin sem foreldrar okkar tóku upp á, þegar við fórum á Snæfellsnesið í dýrindisveðri og vöknuðum um nóttina við það að tjöldin voru að fjúka undan okkur og þurftum gjöra svo vel að pakka niður um miðja nótt og fara. Það voru nú ekki allir sáttir við að þurfa að fara og vildu bara fá að sofa lengur. Svo þegar við fórum norður og vorum þar í heila viku í rigningu og hund- leiðinlegu veðri (það átti að elta sól- ina sko). En það átti að hressa upp á liðið og haldið var til Hríseyjar, ekki bætti það úr skák. Þvílíkur og annars eins öldugangur að allir urðu sjóveikir nema þú. Þér fannst þetta geggjað. Þegar til Hríseyjar var komið tók einhver bóndi á móti okkur krökkunum og bauð okkur upp á pizzu á meðan fullorðna fólkið fékk sér steikur. Okkur fannst þetta rosalegt sport að fá að borða ein á staðnum. Elsku Ólöf, þú átt yndislegan son, það geislar af honum lífsgleði og hamingja. Um helgina áttum við notalega stund öll saman upp í sum- arbústöðum foreldra okkar beggja og hugsuðum mikið til þín. Víkingur Glói var með okkur og kom okkur til að brosa í gegnum tárin. Hann var að læra nöfnin á okkur öllum og kallaði óspart á alla til að sýna hvað hann er duglegur og skýr strákur. Hann hefur fallega brosið og brúnu augun þín. Hann var að reyna að leika við Jón Brynjar og Kára en það gekk ekki nógu vel. Hann var frekar hræddur við þessa skæruliða frændur sína. Að skoða myndir af þér og hugsa til baka varstu alltaf gullfalleg og brosandi sama á hverju gekk í lífi þínu. Við gleymum aldrei þegar þú sagðir okkur að þú ættir von á barni, það skein af þér gleði og tilhlökkun. Þú varst svo hamingjusöm með bumbuna út í loftið og þegar Glói kom í heiminn var hann nr. 1, 2 og 3, enda mikill mömmukútur. Elsku Víkingur Glói, Begga, Guð- jón og fjölskylda, við vottum ykkur okkar innstu samúð. Þið eruð búin að standa ykkur vel á þessum erfiðu dögum. Elsku Ólöf, hvíl í friði, þín frænd- systkini, Ingvar, Kolbrún og Kristján Brynjar. Látin er Ólöf Aldís, ung kona í blóma lífsins. Hún var annað barn Beggu frænku minnar og kærrar vinkonu. Ólöf var strax ákaflega sérstakt barn. Hún var fljót til, hún var falleg og hún var hraust og óvenju sjálfstætt barn. Þegar Ólöf byrjaði í skóla, fannst henni algjör óþarfi að læra að lesa, hafði engan áhuga á því. En þegar hún uppgötv- aði að lestrarkunnátta gerði henni kleift að fá upplýsingar um eitt og annað og að geta sjálf lesið skemmtilegar sögur, lærði hún staf- ina og að lesa á örskömmum tíma, mig minnir á einni viku. Ekki nóg með að hún las alla texta sem hún komst yfir á íslensku, las hún ensku og dönsku af krafti, þá á áttunda ári. Ólöf lét engan segja sér að gera eitthvað sem var henni á móti skapi eða nokkuð sem henni fannst óþarfi. Hún fór oftast sínar eigin leiðir og var ekki há í loftinu, á þriðja ári, þegar hún setti hönd á mjöðm og spurði leikskólastjórann „Hvernig er það eiginlega, ræður þú öllu hér?“. Ólöf var gjafmild og það var einkennandi fyrir hana hve góð hún var öllum sem áttu bágt. Ég minnist Ólafar sem geislandi persónuleika, með ákaflega sterka nærveru. Við sem þekktum Ólöfu teljum næsta víst að síðustu árin sem hún lifði hafi henni oft liðið ákaflega illa. Hún talaði ekki um það, en ein- hvern veginn var það eins og hún væri að fara burt. Hún varð fjarlæg og var ekki með okkur þegar fjöl- skyldan safnaðist saman eins og áð- ur. Ég man eftir Ólöfu í fermingar- og jólaboðum sem þeirri sem var hvað glæsilegust af unga fólkinu. Hún gat verið klædd eins og drottn- ing, leikið við hvern sinn fingur og verið hrókur alls fagnaðar. Öll fylgdumst við með Ólu og mikið var gaman að heyra þegar hún fékk draumavinnunna sína við flug- freyjustörf. Þá vann Ólöf hjá Geð- hjálp um stundarsakir og lagði sig alla fram og virtist njóta sín vel að geta hjálpað öðrum. Sólargeislinn í lífi hennar var Víkingur Glói sem hún eignaðist fyrir rúmum tveimur árum. Stuttu eftir fæðingu barnsins veiktist hún og gat lítið verið með drenginn. En með góðri hjálp Beggu og Guðjóns sem eru foreldrar Ólafar og Grétari Má Bjarnarsyni föður barnsins, tókst Ólöfu að hafa barnið hjá sér og hugsaði vel um það, veitti því ást og blíðu. Það var sennilega enginn sem vissi betur en Begga hvernig Ólöfu leið og hve lítið var hægt að hjálpa henni. Við skulum bera virðingu fyrir ákvörðun Ólafar og erum þess fullviss að móðurhjartað var heilt og hún bar hag barns síns fyrir brjósti vitandi að faðir þess og for- eldrar hennar mundu hugsa vel um son hennar. Ef til vill ættu þeir sem vinna við að hjálpa fólki sem á við andlega vanheilsu að stríða, að hlusta betur á nánustu aðstandend- ur og finna leiðir með foreldrum til lækningar og hjálpar. Ég bið góðan Guð að styðja og styrkja Beggu og Guðjón í sorg þeirra og söknuði. Guð blessi systur hennar og fjölskyldur þeirra. Guð blessi minninguna um móður fyrir litla sólargeislann Víking Glóa. Sigrún Hv. Magnúsdóttir. Hér í Grímsnesi hefur fjölskyldan verið saman komin í sorginni og minnst Ólafar og stutt við bakið hvert á öðru. Er þessi tími okkar dýmætur eins og okkar óteljandi samverustundir í gegnum tíðina. Þegar við horfum um öxl hlaðast upp minningar frá uppvexti Ólafar og systra hennar, sem samtvinnast uppvexti okkar barna. Frá fyrstu tíð hafa fjölskyldur okkar systra ferðast mikið saman um allt land. Upp í hugann kemur ferð til Hríseyjar. Vorum við búin að vera í 10 daga í sumarhúsi í Vaglaskógi með öll börnin í rigningu og voru allir orðnir þreyttir, búið var að leika leikrit hvert kvöld. Var þá ákveðið að eyða kvöldstund úti í Hrísey. Flest börnin urðu hrædd í bátn- um því öldugangurinn var mikill, rok og rigning. En Ólöf sat bros- andi og óhrædd. Svo kom að því að þið dætur okk- ar fóruð að taka virkan þátt í sam- verustundum okkar frænkuhóps. Eftir eina góða helgi í bústað með frænkunum fórum við Ólöf í morg- ungöngu og áttum við gott spjall um liðin ár. Ólöf átti þá von á barni og var að vonum spennt og glöð. Þessi tími var henni mjög góður og naut hún þess að vera móðir. Líka vil ég minnast á öll áramótin sem við vorum saman, einnig var farin ferð á nýársdag með nesti. Síðustu áramót voru þér erfið Ólöf mín en alltaf vildirðu vera með okkur. Ég get ekki annað en spurt mig í dag: Ef Ólöf hefði greinst með ein- hvern annað sjúkdóm hefðum við fjölskyldan haft meiri kunnáttu til að styðja við bakið á henni? En það er eins og þessi sjúkdómur sé svo falinn og okkur skorti þekkingu á honum svo að við getum stutt okkar unga fólk í sínum veikindum. Hvíldu í friði og megi góður guð og bænir vernda þinn yndislega son sem er svo líkur þér. Halldóra og Bjarni. Elsku Ólöf. Okkur þykir vænt um þig. Við elskum þig og söknum þín. Við kveðjum þig með þessum ljóðlínum: Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson.) Þínar frænkur Elísa og Sonja. Kæra vina. Íslands þúsund ár … Lendur hugans eru víðátta. Ör hugsun og hvatvísi einkenndu þig frá fyrstu tíð. Þú ögraðir veröldinni fallega frænka mín. Bara að við hefðum talað saman. Í hugarheimi sálsjúkra getur trú- in á fórnina borið fólk af leið. Vitar verða að lýsa hvert augna- blik, líka á björtum sumardögum. Ef til vill var hún Óla að bjarga Gullfossi frá glötun, eða þyrstum sálum úti í hinum stóra heimi. … sem dropi breytir veig heillrar skálar … Hvíl í friði. Guð blessi og leiði drenginn þinn og fjölskyldu alla. Ester H. Magnúsdóttir. Elsku Ólöf. Ég trúi því ekki að þú sért farin og að ég fái aldrei að sjá þig aftur. Í síðasta skiptið sem ég sá þig fékk ég örlítið hugboð um það að ég ætti að líta vel á þig, því þetta yrði í síð- asta skiptið sem ég myndi sjá þig, en mér datt aldrei í hug að það yrði virkilega raunin. Þau 5 ár sem ég hef þekkt þig hafa svo sannarlega verið viðburða- rík og full af hamingju, ást og gleði en því miður var síðasta eina og hálfa árið erfitt fyrir þig vegna veikinda þinna, þeim fylgdu miklir erfiðleikar og sorg. Þér tókst þó stundum að brosa þínu fallega brosi í gegnum tárin og áttum við góðar stundir saman, ég, þú og Linda, það er mér dýrmætt. Ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast þér og átt þig fyrir vinkonu, ég er svo rík af fallegum minningum um þig, þú varst einstök. Þú varst svo ótrúlega orkumikil, falleg, skemmtileg og fyndin. Það var hins vegar eins og þú næðir ekki alltaf að nota alla þessu orku á jákvæðan hátt eða nýta hæfileika þína sem voru fjölmargir. Þú lifðir hratt og þú vildir alltaf prófa allt og kynnast öllum sem þú hittir, sem var kannski ekki það hollasta fyrir þig. Þú varst svo ólík mér og Lindu, en það var það skemmtilega við þig, þú sást heiminn með öðrum augum en flestir sem ég þekki. Þú varst alltaf glæsileg til fara og leist alltaf vel út, sama hvert tilefnið var eða hversu illa þér leið. Þú varst Glóa yndisleg móðir og settir hann alltaf í forgang. Hann er frábært barn og það sést á honum að hann hefur fengið ástríkt og gott uppeldi. Hann mun þurfa mikla ást áfram, en hann á góða að og er í góðum höndum. Ég er svo fegin að hafa getað sagt við þig hve mikið mér þótti vænt um þig og mér finnst ég hafa náð að kveðja þig með öllum hrein- skilnu samtölunum sem við áttum síðasta eina og hálfa árið sem þú varst veik. Nú ertu komin á góðan stað og þér líður betur, ég efast ekki um það. Þetta er hins vegar sárt fyrir mig og alla aðra sem þekktu þig, elskuðu og umgengust þig. Takk fyrir allt, elsku Ólöf. Nanna Geirsdóttir. Elsku Ólöf. Mér finnst svo erfitt að trúa að þú sért dáin. Að ég eigi aldrei fram- ar eftir að sjá þig eða tala við þig í þessu lífi. Við kynntumst fyrir um fimm ár- um þegar við vorum að vinna saman á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þótt við værum mjög ólíkar urðum við fljótt góðar vinkonur og við gengum í gegnum ótrúlega margt saman á þessum stutta tíma. Þú varst alltaf sérstök. Sálin þín var svo falleg, þú hafðir svo margt til brunns að bera og hefðir getað svo margt. Skrif og erlend tungu- mál voru þér óvenju vel til lista lögð. Þú varst hlý, opin, glaðlynd, fyndin, dugleg og röggsöm. Sömu- leiðis hafðir þú til að bera mikla feg- urð, þokka og fágun þannig að það geislaði af þér. En einhvern veginn náðir þú ekki að njóta þín til fulls. Þú áttir erfitt með að fóta þig al- mennilega í þessu lífi. Leið þín í leit að hamingjunni var þyrnum stráð og oft villtist þú af leið. Þú áttir yndislegan son, Víking Glóa, sem kom eins og sólargeisli inn í líf þitt. Ég veit að þú elskaðir hann af öllu þínu hjarta. Þú varst honum svo blíð og góð móðir. Svo kynntist þú stóru ástinni þinni, hon- um Said. Þú varst svo hamingju- söm. En svo dó Said skyndilega. Við fráfall hans var eins og eitthvað brysti innra með þér. Þú varðst aldrei aftur söm. Eftir þetta lá leið þín bara niður á við. Ekkert og eng- inn virtist geta hjálpað þér út úr vanlíðan þinni. Ég reyndi að styðja þig eftir bestu getu í veikindum þín- um. En það dugði ekki til. Ekkert dugði. Ég vildi að ég hefði getað gert meira fyrir þig. Mér þótti svo vænt um þig og það var svo erfitt að horfa á þig svona veika. Þú hvarfst mér smátt og smátt. Að lokum sástu enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Elsku Ólöf mín. Ég vona að þér líði vel núna. Að þú sért á góðum, fallegum stað með honum Said þín- um. Þú munt lifa áfram í hjörtum okkar hinna. Ég gleymi þér aldrei. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldu og vina Ólafar. Megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Megi Guð geyma þig. Hvíl í friði. Þín vinkona Linda Rós Pálsdóttir. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS ÞORGRÍMSSONAR, Keldulandi 17, Reykjavík. Starfsfólki deildar 2B á Landspítala Fossvogi færum við þakkir fyrir góða umönnun. Ingibjörg Guðjónsdóttir, Þórunn Erna Jessen, Peter Winkel Jessen, Guðjón Haukur Stefánsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Bryndís Stefánsdóttir, Lars Thøgersen. barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS ÞÓRS JÓHANNSSONAR, Prestastíg 6, Reykjavík. Jóhann Hallvarðsson, Jóhann Davíð Snorrason, Valdís Ólafsdóttir, Ingvi Pétur Snorrason, Ásdís Erla Jónsdóttir, Snorri Ingvason, Sigríður Ósk Óskarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.