Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR eiginkona Ævars Sigur- vinssonar kom að heimili sínu að Dvergholti í Hafnarfirði, eftir að hafa skroppið frá í klukkustund, var búið að stela fellihýsi fjölskyldunnar. Um morguninn hafði hún verið að undirbúa ferðalag með manninum sínum og sett það sem til þurfti inn í fellihýsið. Var hún miður sín, að sögn Ævars, þegar hún uppgötvaði að bú- ið væri að taka það ófrjálsri hendi með ýmsum persónulegum munum. Sjálfur var hann að heiman. Ljósgrár pallbíll sást Ævar segir konu sína hafa þurft að bregða sér frá milli klukkan 10 og 11 föstudaginn 6. ágúst. Hann er fullviss um að einhver hafi fylgst með henni um morguninn úr fjar- lægð og notað tækifærið til að stela fellihýsinu þegar hún ók á brott. Var það læst þannig að ekki átti að vera hægt að setja það á bílkrók. Hins vegar hefðu þjófarnir brotið þá læs- ingu eða borað í burtu. Hefur hann það eftir lögreglunni að það sé ekki flókin aðgerð. Hjónin búa í fjölbýlishúsi en einu vísbendingarnar sem þau fengu var að ljósgrár pallbíll hefði verið á plan- inu um morguninn. Það hefur ekki nýst við leit lögreglunnar, sem hefur auglýst oftar en einu sinni eftir felli- hýsinu í fjarskiptakerfi sínu. Er það skráð á númerið YG-120. Gísli Þorsteinsson, lögreglu- fulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði, segir að engin ábending hafi borist. Málið sé enn í rannsókn. Ekki sé vitað hvort verið sé að nota fellihýsið eða það geymt inni. Sé það í notkun á vegum ætti það að finnast. Aðspurður hvort mörg svona mál berist lögreglu segir Gísli þau sárafá en tekur fram að þá skoðun byggi hann á tilfinningu en ekki tölfræði- legum gögnum. Lítið um að fellihýsum sé stolið Guðmundur Sveinsson, hjá Segla- gerðinni Ægi, segir að sem betur fer sé lítið um að fellihýsum sé stolið, þó alltaf sé eitthvað um það en fólk sé hvatt til þess að ganga vel frá tækj- unum þegar þau séu ekki í notkun. Hægt sé að fá læsingu á beislin og gera aðrar ráðstafanir þótt þær tryggi ekki alltaf vernd séu brota- mennirnir ákveðnir. Stálu fellihýsi meðan konan brá sér frá ÞJÓNUSTA við daufblinda stendur langt að baki þjónustu annarra Norðurlanda að sögn Ágústu Gunn- arsdóttur, stjórnarmanns í Dauf- blindrafélagi Íslands. Hún segir einnig að daufblindra sé ekki getið í lögum og reglugerðum um málefni fatlaðra. Litlu fé sé því veitt til þjón- ustu við hópinn. Hún segir suma daufblinda hér á landi vera mjög ein- angraða. Í dag hefst fjölmenn ráðstefna á Nordica Hóteli um daufblindu í nú- tímasamfélagi. Ekki hefur verið rannsakað hversu margir daufblind- ir eru á Íslandi og þar af leiðandi hef- ur verið erfitt að byggja upp jafn- sérhæfða þjónustu við þennan hóp og nauðsynlegt er. „Það hefur ekki farið fram tæmandi rannsókn, og það er kannski aðallega vegna fjár- skorts sem það hefur ekki verið gert,“ segir Ágústa. Hún segir félag- ið vera eina hagsmunafélag dauf- blindra sem hafi sinnt þeirra málstað af einhverri alvöru. „Það félag bygg- ir í raun og veru þjónustu sína á vel- vilja almennings og fyrirtækja í landinu. Vegna þess að það hefur ekki bolmagn til þess að halda starfs- manni nema í hálfu starfi, en sann- arlega væri full þörf á starfsmanni í fullu starfi,“ segir Ágústa. Vitað er að félagsmenn í Daufblindrafélagi Íslands eru 11 talsins en einnig er vitað um fleiri einstaklinga sem eiga við þessa fötlun að stríða. „T.d. eldra fólk sem er farið að tapa allverulega sjón og heyrn geta vissulega flokkast sem daufblindir, því þau eiga í erf- iðleikum með samskipti og upplýs- ingar.“ Ör tækniþróun gefur dauf- blindum aukna möguleika Ráðstefnan er haldin á vegum NUD, sem er norrænt menntasetur fyrir þá sem vinna með daufblindum. Daufblinda er mjög sérstæð fötlun sem veldur þeim fatlaða vandkvæð- um við að eiga samskipti, fá aðgang að upplýsingum og komast leiðar sinnar. Ör þróun í upplýsinga- og samskiptatækni hefur gefið dauf- blindum aukna möguleika til sam- skipta og aðgangs að upplýsingum. Þátttakendur eru um 180 manns og koma þeir frá öllum Norðurlönd- unum. Meðal fyrirlesara er Fjóla Björk Sigurðardóttir, sem hefur ver- ið daufblind í tæp 20 ár, en hún notar fingrastafróf til þess að tjá sig og ber fyrirlestur hennar yfirskriftina „Hvað er það sem einkennir líf dauf- blindra?“ Ágústa segir Fjólu hafa einangrast mjög vegna þess hve fáir kunni á slíkt stafróf. „Sumir dauf- blindir á Íslandi eru mjög einangr- aðir vegna þess að það eru fáir í þjóð- félaginu sem kunna þeirra samskiptaleið. Fjóla Björk er t.d. mjög einangruð.“ Sumir daufblindir hér á landi eru mjög einangraðir OPNAÐUR hefur verið nýr níu holu golfvöllur að Ása- túni í Hrunamannahreppi, nánar tiltekið í efra Lang- holtinu. Það er Grímur Guðmundsson bóndi sem stend- ur að vellinum, en á landareign hans eru sumar- bústaðir í eigu Kennarasambands Íslands og fleiri félaga, fyrirtækja og einkaaðila. Völlurinn þykir sér- stakur fyrir þær sakir að hann er í óvenjulegu lands- lagi og er þ.a.l. áskorun fyrir leikmenn í golfi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Grímur Guðmundsson bóndi horfir yfir nýja golfvöllinn sem ætla má að veki gleði sumarbústaðafólks. Ásatúnsvöllur tekinn í notkun Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. SUND er vinsælasta afþreying ferðamanna á Íslandi, samkvæmt könnun Rannsóknar og ráðgjafar ferðaþjónustunnar ehf. sem fram- kvæmd var í Leifsstöð meðal 1.792 erlendra ferðamanna, sem komu hingað til lands á tíma- bilinu janúar til maí á þessu ári. Alls höfðu 57% farið í sund og 41% hafði skoðað kirkju. Aðeins færri, eða 38% höfðu skoðað sögulega staði og 31% farið á söfn eða sýningar. Þá hafði fjórðungur farið í gallerí eða handverksmiðstöð og tæpur fimmtungur hafði farið í fjöruferð. Fjórtándi hver ferðamaður hafði farið í skipulagða jeppaferð og tólfti hver í hestaferð. Vél- sleðaferð höfðu 8% ferðamanna farið í, 6% í fuglaskoðun, 6% í langa gönguferð, 4% í bátsferð og rúmt 1% hafði farið á skíði. Samkvæmt könnuninni var með- aldvöl erlendra ferðamanna á Ís- landi 4,7 nætur, sem er svipað og á síðustu árum. Í könnun sem unnin var fyrir Ferðamálaráð í sömu mánuðum árið 1999, var meðaldvöl 4,6 nætur. Um 72% voru í ferð á eigin vegum, en 28% í skipulagðri hópferð. Flestir fengu upplýsingar um Ís- land á Netinu áður en landið var heimsótt, eða 59%. Þá lásu 44% ferðahandbækur, 31% fékk upplýs- ingar hjá vinum eða kunningjum, 12% á ferðaskrifstofu, 11% í grein- um í blöðum og tímaritum, 7% í auglýsingum og 5% í sjónvarps- eða útvarpsþáttum. Sund vinsæl- asta af- þreyingin 41% erlendra ferðamanna skoðuðu kirkju TVÖ sýni kjúklingakjöts reyndust menguð af campylobacter af alls 56 sýnum sem skoðuð voru í könnun Umhverfisstofnunar og Heilbrigðis- eftirlits sveitarfélaga á örveru- ástandi kjúklinga sem gerð var í maí og júní. Eitt sýni af ferskum kjúk- lingabitum var mengað af salmonellu en það sýni var úr sláturlotu sem hafði áður verið innkölluð úr versl- unum. Campylobactermenguðu sýnin voru úr heilum frosnum kjúklingi og frosnum kjúklingabringum, skv. upplýsingum matvælasviðs Um- hverfisstofnunar. Eftirlitsverkefnið var unnið í sam- starfi Umhverfisstofnunar og heil- brigðiseftirlits sveitarfélaga. Stefnt var að því að taka 100 sýni af kjúk- lingakjöti en aðeins 56 sýni bárust og ber að hafa fyrirvara á því að nið- urstöðurnar gefi nákvæma mynd af ástandi þessara mála á markaði. Þrjú af 56 sýnum reyndust menguð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.