Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Suðurnes | Akureyri | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Refum fjölgar | Mikið er um ref og mink í Fjarðabyggð í ár. Þrátt fyrir að vel hafi ver- ið staðið að veiðum undanfarin ár virðist dýrunum fjölga, og kemur fram á vef Fjarða- byggðar að mildir vetur síðustu ára eigi örugg- lega mikinn þátt í því að dýrin komist frekar á legg. Að sögn veiðimanna er mikið um að þeir finni greni á nýjum stöðum. Það sem af er þessu ári hafa veiðst 63 minkar, 32 refir og 48 yrðlingar í Fjarðabyggð, og er kostn- aður við veiðarnar kominn í 1,5 milljónir króna. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Umhverfisátak að hefjast | „Hreinn bær betri bær“ er yfirskrift umhverfisátaks í Reykjanesbæ sem fer formlega í gang um hádegi á morgun, föstu- dag, og lýkur 3. sept- ember. Síðustu tvö ár hefur Reykjanesbær, í samvinnu við Hringrás hf, Njarðtak hf, Sorp- eyðingarstöð Suð- urnesja, Bláa herinn, fyrirtæki og íbúa Reykjanesbæjar staðið fyrir sérstöku umhverf- isátaki í sveitarfélaginu. Markmiðið með umhverfisátakinu er að gera Reykjanesbæ að hreinni bæ með því að hreinsa málma og annað rusl. Þjónustu- miðstöð bæjarins mun taka á móti ábend- ingum um hvar rusl er að finna, í síma 421- 1152, auk þess sem gámar sem fyrirtæki geta nýtt sér verða settir upp vegna átaks- ins á lóð Hringrásar í Helguvík. Sérhönnuð menningarkort | Á Menn- ingarnótt verður margt um að vera í miðbæ Reykjavíkur, allt frá því að Reykjavíkur- maraþonið hefst á hádegi og fram á nótt. Nú býður Reykjavíkurborg upp á þá hent- ugu nýjung að þeir sem hyggjast taka þátt í Menningarnótt búi til sitt eigið kort með helstu atburðum sem þeir hyggjast sækja. Þetta er gert á sérstöku gagnvirku korti sem finna má á vef Reykjavíkurborgar. Þá verða að sjálfsögðu hefðbundnir dag- skrárbæklingar bornir út á fimmtudaginn með öllum helstu upplýsingum um dagskrá Menningarnætur. Sænskir fornleifa-fræðingar fundu1100 ára gamla gröf með tveim beina- grindum í samfarastell- ingum. Þetta var talið mikið undur. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit orti: Hún er þyngri en nokkrum taki tárum sú tregafregn er yfir hafið fló um par sem fyrir 1100 árum eðlaði sig og við þá iðju dó. Í vikunni var endur- birtur vísnaþáttur und- irritaðs, þar sem kom fyrir vísa Sigrúnar Haraldsdóttur, sem hún orti á göngu við Rauða- vatn. Ólafur Stefánsson orti af því tilefni: Vegur Sigrúnar vex og dafnar, vísur birtast í endurtekt. Blaðamaður því besta safnar, bullið gerir hann afturrekt. Ganga við Rauðavatn pebl@mbl.is Reykjavík | Fermingarbörn í Dómkirkjunni í Reykjavík fóru í óvissuferð í gær og litu m.a. inn hjá Landhelgisgæslu Íslands og fræddust um starfsemina, en fermingarfræðslan í Dómkirkj- unni hófst með stuttu námskeiði sem stendur lungann úr þessari viku áður en skólinn hefst í næstu viku. Sr. Hjálmar Jónsson, sókn- arprestur í Dómkirkjunni í Reykjavík, segir að reynt sé að nota góða veðrið og fara út um hvippinn og hvappinn. Í gær var byrjað á sögusýningu í Perlunni og svo í heimsókn til Landhelg- isgæslunnar. „Krakkarnir fengu mjög góða kynningu á störfum gæslunnar, bæði daglegum störfum og svo eftirlitsþætti og björgunar- aðgerðum. Það er óhætt að segja að þau hafi verið mjög áhugasöm um þetta,“ segir sr. Hjálmar. Hann segir að reynt sé að hafa fræðsluna þannig að krakkarnir finni sig í þessu og þeim finnist þetta vera í takt við lífið í kring. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í óvissuna til Gæslunnar Fræðsla SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarráði vilja að útitaflið við Lækjargötu verði endur- reist til fyrri sæmdar. Lögðu þeir til á fundi borgarráðs að umhverfi útitaflsins verði fegrað og snyrt og gert við skemmd- ir. Þá leggja þeir til að komið verði á föstu skáklífi á útitaflinu í samstarfi við skák- félög borgarinnar svo íbúar og gestir í Reykjavík geti gengið að því vísu. Í tillögu sjálfstæðismanna segir að slíkar breyting- ar verði skemmtilegt og kærkomið krydd í miðborgarlífið. Sjálfstæðismenn segja útitaflið hafa ver- ið í sorglegri niðurníðslu mörg undanfarin ár. Taflmennirnir, sem Jón Gunnar Árna- son myndhöggvari hannaði af mikilli list, hafi ekki sést opinberlega í bráðum tutt- ugu ár og hafi þeir verið hætt komnir í bruna nýlega. Vilja fegra og endurreisa útitaflið VESTURBYGGÐ mun styrkja Patreks- fjörð og Bíldudal um 200 þúsund krónur hvort um sig til að mæta þeim kostnaði sem af því gæti hlotist að koma upp send- um fyrir útsendingar Skjás eins í þessum bæjarfélögum. Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti þennan styrk á fundi sínum í gær, en eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafa íbúar á Patreksfirði sett af stað söfnun til að greiða fyrir senda fyrir Skjá einn. Heildarkostnaður við slíkan sendi er um 1,8 milljónir, og hefur Íslenska sjónvarps- félagið, sem rekur Skjá einn, boðið ákveðnum sveitarfélögum að ef þau safni fyrir helmingnum af þeim kostnaði muni Íslenska sjónvarpsfélagið greiða afgang- inn og koma sendinum upp. Fram kemur í fundargerð bæjarráðsins að safnast hafi um 650 þúsund krónur á Patreksfirði, og vantar Patreksfirðinga því einungis um 50 þúsund krónur til að fá sendi. Ekki er vitað til þess að sam- bærileg söfnun sé í gangi á Bíldudal. Íbúar á Fáskrúðsfirði hafa nú einnig hafið söfnun til að fá sendi fyrir útsend- ingar Skjás eins í bæjarfélaginu. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, staðfestir að hópur fólks frá Fáskrúðsfirði hafi haft samband við stöðina, og segir hann söfnun í fullum gangi. Magnús segir að upphaflega hafi Íslenska sjónvarps- félagið boðið ákveðnum sveitarfélögum á Vestfjörðum að fá útsendingar Skjás eins gegn því að íbúarnir standi undir helm- ingi kostnaðar við uppsetninguna, en áhugi virðist vera til staðar víðar á land- inu. Styrkja send- ingar Skjás eins ♦♦♦ BORGARSKÁKMÓTIÐ fór fram í gær á afmælisdegi Reykjavíkur- borgar, og var hart tekist á á skák- borðunum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er í 19. skipti sem mótið fer fram og tóku margir af sterkustu skákmönnum landsins tóku þátt, enda mótið iðulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar, setti mótið í gær og lék fyrsta leikn- um, en á myndinni er hin 11 ára Hallgerður Þorsteinsdóttir að tefla við Pétur Jóhannesson. Morgunblaðið/Ómar Teflt á borgarafmæli       Risavaxin marglyttafestist á þurrulandi í fjörunni í Steingrímsfirði þegar flæddi út á dögunum, og rakst Guðbrandur Sverr- isson á ferlíkið í fjörunni. Hann mældi skepnuna, og reyndist þvermál hennar 101 sm. „Ætli það hafi ekki verið hálffallið út þegar hún festist,“ segir Guðmundur, sem hefur aldrei séð marglyttu sem nálgast þennan risa í stærð. „En ég held að nokkrar af þeim sem voru í fjörunni þarna hafi verið stærri en nokkrar sem ég hef séð áður.“ Guðmundur segir að óvenju mikið sé um mar- glyttur í Steingrímsfirð- inum þessa dagana, hvort sem um er að kenna hit- anum, straumum eða öðru. Þær hafa m.a. farið talsvert langt upp í ósinn á Selá, enda var sunnan- átt og streymdi upp í ós- inn. Marglyttan stóra mun hafa verið svokölluð brennihvelja, sem er önn- ur af tveimur hveljuteg- undum sem einkum finn- ast hér við land. Ástþór Gíslason, sjávarlíffræð- ingur hjá Hafrannsókn- arstofnun, segir að þessi marglytta sé sennilega al- veg í stærsta lagi, fræðin segi að þær verði allt að 100 sm í þvermál. Þær eru ekki hættulegar, þó þær geti brennt þá sem þær snerta eins og nafnið gefur til kynna. Brenni- hveljur lifa á dýrasvifi, og halda sig nálægt strönd- um eða á grunnsævi. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Risavaxin marglytta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.