Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Karla Stefáns-dóttir fæddist á Akureyri 15. septem- ber 1930. Hún lést á Landspítalanum, Fossvogi, mánudag- inn 9. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Sigurðardóttir, f. 4. maí 1887, d. 10. nóv- ember 1979 og Stef- án Jónsson Loðm- fjörð, f. 29. október 1873, d. 29. ágúst 1963. Alsystir Körlu er Ólína Þórey, f. 1927, eiginmaður hennar var Þórður Ágústsson. Hálfsystir sammæðra er Lovísa Hafberg Björnsson, gift Gunnari K. Björns- syni. Hálfsystkini samfeðra voru Þórarinn, Eyþór, Arnbjörg, Björgvin Ólafur, Páll, Jón, Ása Sigríður og Þuríður Svava. Eftirlifandi eiginmaður Körlu er Friðrik Jónsson skipstjóri, f. 4. júlí 1921. Börn þeirra eru: 1) Hall- dóra, f. 1950, gift Sveini Stur- laugssyni, f. 1951. Börn þeirra eru: a) Albert, kvæntur Ástu Pálu Harðar- dóttur, synir þeirra eru Sindri, Atli og Albert Páll. b) Stur- laugur Friðrik, börn hans eru Elvar Már og Harpa Kristný. 2) Jón Stefán, f. 1953, kvæntur Ágústínu Halldórsdóttir, f. 1952, börn þeirra eru: a) Eva Björk, sambýlismaður hennar er Hermann Ragnarsson, dóttir hans er Ylfa Eik. b) Friðrik. 3) Friðrik, f. 1958, kvæntur Snæbjörgu Sigurgeirs- dóttur, f. 1963, sonur þeirra er Daníel. 4) Haraldur, f. 1960, kvæntur Lilju Högnadóttur, f. 1962, börn þeirra eru Högni, Heiður og Hekla. 5) Ólafur, f. 1966. Útför Körlu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var á fallegum ágústmorgni að elskuleg tengdamóðir okkar, hún Kalla, var að tygja sig í lítið ferðalag. Gleði og tilhlökkun lágu í loftinu, enda ferðinni heitið á bernskustöðvarnar. Þá breytti al- mættið fyrirvaralaust um áætlun og skyndilega var Kalla lögð af stað í ferðina miklu og endanlegu. Karla Stefánsdóttir var afar sér- stök kona, það vita allir sem hana þekktu. Hún var hvort tveggja í senn; ofurviðkvæm en samt svo sterk. Hún var ákveðin kona með sterkar skoðanir sem hún tjáði óhikað og oft með tilþrifum. Hún var miðpunkturinn í fjölskyldunni, líkust mildri en ákveðinni drottn- ingu, heimilið var hennar ríki og fjölskyldan gullið hennar og ger- semarnar. Daginn áður en hún veiktist svo óvænt, varð henni ein- mitt tíðrætt um það mikla ríki- dæmi að eiga góða og farsæla fjöl- skyldu; öll börnin, tengdabörnin, ömmubörnin og langömmubörnin. Henni leið aldrei betur en með all- an skarann í kringum sig. Kalla hafði ótrúlega stórt hjarta og hlýja sál og umvafði okkur öll með ástúð sinni og umhyggju. Henni tókst að láta okkur öllum líða eins og við værum alveg ein- stök. Þegar svo mikill persónuleiki kveður verður tómarúmið óendan- lega stórt. Við stöndum eftir í þessum undarlega sumarhita og trúum því ekki að hún sé farin. Hugurinn er fullur af minningum; tilsvörum, svipbrigðum, sögum. En auðvitað mun hún alltaf lifa með okkur í þeim kærleika sem hún gaf okkur og börnunum okkar. Það er huggun harmi gegn að vita að hún Kalla okkar var sátt við guð og menn og þakklát fyrir sitt mikla ríkidæmi. Þó að kallið kæmi óvænt, var hún því án efa tilbúin í sína hinstu för. Guð blessi minningu hennar. Tengdabörnin. Elsku besta amma mín. Ég veit ekki hvernig er hægt að kveðja þig með orðum. Það hefur myndast mikið tómarúm í lífi mínu og var ég engan veginn búin undir það. Þetta gerðist allt svo hratt og er ég enn að átta mig á því að þú er farin frá mér. Ég er alltaf að taka upp símann til að heyra í þér og segja þér hvað ég gerði í dag eða bíða eftir að þú hringir í mig og segir mér hvað þú gerðir í dag, eins og við gerðum iðulega. Þú talaðir alltaf reglulega um það að örlög okkar allra væru fyr- irfram ákveðin og veit ég að þér líður vel þar sem þú ert núna. Samt sem áður er erfitt að sætta sig við það að þú ert farin. Við átt- um eftir að gera svo margt og ég átti eftir að segja þér svo margt, en það verður að bíða þar til við hittumst aftur. Frá barnsaldri hef ég alltaf verið mikið hjá ykkur afa. Ég var ekki nema tveggja ára þegar ég flaug fyrst ein frá Hornafirði til Reykja- víkur, og eins og þú lýstir mér þegar ég kom út úr flugvélinni, þá var ég eins og herforingi. Skott- aðist ákveðin út úr flugvélinni með mína tösku og það mátti sko eng- inn hjálpa mér. Ég gat þetta allt saman ein. Ég haf alla tíð verið frek en þú sagðir við mig að ég væri ekkert frek, bara ákveðin. Það lýsir mjög vel hversu gott hjarta þú varst með og vildir öllum vel. Þú kallaðir mig alltaf skrudd- una þína og gerðir það stundum enn eftir að ég varð fullorðin. Þú hafðir oft orð á því að þér fannst þú alltaf eiga mikið í mér og það fannst mér líka. Það var alltaf svo gott að koma til þín og spjalla. Ég man allar þær sögur sem þú sagðir mér. Þú varst frábær að segja sög- ur og þér fannst mjög gaman að rifja upp gamlar minningar. Ég gat setið tímunum saman og hlust- að á sögurnar þínar. Elsku afi, ættingjar mínir og aðrir aðstandendur. Höldum áfram að styðja hvert annað og styrkja í þessari miklu sorg. Amma auðgaði líf okkar allra og er ég þakklát fyr- ir þann tíma sem við áttum með henni. Ég veit að hún vakir yfir okkur og verndar. Hún var alltaf mjög stolt af fjölskyldu sinni og var dugleg að láta okkur vita af því. Ég hefði ekki getað beðið um betri ömmu. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þú varst uppspretta sagna. Þú varst hlekkur minn við fortíðina. Þú sást og heyrðir og snertir margt sem var horfið áður en pabbi og mamma urðu til, hvað þá ég. Þú varst úr heimi sem eitt sinn var – en var jafn eðlilegur og þessi heimur er mér. Þú færðir mér líf þitt að gjöf. Ég skal varðveita það svo ég geti gefið það börnum mín- um og þau aftur sínum börnum. Elsku amma mín, ég mun ávallt elska þig og varðveita allar góðu minningar okkar. Þín skrudda, Eva Björk. Amma Kalla er dáin, við getum varla trúað því ennþá. Hún var ekki búin að vera neitt veik, hún var alltaf svo hress og kát. Hún hlakkaði svo til að fara í ferðalag með Halldóru og Sveini norður á Akureyri, en sama dag og þau ætl- uðu að fara veiktist hún. Það verð- ur tómlegt að koma á Kópavogs- brautina til ömmu og afa, nú er engin amma. Hún sem alltaf hefur verið heima þegar við höfum kom- ið, alltaf tilbúin að gefa okkur eitt- hvað að borða og spyrja okkur um hvað við höfum verið að gera, hvort sem var í skólanum eða í sambandi við íþróttirnar sem við stunduðum. Alltaf sýndi hún því sem við vorum að gera jafn mikinn áhuga. Hún var stolt af okkur og lét okkur svo sannarlega finna hversu ánægð hún var með okkur. Við vitum að afi á eftir að sakna hennar mikið. Hver á núna að sjá um að gefa honum að borða eða þvo af honum. Við vitum ekki hvort hann getur þetta sjálfur, amma hefur alltaf séð um þessa hluti. Við þökkum ömmu okkar fyrir allt það sem hún hefur gefið okkur og verið fyrir okkur. Högni, Heiður og Hekla. Elsku Kalla mín, kallið þitt kom svo snöggt og allt of fljótt. Laugardagsmorgunn, þið Frið- rik að hafa ykkur til fyrir ferð á Akureyri með Dóru og Svenna. Skyndilega verður þú veik og tveimur dögum síðar ert þú dáin. Fyrir um það bil 16 árum hitti ég Köllu fyrst, þá var ég nýbyrjuð að vera með Albert, hennar elsta barnabarni. Þar sem Albert er að hluta til alinn upp hjá Köllu og Friðrik var alltaf sérstakt sam- band þar á milli og vildi Albert fljótlega fara með mig til þeirra og kynna mig fyrir þeim. Ég man hvað ég var kvíðin en um leið og ég leit á Köllu vissi ég að öll feimni var óþörf. Frá þeim degi áttum við Kalla mjög gott samband þar sem okkur reyndist mjög auðvelt að tala saman, hún vildi fylgjast vel með hvað gerðist í okkar lífi og var hún þá óspör á hvatningu, hrós, uppörvun og einlægan áhuga. Hún var svo stolt af sínu fólki. Kalla hafði gaman af að rifja upp gamla tíma, frá því er drengirnir hennar voru litlir og frá fæðingu Alberts og hvernig hann varð eins og einn af hennar drengjum, enda sótti hann mjög mikið í nærveru hennar og hlýju. Kalla var mjög barngóð og hændust strákarnir mínir mjög að henni, hún sagði þeim sögur og gaf þeim góðan tíma, hverjum og einum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa hitt Köllu daginn áður en hún dó, þá lá hún í sjúkrarúminu bjartsýn á að láta sér batna, við fengum þá tækifæri til þess að faðma hana og spjalla við hana í síðasta sinn. Orð- in sem Kalla sagði við mig þennan dag þegar við vorum að kveðja hana voru á þá leið að maður ætti að njóta augnabliksins því enginn vissi hvað morgundagurinn bæri í skauti sér og reyndust þau orð að sönnu þar sem að daginn eftir kvaddi hún þetta líf. Söknuður er í mínu hjarta og mun þar lifa falleg minning um elskulega Köllu um ókomin ár. Ásta Pála. Amma Kalla var svo góð og hún eldaði svo góðan mat. Amma Kalla vildi senda mig í leiklistarskóla því ég var að leika fyrir hana fyndna karla og þá hló hún svo mikið. Amma Kalla var alltaf svo góð við mig, alltaf þegar ég hitti hana faðmaði hún mig svo mikið og kyssti mig. Mér þótti svo vænt um ömmu Köllu og ég vildi að hún hefði ekki dáið, mér brá svo mikið þegar mér var sagt að hún væri dáin. Ég sakna ömmu Köllu mikið og ég vona að Guð passi hana vel. Albert Páll. Amma Kalla var svo góð og skemmtileg. Amma Kalla var frekar lítil kona og ég var alltaf að reyna að verða stærri en hún, ég var alltaf að máta mig við hana og svo þegar ég var alveg að fara að ná henni þá dó hún. Ég vildi að amma hefði lifað lengur. Mér þótti vænt um ömmu Köllu. Atli. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með þakklæti fyrir allt sem þú varst mér. Mínar æskuminningar tengjast allar þér þar sem ég var alltaf svo mikið í kringum þig. Æskuminningarnar eru góðar, þú varst alltaf til staðar þegar ég leitaði til þín og var heimili þitt alltaf opið fyrir mig. Mig langar líka að þakka þér, amma mín, fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig og mína fjölskyldu, þú hafðir svo mik- inn áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og sýndir það óspart, þú fylgdist svo vel með okkur, hvattir okkur áfram og leið- beindir. Með þakklæti kveð ég þig, elsku amma mín, og vona að þú hafir vit- að hversu mikils virði þú varst mér. Þinn Albert. Amma Halldóra átti 3 dætur, Lovísu fyrst og síðan þær móður mína, Ólínu, og yngstu systurina, Körlu, með afa Stefáni. Áður átti hann með fyrri konu sinni mörg börn. Þar er því ágætur frænd- garður, en systurnar Lísa, Lína og Kalla eru ramminn um ömmu. Amma Halldóra var bryggja bernsku minnar, blíð kona með af- brigðum. Þannig var einnig Kalla og glaðlynd. Móðir mín og Kalla voru oft sem ein, og alla tíð hefur hún verið mér sérstaklega nákom- in frænka. Friðrik, maður Köllu, kom til sögunnar snemma, skemmtilegur og stöðugur í senn. Skipstjórinn bar framandi blæ í líf okkar. Samt var þetta allt svo jarð- bundið. Búskapur í tveimur her- bergjum með aðgangi að eldhúsi við Karfavog, kjallari að leigu í Mávahlíð, eigin jarðhæð við Efsta- sund, íbúð í Fellsmúla, glæsileg húsakynni á Akranesi og síðast í Kópavogi. Börnin komu hvert af öðru. Kalla kona síns tíma, vann að heimilinu og ól upp börnin, til- heyrði kynslóðinni í sloppunum eftir miðbik síðustu aldar. Börnin eru vel af Guði gerð og ekki síður úr garði. Þéttur hópur og heill. Þannig talar sínu máli ævistarf Köllu og samlíf þeirra Friðriks. Amma Halldóra sagði gjarnan við mig fullorðinn ákveðinni röddu: „Hárið er byrjað að vaxa aftur á þér Bragi minn.“ Kalla strauk mér jafnan um vangann alveg til hins síðasta og sagði: „Mér finnst þú alltaf jafn fallegur elskan.“ Að hugsa sér! – En þannig var ástrík- ið, sem mótaði sýn þeirra og við- mót. Stendur upp úr. Ég þakka fyrir Köllu frænku. Jafnframt óska ég henni og fjölskyldunni áfram blessunar á Guðs vegum. Páll Bragi Kristjónsson. Kalla, kær vinkona, er farin, það kom snöggt og var sárt. Við áttum svo margt ósagt, minningarnar hrannast upp. Í tæp sextíu ár höf- um við þekkst, unnum saman þeg- ar við vorum ungar, á ljósmynda- stofu á Akureyri, og höfum haldið vinskap síðan. Tímabilið á myndastofunni er skemmtilegt í minningunni. Oft var farið á böll og lent í einhverju skemmtilegu, bílar spóluðu í snjó og jafnvel festust. Eitt skipti í hláku duttum við, ég og Kalla, og rennblotnuðum svo ekki varð sú ballför lengri. Mikið var spáð í kjóla og annan fatnað sem erfitt var að nálgast öðruvísi en að láta sauma á sig. Hjá Benna Laxdal voru framleidd- ar kápur, eftirspurnin var mikil og oft slegist um hverja kápu, döm- urnar komu þó allar út í svipuðum kápum, ef ekki eins sniðnar þá voru þær eins á litinn. Ég og Kalla náðum aldrei að fylgja þessu eftir þrátt fyrir að vilja fylgja tískunni. Við giftum okkur á sama ári og elstu börnin okkar eru jafngömul og síðan komu fleiri, fimm hjá Köllu og sex hjá mér. Samskiptin mótuðust af því að börnin voru í fyrirrúmi. Kalla hafði það sem kallað er náttúrulega hæfni til barnauppeldis. Börnin voru bæði stillt og vel öguð hjá henni, þannig að ég undraðist stundum hvernig henni tækist til. Hvernig ferðu eig- inlega að því að hafa stígvélin í röð og reglu? Þau læra bara að setja þau á sinn stað, svarar Kalla. Já, sagði ég, ég hélt ég hefði kennt mínum það líka. Svona er nú misjafnt hvernig hverjum tekst til. Kalla gat sagt alveg sérlega vel frá. Eitt sinn lýsti hún kirkjubrúð- kaupi sem hún og maður hennar sóttu til Englands. Með listrænu innsæi glæddi hún frásögnina með litum og siðum sem viðhaft var við athöfnina. Kalla var mjög hlý kona og góð móðir og húsmóðir. Hún var ákaf- lega hláturmild og hafði dillandi hlátur sem smitaði frá sér. Brást oft skemmtilega við ýmsum uppá- komum en af hógværð samt. Ég votta Friðriki, börnum þeirra, systur hennar Ólínu ásamt öllum afkomendum ástúð mína og hlýju. Jensey Stefánsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast Körlu vinkonu minnar. Dauðinn kvaddi á dyr hjá henni fyrirvaralaust. Við hittumst síðast við jarðarför sonar míns 7. maí sl. Hún leit vel út og var mjög hvetj- andi og styrkjandi fyrir fjölskyldu mína í okkar sorg. Lífið hefur kennt mér að enginn ræður sínum næturstað. KARLA STEFÁNSDÓTTIR Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar Legsteinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.