Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 35 Elsku Ingibjörg. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú ert ekki lengur hér hjá okkur. Brottför þín kom allt of fljótt og er ennþá svo óraunveruleg. Ég sé fyrir mér glaðlega brosið þitt og stríðnisglampann í augunum, þú varst alltaf til í smá stríðni og það var stutt í prakkarann en allt var þetta á góðu nótunum. Þér var mikið í mun að særa engan enda hafði þú stórt og fallegt hjarta. Við kynntumst fyrst í handboltan- um í Stjörnunni á unglingsárunum. Í gegnum handboltann upplifðum við saman gleði- og sorgartár. Þú varst þeim dýrmæta eiginleika gædd að hafa mikla samkennd og gast auð- veldlega sett þig í spor annarra. Þannig sást þú gjarnan hliðar á mál- unum sem aðrir höfðu ekki komið auga á og varst ófeimin við að láta skoðun þína í ljós. Fyrir þér var hag- ur liðsins alltaf í fyrsta sæti en aldrei eigin hagsmunir. Þú varst alltaf hóg- vær og blíð en í úrslitaleikjum áttir þú það til að ýta hressilega við manni og hvattir mann áfram af mikilli ein- lægni enda kom aldrei neitt annað til greina en að standa sig og sigra. Aumingjaskapur og væl var ekki til í þinni orðabók. Þú varst andstæðing- unum erfið, enda örvhentur horna- maður með illverjanleg skot, hoppað- ir eins og gormur, varst útsjónarsöm í vörninni og ansi góð á sprettinum. Baráttuviljinn kom berlega í ljós í veikindum þínum. Þú varst alltaf bjartsýn og barðist hetjulega við ill- vígan sjúkdóm. Þú vissir alltaf hvað klukkan sló og varst skrefi á undan okkur hinum. Mættir mótlætinu upp- rétt og kjarkmikil og mun ég alltaf minnast þess. Elsku Bjössi, Bryndís, Stefán Björn og Svanhvít Ósk. Hugur okkar allra er hjá ykkur og biðjum við guð um styrk og kraft til að hjálpa ykkur í gegnum sorgina sem virðist svo óyf- irstíganleg á þessari stundu. Bjössi minn, þú hefur staðið eins og klettur við hlið hennar og barnanna í hverri raun sem þið hafið tekist á við og sótti Ingibjörg mikinn styrk í þig. Kæra vinkona, þakka þér fyrir all- ar dýrmætu stundirnar sem við átt- um saman, ég mun ætíð varðveita þær í hjarta mínu. Ég trúi því að það sé líf eftir þetta líf og þá get ég faðm- að þig einu sinni enn. Guð geymi þig. Þín vinkona Guðný Gunnsteinsdóttir. Lengi vonuðumst við eftir krafta- verki, þótt við innst inni vissum að það væri í síðasta skipti sem við sæj- umst, er við vorum á Íslandi fyrir svo örfáum dögum. Þessi ferð okkar var til að leyfa nánustu fjölskyldu að njóta gleði og sakleysis sonar okkar sem fæddist í apríl síðastliðnum, að- eins nokkrum klukkutímum áður en afi hans og tengdafaðir Ingibjargar dó eftir stutta sjúkralegu. Heimferðin var þó ekki síður farin til að heim- sækja hana kæru Ingibjörgu sem hef- ur barist svo hetjulega og á aðdáun- arverðan hátt við sjúkdóm sinn. Því þrátt fyrir aðrar óskir var kannski ljóst eftir síðustu fregnir að heiman að brátt liði að endalokum. Vegna búsetu okkar erlendis síð- ustu ellefu ár hafa samskiptin ekki verið mikil eða samverustundirnar margar. En er við vorum á landinu var alltaf notið góðrar máltíðar hjá þeim hjónum Ingibjörgu og Bjössa. Tók Ingibjörg þá á móti okkur sem vinum en ekki síður fundum við að hjá henni vorum við komin í faðm fjöl- skyldunnar. Sérstaklega minnumst við góðra stunda síðasta sumar. Þrátt fyrir erfiða meðferð var eins og ekk- ert hefði í skorist, tekið á móti okkur með mikilli hlýju og gestrisni. Voru þau nýflutt í glæsilegt hús sitt í Garðabænum sem þau höfðu byggt sér og Ingibjörg var mjög stolt af. Var þetta einnig í fyrsta skiptið sem börn okkar léku sér saman. Var því kátt á hjalla og mikil gleði þrátt fyrir skugga veikindanna og var það líka að skapi Ingibjargar að gera ekki of mikið úr þeim. Ingibjörg var einstak- lega barngóð og næm og því fljót að finna út ýmis persónuleg einkenni eldri sonar okkar, þá við fyrstu kynni. Hið sama gerðist nú í sumar er hún leit yngsta fjölskyldumeðliminn aug- um. Við óskuðum þess að það færi á annan veg, en nú kveðjum við elsku Ingibjörgu alltof snemma. Sól þín er sest, en sólargeislar þínir veita okkur áfram hlýju. Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. Ég horfði út um gluggann. Haustsins blær um hlíðarnar lagðist en silfurskær kom máninn upp yfir austurfjöllin. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Ingibjörg, duglega stelpa, sofðu nú rótt. Við söknum þín sárt en erum fegin því að þú þurfir ekki að þjást lengur. Kæru Bjössi, Bryndís, Stefán og Svanhvít, megið þið finna þann styrk sem nauðsynlegur er til að komast í gegnum þann erfiða tíma sem framundan er. Sigríður og Snorri. Sorgin hefur knúið dyra. Þung eru sporin sem við göngum í dag er við fylgjum Ingibjörgu til grafar, kærri vinkonu sem lést langt fyrir aldur fram. Leiðir okkar lágu saman fyrir fimmtán árum er við stöllurnar hóf- um nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Á lesstofum Eirbergs var oft mikið skrafað og hlegið og eigum við góðar minningar frá þeim árum. Að námi loknu stofnuðum við sauma- klúbb og höfum átt margar yndisleg- ar stundir sem við geymum nú með okkur. Margs er að minnast og mikils að sakna. Ingibjörg var íþróttakona og lifði heilsusamlegu lífi. Bestu stundir átti hún í faðmi fjölskyldu og vina. Stolt og sjálfstæði einkenndu hana og sást það ekki síst í hetjulegri baráttu hennar við illvígan sjúkdóm allt til endaloka. En hetjur þurfa líka hvíld og nú er stundin komin. Kæri Bjössi, Bryndís, Stefán Björn og Svanhvít Ósk, ykkar missir er mik- ill. Megi góður Guð veita ykkur styrk á sorgarstundu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðri stúlku, minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Anna Björk, Bergrún, Guðfinna, Helga, Hulda, Margrét, Rannveig, Rósa, og Svava. Í dag eru þung skref stigin er við kveðjum kæra samstarfskonu og góða vinkonu. Þegar við hugsum um Ingibjörgu þá er það brosið, léttleik- inn, útgeislunin og yfirvegunin sem koma upp í hugann. Góðar stundir hlæjandi í hjúkkuhópnum eru nú ljúf- sárar minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Viljum við þakka fyrir að hafa fengið að vera samferða ykk- ur þessi ár hér á Höfn. Kæri Bjössi, Bryndís, Stefán, Svanhvít og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mikill, við biðjum guð um að gefa ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Blessuð sé minning góðr- ar vinkonu. Amalía, Ásgerður, Áslaug, Ester, Guðrún, Halldóra, Helga, Ingibjörg og Jóna Bára. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur að minnast kærrar vin- konu okkar, Ingibjargar Andrésdótt- ur, sem fallin er frá langt fyrir aldur fram, frá eiginmanni og ungum börn- um. Leiðir okkar Ingibjargar lágu fyrst saman þegar við spiluðum hand- bolta með íþróttafélagi Borgarspítal- ans á tíunda áratugnum. Aðalmark- mið liðsins var að keppa á norrænum sjúkrahússleikjum sem haldnir eru annað hvert ár. Í liðinu var skemmti- legur andi og mikið fjör í þeim keppn- isferðum sem farnar voru, Ingibjörg lagði drjúgt af mörkum til þessa. Síðar lágu leiðir okkar aftur saman þegar Ingibjörg og fjölskylda fluttu til Hornafjarðar árið 2000 er Björn fór að vinna við Sjúkraþjálfun HSSA og Ingibjörg sem hjúkrunarfræðing- ur við HSSA. Við Bjössi unnum sam- an til miðs árs 2002 þegar fjölskylda mín flutti til Danmerkur. Það var fengur í Ingibjörgu og Bjössa til Hornafjarðar, ekki einasta eignuð- umst við fjölskyldan góða vini heldur fékk samfélagið á Höfn hæfa einstak- linga til starfa. Það voru góðar stund- ir sem við fjölskyldan áttum með fjöl- skyldu Ingibjargar á Höfn, í barnaafmælum, matarboðum og á öðrum samverustundum. Á meðan við hjónin nutum samveru með Ingi- björgu og Bjössa léku börnin okkar saman allt um kring þar sem heimili okkar áttu það sammerkt að vera einn stór barnaleikvöllur. Það var skömmu eftir að við fjöl- skyldan fluttum til Danmerkur að við fréttum að Ingibjörg hefði greinst með krabbamein. Það voru þungbær- ar fréttir en vonir okkar stóðu til þessa að hún kæmist yfir þennan hræðilega sjúkdóm. Það var ekki fyrr en við fluttum heim til Íslands nú í lok júlí að við fréttum hversu langt sjúk- dómurinn var genginn og sárt þótti okkur að geta ekki hitt vinkonu okkar í hinsta sinn. Kæri Bjössi, Bryndís, Stefán Björn og Svanhvít Ósk, megi góður Guð veita ykkur og fjölskyldu ykkar styrk á þessari sorgarstundu. Þórlaug og fjölskylda. Elsku besta vinkona, það er svo óskaplega erfitt að kveðja þig í dag, minningarnar hrannast upp ein af annarri um allar þær góðu stundir sem við höfum deilt og átt saman síð- ustu 20 árin. Fyrst í hugann kemur upp brosið bjarta sem ávallt var svo stutt í fram á síðasta dag, útgeislunin frá þér lýsti langar leiðir, þú varst svo einstaklega heilsteypt, traust og kær- leiksrík við allt og alla í kringum þig. Við kynntumst fyrst sem smástelp- ur á Flötunum í æsku, síðan tókust með okkur betri kynni þegar þú byrj- aðir í handboltanum á unglingsárum, ég man svo vel eftir því hvað ég öf- undaði þig af hve hátt og tignarlega þú stökkst inn í teiginn úr horninu á meðan ég var í magalendingunum. Þó svo að það hafi ekki mikið farið fyrir þér til að byrja með var aldrei langt í keppnisskapið, alltaf var hægt að treysta á að þú myndir gera þitt besta og rúmlega það, allt þetta sprikl á okkur leiddi til þess að við urðum nokkrum sinnum bæði Íslands- og bikarmeistar með Stjörnunni. Þegar við vorum 16 og 17 ára fór- um við að vinna saman í bæjarvinn- unni í nokkur sumur, það var ógleym- anlegur tími fyrir okkur báðar og myndaðist með okkur órjúfanleg vin- átta. Okkur leist ekki á blikuna í byrj- un en áður en við vissum af vorum við farnar að keyra traktora og alls kyns ökutæki út um allan bæ, okkur fannst ekki leiðinlegt að hökta á Hafnar- fjarðarveginum í hláturskasti með bílalestina tryllta fyrir aftan okkur. Alltaf var stutt í púkaskapinn á þess- um árum og tókum við okkur ýmis- legt fyrir hendur sem mikið er búið að hlæja að. Eftir að þið Bjössi og krakkarnir fluttuð á Höfn voru það ófáar kvöld- stundirnar sem við eyddum í síman- um. Skipti þá engu máli hvort þú vær- ir heima við eða hafðir einungis nokkrar mínútur í vinnunni, það nægði okkur oft að heyra aðeins röddina hvor í annarri. Elsku Bogga, ég á eftir að sakna þess svo hræðilega að geta ekki kíkt til þín í heimsókn í Grjótásinn, eða að heyra í þér syngj- andi röddina þegar þú svarar í sím- ann. Manstu hvað við vorum búnar að hlakka mikið til að geta hist oftar eftir að þið Bjössi flyttuð í bæinn, þær stundir verða víst að bíða betri tíma. Þrautaganga þín í gegnum veikind- in síðustu 18 mánuði er á enda, eftir langa og hetjulega baráttu við sjúk- dóminn ertu komin á annan stað og búin að fá kærkomna hvíld. Ég vona að pabbi þinn og allir hinir englarnir hafi tekið vel á móti þér, elsku besta vinkona, ég mun ávallt geyma þig í hjarta mínu. Elsku Svana, Bjössi, Bryndís, Stef- án og Svanhvít megi guð styrkja ykk- ur og blessa í þessari miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( V. Briem.) Hvíl í friði, elsku vinkona, Hrund. Það er sárara en orð fá lýst þegar ung kona í blóma lífsins, ástkær eig- inkona og móðir þriggja yndislegra barna, er kölluð burt úr þessu jarð- neska lífi. Ingibjörg var einstaklega ljúf og góð manneskja, umburðarlynd og hugulsöm. Alltaf var stutt í hlýja brosið og ljúfan hlátur. Ingibjörg bjó manni sínum og börnum yndislegt heimili þar sem alltaf var notalegt að koma og eiga góðar spjallstundir. Rausnarlega og af mikilli gestrisni var tekið á móti mér og mínum þegar við komum í heimsókn til Hornafjarð- ar og eigum við margar ljúfar minn- ingar frá þeim heimsóknum ásamt svo ótalmörgum öðrum góðum sam- verustundum. Ingibjörg barðist af miklu æðru- leysi og hetjuskap við illvígan sjúk- dóm sem þó að lokum náði að yfir- buga hana. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér, Ingibjörg mín, fyrir að fá að kynnast þér og eiga þig að ynd- islegri mágkonu og vini. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Kæra Svanhvít og fjölskylda. Sá styrkur, samstaða og stuðningur sem þið hafið sýnt í veikindum Ingibjarg- ar er einstakur og ómetanlegur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elsku Bjössi minn, Bryndís, Stefán Björn og Svanhvít. Þið hafið staðið ykkur eins og sannar hetjur í þeim erfiðleikum sem á ykkur hafa dunið. Megi góður guð veita ykkur stuðning í sorginni og hjálpa ykkur áfram lífs- ins veg. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Björg. Þær eru margar góðar minning- arnar sem leita á hugann þegar við kveðjum góða vinkonu okkar úr Garðabænum. Minningar um skemmtilegar stundir í handboltan- um. Minningar úr barnaskóla, gagn- fræðaskóla og menntaskóla. Minn- ingar um fæðingu fyrsta barnsins hennar. Minningar um ótrúlega góð- hjartaða og jákvæða vinkonu sem alltaf var svo gott að vera nálægt. Það er því með sorg í hjarta að við kveðj- um hana Ingibjörgu. Minning um frá- bæra vinkonu lifir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við vottum Birni, Bryndísi, Stef- áni, Svanhvíti og ástvinum öllum inni- legustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur öllum styrk í sorg ykkar. Ásta, Bryndís, Halla, Helga Hrönn, Hjördís, Ingalind og Ingibjörg. Einn góðan sumardag kom ég í heimsókn á Smáraflötina með tvo syni mína, annan nýfæddan, hinn sjö ára. Þá hitti ég þig og þú varst frábær við son minn eldri, sem kom í fyrsta skipti að kynnast þessari fjölskyldu. Þú tókst í hönd hans, leiddir hann inn í herbergi og sagðir: Nú förum við að lita. Frá þeim degi hefur sonur minn alltaf elskað þig. Að kynnast þér er yndislegt, þú ert yndisleg persóna, falleg blá augu þín munu aldrei gleymast og fallegt bros þitt líka. Guð blessi þig og þína fjölskyldu að eilífu. Jón Kjartan, Pétur, Andrés og Agnes senda líka samúðarkveðju. Bergþóra Hákonardóttir. Mig langar til að minnast æskuvin- konu minnar og þakka henni fyrir all- ar þær skemmtilegur samverustund- ir sem við höfum átt saman frá því við kynntumst á unga aldri á flötunum í Garðabæ. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í huga mér þegar ég sest niður og skrifa þetta. Samverustundir okkar í leik, í skól- anum, í handboltanum, heimsókn á Sauðárkrók og margar fleiri minning- ar sem ég mun varðveita. Guð þig geymi góða kona gæfa var að kynnast þér far í friði frjáls og glöð farsæl minning geymist hér. (Höf. ók.) Elsku Bjössi, Bryndís, Stefán Björn, Svanhvít Ósk, Svanhvít og aðr- ir aðstandendur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Kveðja frá vinkonu, Helga Hrönn. Ingibjörg og Bjössi eru þau einu af okkur vinunum sem hafa verið svo djörf að búa fjarri höfuðborginni í langan tíma. Ég og Oddný gistum hjá þeim eina nótt á Sauðárkróki, á leið okkar norður, og heimsóttum við Hrund Ingibjörgu og krakkana eina helgi á Höfn þegar Bjössi var á ferða- lagi. Gestrisnin, sem hefur ávallt ein- kennt Ingibjörgu, breyttist ekki við að flytja aftur í bæinn og þrátt fyrir mikil veikindi var hún til staðar hvort sem litið var til hennar á spítalann eða heim. Ingibjörg sagði mér fyrir nokkrum árum að fjölskyldan hefði haft mjög gott af því að búa úti á landi fjarri vin- um og ættingjum. Það hefði þjappað þeim saman. Án efa hefur það komið sér vel í því mótlæti sem þau hafa mætt og tekist á við síðasta eina og hálfa árið. Það var alltaf gott að tala við Ingibjörgu þar sem hún var róleg og jarðbundin og að mínu mati með skynsamar skoðanir á hlutunum. Þó var vel hægt að skynja hversu mikið hún hafði þroskast og lært síðastliðið ár. Það breytir óumflýjanlega mati og forgangsröð fólks þegar það horfist í augu við að eiga ekki nóg af því sem við teljum sjálfsagt hjá fólki á okkar aldri, tíma. Í veikindum sínum var hún mjög raunsæ en ávallt bjartsýn. Ég tel mig hafa kynnst ýmsu í gegnum íþrótt- irnar en vissi ekki að nokkur mann- eskja gæti sýnt eins mikinn styrk, þrautseigju, og baráttu og ég hef orð- ið vitni að hjá Ingibjörgu. Hún á alla mína virðingu og Bjössi og fjöl- skyldan öll fyrir að standa eins og klettar við hlið hennar. Það hefur ver- ið lærdómsríkt að fylgjast með hversu mikils virði það er að eiga góða fjölskyldu. Mikið getur veruleikinn verið óraunverulegur. Kveðjustundir eru erfiðar og er þessi sárari en orð fá lýst. Minningar koma upp frá hand- boltanum, tímum í F.G., heimsóknum og öðrum samverustundum. Ég mun varðveita þær og minningarnar um stundir okkar og spjall í sumar um ókomna tíð. Guð geymi Ingibjörgu vinkonu mína og veiti Bjössa, börnunum, Svanhvíti og fjölskyldunni allri styrk í sorg þeirra. Kveðja, Anna Margrét.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.