Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÉRTILBOÐ Á CITRÉ SHINE-HÁRVÖRUM COLOR MIRACLE: F A B R I K A N Gljái með litavörn fyrir litað hár Sérvalið sjampó fylgir Color Miracle K AU PAU K I K I ColorBrilliancesjampó 118 ml Verndar og viðheldur hárlit. Innsiglar ysta lag hársins, gerir það meðfærilegra og gefur því fallegan glans. Notist með Citré Shine Color Brilliance-sjampói til að ná auknum árangri. Color Brilliance-sjampóið er milt og hreinsar hárið vel án þess að hafa áhrif á lit hársins. Allar Citré Shine vörur eru framleiddar me› náttúrulegum sítrusolíum og vitamínum sem gefa hárinu gullfallegan gljáa og heilbrigt útlit. Citré Shine hárvörurnar fást í verslunum Lyfju. Baðstofan - Dalvegi 4 sími 564 5700 www.badstofan.is Útsala á útipottum Aðeins fimmtudag og föstudag ekki vera í rugl i fáðu þér fæst í Kringlunni og Heiðrúnu sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is Það getur verið mikil andansupplyfting að koma við íbókabúð og kaupa sér eitttímarit til skemmtunar eða fræðslu. Í íslenskum búðum er að finna fjölbreytt tímarit á ýmsum er- lendum tungumálum þótt tímarit á enskri tungu séu í meirihluta. Tíma- ritin hafa þann kost að auðvelt er að grípa niður í eina og eina grein til fróðleiks og/eða skemmtunar og til- tölulega auðvelt er að ferðast um með þau. Tölvur, tíska, stjórnmál, vísindi, hönnun, bílar, brúðkaup, kynlíf, arkitektúr, matreiðsla, heilsa, íþrótt- ir, kvikmyndir, viðskipti, tónlist, svo eitthvað sé nefnt; hverju af þessu sem fólk hefur áhuga á og margt fleira er hægt að finna í mismunandi tímaritum. Eins og sést í meðfylgjandi töflu er töluverður munur á smásöluverði hérlendis og í þeim löndum þar sem tímaritin eru gefin út. Þannig kostar tímaritið World Soccer kr. 1.420 hér- lendis en sem nemur 490 krónum út úr búð í Bretlandi, svo Bretar borga um 35% af því verði sem Íslendingar borga. Hafa ber í huga það sem Kjartan Kjartansson og Ragnhildur Bender hjá Pennanum benda á, að við verðlagningu hérlendis kemur til 14% virðisaukaskattur auk flutn- ingskostnaðar, auk þess sem mark- aðurinn er lítill. Einnig skal taka fram að Kjartan segir að skv. eigin athugunum á verði innfluttra tíma- rita í búðum á Norðurlöndum og Þýskalandi, sé verð á Íslandi um 5– 10% hærra en í þeim búðum og felist munurinn í flutningskostnaði. Umhugsunarefni getur verið að gerast áskrifandi fyrir þá sem kaupa blöð reglulega í smásölu. Þeir sem kaupa breska knatt- spyrnublaðið World Soccer öðru hvoru geta fengið blöðin í áskrift beint frá útgefanda. Ársáskrift býðst á þeim tíma er þetta er skrifað á kr. 5.536 en í henni eru innifalin 13 blöð með sendingarkostnaði heim að dyrum. Í lausasölu kosta fjögur blöð því meira en blöðin þrettán í áskrift. Ef bandaríska unglingatímaritið Seventeen er skoðað sést að í smá- sölu hérlendis kostar það kr. 830 en í Bandaríkjunum sem nemur kr. 216, eða um 26% af íslensku verði. Í árs- áskrift býðst það á kr. 2.160 skv. at- hugunum blaðamanns þegar þetta er skrifað. Fyrir það verð má fá tvö til þrjú blöð í lausasölu hér. Gott er að hafa í huga að oft bjóð- ast áskriftir að erlendum tímaritum með talsverðum afslætti. Til að mynda auglýsa útgefendur oft tilboð í fylgimiðum inni í blöðunum sjálf- um. Þannig bauð Economist árs- áskrift til Evrópulanda á 8.097 kr. í sumar í stað þess verðs sem nú er gefið upp á heimasíðu tímaritsins. Einnig má finna slíka afslætti og til- boð á heimasíðum tímaritanna eða heimasíðum stærri dreifingaraðila sem sjá um mörg tímarit. Verð sem hér birtist í töflunni er miðað við þau tilboð sem buðust dagana 3.–5. ágúst. Talverður munur getur verið á verði tímarita frá Bandaríkjunum og Bretlandi, eins og sést í meðfylgj- andi töflu. Þar hefur lágt gengi Bandaríkjadollars líklega mikið að segja. Svo verður fólk að gera upp við sig hvora útgáfuna það vill lesa, en mörg vinsæl blöð á borð við Cosmopolitan, Marie Claire, Elle, Vogue og GQ (Gentlemeńs Quart- erly) eru gefin út í báðum löndum og oft ólík að innihaldi þótt nafnið sé það sama.  VERÐKÖNNUN | Töluverðu munar á verði erlendra tímarita í smásölu hérlendis eða beinni áskrift Margfaldur verðmunur á sumum tímaritum                   ! " # $  %  & %  &        '     ( ( $  "))   *     +, & + -   .  &   .  & +,  & + (   -! %     " (   /)  . 12 /  $3  .   456 478 988 :;<8 :7:8 :;68 <<6 548 <=6 :;76 ::<8 <<8 =78 <<6 ::;8 <46 ::<8 :4=8 :9;8 :<76 ;78 4;= 4<; 999 666 94: ;5= ;:7 67= ;6; 9;5 6=< ;95 ;55 456 ;68 467 9=8 9<8 =:5 :=4:= 67:7 :;98= 68<4 67;4 <:9; 9:=7 ;:78 ::854 =<;8 6755 <64 6=97 48;9 =4:9 4;98 4<78 <:9; 6647 =5:8 @ @ @    > ? @  A                   @@      @ @@ @@ # )2  ' 2 2 / -2#  Bókaþjóðin er líka blaðaþjóð, að minnsta kosti upp að því marki sem hún hefur efni á. Anna Pála Sverrisdóttir gerði verðkönnun á erlendum tíma- ritum og því hverju munar að kaupa tímaritin út úr búð eða í beinni áskrift.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.