Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 18
MINNSTAÐUR 18 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Sandgerði | Unnið er að því hörðum höndum að bæta og breyta samkomuhúsinu í Sandgerði þessa dagana. Húsið var farið að láta verulega á sjá, enda byggt árið 1944. „Húsið var orðið illa farið, það uppfyllti ekki skilyrði um hreinlætisaðstöðu svo það þurfti að bæta. Eldhúsið var orðið það illa farið að við höfðum ekki rekstrarleyfi fyrir húsið, nema fyrir sárafáa,“ segir Sigurður Valur Ásbjarn- arson, bæjarstjóri í Sandgerði. Auk þess að laga húsið voru byggðir við það um 140 fermetrar þar sem verða snyrtingar, eldhús og ný forstofa. Allir gluggar voru ónýtir á gamla húsinu svo það þurfti að skipta um bæði gler og glugga. Sviðið var orðið heldur las- burða og því þurfti að taka það ærlega í gegn. Sigurður segir að auk þess hafi tækifærið verið notað og bætt við flóttadyrum og sett skáplan svo aðgengi fyrir fatlaða væri betra. Auk þess verður öll lóðin tekin í gegn svo að- koman að nýja samkomuhúsinu verði öll hin fal- legasta. Kostar 60–70 milljónir króna Kostnaður við þessa framkvæmd er á bilinu 60–70 milljónir króna, og er reiknað með því að húsið verði tekið í notkun í nóvember nk. Nýting á húsinu hefur ekki verið upp á það besta undanfarið, en Sigurður segir að nú verði það vonandi nýtt betur. Húsið hefur verið notað fyrir stórveislur, erfidrykkjur, fundahöld og jafnvel dansleiki. „Þetta hús sinnir gleði- og sorgarstundum fyrir bæjarbúa og notast áfram sem slíkt,“ segir Sigurður. Breyta og bæta samkomuhúsið Sinnir gleði- og sorgarstundum bæjarbúa Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Samkomuhúsið verður eins og nýtt eftir andlitslyftinguna, en það hafði látið verulega á sjá. Tjörnin | Þeir sem fara um Hljóm- skálagarðinn hafa margir hverjir orðið varir við breyttan svip Þor- finnshólma, sem liggur á Þorfinns- tjörninni. Þar sem áður var aðal- hreiðurstaður kría á tjörninni hefur nú ætihvönn fest sig í sessi af mikilli áfergju og er nú ástandið slíkt að kríurnar eiga erfitt upp- dráttar við varpið. Hvönninni var plantað út í hólmann fyrir tæpum áratug og hefur vaxið mjög. Jóhann Óli Hilmarsson, fugla- fræðingur og ljósmyndari, segir vissulega mikið áhyggjuefni hversu mikið þrengir að fuglum við Tjörnina og í Vatnsmýrinni, ekki þó aðeins vegna hvannarinn- ar, heldur einnig vegna sívaxandi framkvæmda sem gangi á nauð- synlegt rými fuglanna. „Við ætlum að reyna að grisja hvönnina svolít- ið fyrir næsta vor og útbúa lítil rjóður í hólmanum,“ segir Jóhann Óli, en hólmarnir tveir í Tjörninni hafa hingað til verið helstu varp- lönd kría á þessu svæði. „Það er svolítið erfitt fyrir kríuna að koma sér fyrir þarna, en samt er ótrúlegt hvað henni hefur tekist vel að koma upp ungum þarna þrátt fyrir hvönnina. Krían verpir áður en hvönnin fer að vaxa og þess vegna má sjá ungana inn á milli stilkanna og á bökkunum.“ Skógarkerfillinn skæður Í ár var léleg afkoma hjá krí- unni, þrátt fyrir að varpið hafi ver- ið svipað, og segir Jóhann Óli marga þætti spila þar inn í og ekki endilega hvönnina, þótt hún sé fyr- ir. Þrengslin vegna mannvistar geri kríunni afar erfitt fyrir. Hvönnin er þó ekki eina yfir- gangssama plantan í Vatnsmýr- inni, en undanfarin ár hefur skógarkerfill herjað á mýrina um- hverfis friðland fugla í Vatnsmýr- inni og er nú kominn inn í frið- landið. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur að reyna að herja á kerfilinn þarna,“ segir Jóhann Óli, en kerfillinn er afar kræf planta og minnkar mjög fjölbreytileika plöntulífs þar sem hann festir sig í sessi. Þá fylgir kerflinum gjarnan jarðvegsrof. „Hann leggur allt undir sig, rétt eins og lúpínan. Hann hefur fylgt lúpínunni og lagt landið undir sig og það er eins og að fara úr öskunni í eldinn má segja, þegar kerfillinn tekur við.“ Jóhann Óli segir mjög hafa þrengt að Tjörninni og athafna- svæði fuglanna undanfarin ár og hafi varp flestra fugla minnkað mjög, nema grágæsa. Þó hafi þrjár gargendur komið upp ungum í vor, sem séu góðar fréttir. Þá hafi færsla Hringbrautar og fleiri framkvæmdir ófyrirsjáanleg áhrif á lífríkið. „Fuglarnir þurfa bæði frið til að verpa og svæði til að borða. Það er ekki nóg að gefa þeim brauð, þótt það skipti ein- hverju máli fyrir gæsirnar og álft- irnar,“ segir Jóhann Óli. „Þá er friðlandið ekki mannhelt. Ég var að vinna að verkefnum þarna í sumar og þá kom ég að nokkrum krökkum sem höfðu komist út í friðlandið og voru að elta og hrella fuglana.“ Jóhann Óli segir til lítils fyrir fuglana að hafa friðlandið njóti það ekki friðar. Morgunblaðið/Ómar Þorfinnshólmi er nokkuð þétt vaxinn hvönn seinni hluta sumars og lítið pláss fyrir fuglana að athafna sig þar. Þrengir að fuglum við Tjörnina Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Vinarþel: Kunnugir vilja meina að þetta atferli kría eigi eitthvað skylt við lúsatíning prímata; að verið sé að rækta frumstæð félagsleg tengsl. Höfði | Viðurkenningar vegna feg- urstu lóða fjölbýlishúsa og fyrir- tækja, og endurbóta á eldri húsum í Reykjavík fyrir árið 2004 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Það er hefð að veita slíkar viðurkenningar á afmæli Reykja- víkurborgar 18. ágúst og er það Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar sem veitir viðurkenningarnar eftir tilnefn- ingar frá vinnuhópi sem í sátu: Björn Axelsson landslagsarkitekt, umhverfisstjóri hjá skipulagsfull- trúa, Margrét Þormar arkitekt, hverfis- stjóri hjá skipulagsfulltrúa, Páll V. Bjarnason arkitekt, deildar- stjóri húsadeildar Árbæjarsafns, Þórólfur Jónsson landslagsarkitekt, deildarstjóri garðyrkjudeildar. Fallegar lóðir fjölbýlishúsa Kristnibraut 77–83 Lóðirnar Kristnibraut 77–79 og Kristnibraut 81–83 fá viðurkenn- ingu fyrir barnvæn og falleg garð- svæði sem mynda snyrtilega um- gjörð um byggingarnar. Kristnibraut 2–12 Lóðin fær viðurkenningu fyrir vel heppnaða aðlögun lóðar að nátt- úrulegum staðháttum og gróðri. Atvinnu- og stofnanalóðir Ármúli 4–6 Veitt er viðurkenning fyrir fal- lega og fjölbreytta lóð þar sem m.a. upprunalegar klappir hafa fengið að halda sér. Lóðin er jafnt gestum sem starfsmönnum í húsunum til yndisauka. Engjateigur 7 Veitt er viðurkenning fyrir snyrtilega og stílhreina lóð sem spilar við húsið og sýnir að einfald- leikinn getur verið fallegur. Endurbætur á eldri húsum Garðar við Ægisíðu Húsið er steinhlaðið og vandað að allri gerð. Það stendur fallega og nýtur sín sérstaklega vel í umhverfi sínu. Húsið ber þess merki að hafa verið endurbyggt af fagmennsku og alúð. Sólvallagata 4 Húsið er í klassískum stíl með áhrifum frá danskri þjóðarrómantík og er frá síðasta skeiði þess tíma- bils áður en fúnkisstíllinn hóf inn- reið sína hér á landi. Hönnun og endurbygging Sólvallagötu 4 ber, að sögn nefndar, öll merki þess að hafa verið unnin af mikilli fag- mennsku og virðingu fyrir uppruna hússins. Háteigsvegur 12 Húsið er gott dæmi um síðfunkis- stílinn í Reykjavík og er enn í upp- runalegri mynd. Árið 2004 var gert við steypuskemmdir, húsið endur- steinað og endurnýjað á ýmsan hátt. Nefndin segir þetta einkar lofsvert framtak og mikilvægt for- dæmi fyrir eigendur þeirra húsa sem hafa varðveislugildi vegna upp- runalegrar hönnunar. Reykjavíkurborg veitir viðurkenn- ingar fyrir umhverfisprýði Hvatt til snyrti- mennsku og alúðar Morgunblaðið/Jim Smart Prúður félagsskapur: Hinir viðurkenndu húseigendur fögnuðu ásamt fulltrúum borgarinnar á tröppum Höfða í veðurblíðunni í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.