Morgunblaðið - 19.08.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.08.2004, Qupperneq 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn á það alltaf til að vera svolítið uppstökkur en þú ert þó óvenju þrætu- gjörn/gjarn í dag. Reyndu að halda ró þinni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að sýna börnunum í kringum þig þolinmæði í dag. Minntu þig á að börnin læra af því sem við gerum frekar en því sem við segjum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert óvenju sjálfstæð/ur og uppreisn- argjörn/gjarn í dag. Þú hefur einfaldlega þörf fyrir að standa fast á þínu, sér- staklega á heimilinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ennþá óvenjumikil hætta á óhöppum eða særindum í kringum þig. Hugsaðu áður en þú talar og reyndu að taka tillit til tilfinninga annarra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það munu líklega verða einhvers konar breytingar á fjármálunum hjá þér á næstunni eða því hvernig þú aflar tekna. Þú ættir þó ekki að segja upp vinnunni umhugsunarlaust. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að hafa hemil á sjálfri/sjálfum þér í dag. Það er mikil hætta á því að þú talir af þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert of óþolinmóð/ur til að vinna verk sem krefjast mikillar einbeitingar í dag. Þú vilt hlaupa úr einu í annað og gera það sem þér dettur í hug þá og þá stund- ina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér hættir til of mikillar hreinskilni í samtölum þínum við aðra í dag. Þú segir það sem þú meinar og meinar það sem þú segir, en ertu viss um að það skili þér tilætluðum árangri? Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Réttlætiskennd þinni er með einhverjum hætti misboðið í dag. Það getur líka ver- ið að heimska einhvers gangi hreinlega fram af þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú stendur fast á þínu í samræðum um stjórnmál, trúmál og heimspeki í dag. Þú skilur hreinlega ekki að aðrir skuli ekki vera þér sammála. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú vilt ekki bera ábyrgð á einhverjum eða einhverju lengur. Þú ert tilbúin/n til að styðja við bakið á öðrum en gerir þó kröfu um að þeir standi á eigin fótum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú lendir líklega í deilum við maka þinn eða náinn vin í dag eða á morgun. Þetta er því ekki besti tíminn til að ræða mik- ilvæga ákvörðun. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Eru sjálfsörugg og þolinmóð og hafa oft mikil áhrif á umhverfi sitt. Það verður mikið að gera hjá þeim í félagslífinu á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa og bað kl. 9, boccia kl. 10. Hárgreiðsla, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, hjólreiða- hópur kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Ásgarður | Glæsibæ. Brids kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–16, bað kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16, fótaaðgerð kl. 9–17. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45, bað kl. 9–14, söngstund kl. 14–15, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16. Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 9– 15. Kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári | Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105 | Hjúkrunarfræðingur kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Hraunsel | Flatahrauni 3. Húsið opnað kl. 9, kl. 13.30 bingó. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11, fé- lagsvist kl. 13.30–16. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Hæðargarður | Vinnustofa og bað kl. 9– 16.30, pútt, kl. 10 ganga, hárgreiðsla. Langahlíð 3 | Fótaaðgerð kl. 9, hárgreiðsla kl. 10, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1 | Vesturgata | Fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16, bað kl. 9.15–14, hannyrðir kl. 9.15– 15.30. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10, handmennt kl. 9.30–16, fótaaðgerð kl. 10– 16, brids kl. 13–16. Sléttuvegur 11 | Opið í ágúst frá kl. 10–14. Frístundir Hrafnista, Hafnarfirði | Sigurbjörg Gísla- dóttir opnar listaverkasýningu kl. 14. Sig- urbjörg er fædd 23. apríl 1913 að Dalbæ í Flóa. Hún er í dægradvöl á Hrafnistu. Sig- urbjörg sótti námskeið í útsaumi hjá Brim- nessystrum og síðar hjá Júlíönu Jónsdótt- ur,sem kenndi kúnstbróderí í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur staðið yfir sam- starf um teikningu á útsaumsmynstrum milli hennar og dóttur hennar, Margrétar Friðbergsdóttur myndlistarkennara. Sýn- ingin stendur til 21.september. Námstefnan | Uppbyggingarstefnan – Upp- eldi til ábyrgðar verður í Álftanesskóla á morgun kl. 8.30–16. Námstefnan er ætluð öllum sem vinna með börnum og ungling- um. Aðalfyrirlesarinn er Judy Anderson, sem var skólastjóri í Richfield í Minnesota og hefur reynslu af uppbyggingarstefnunni sl. 12 ár. NA (Ónefndir fíklar) | Opinn fundur kl. 21 í KFUM&K, Austurstræti. GA-Samtök spilafíkla | Fundur kl. 20.30 í Síðumúla 3–5. Kirkjustarf Háteigskirkja | Taizé-messa kl. 20. For- eldramorgnar kl. 10–12. Pútt aðra daga, hafa samband við kirkjuvörð. Vinaheim- sóknir til þeirra sem þess óska. Upplýs- ingar í síma 511 5405. Landspítali | Háskólasjúkrahús, Arnarholt. Guðsþjónusta kl. 15. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Sigurbjörns Þorkelssonar og Gunn- ars Gunnarssonar. Vídalínskirkja | Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Landakirkja | í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Þorlákskirkja | Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Leiklist Leikfélag Hafnarfjarðar | Gamla Lækjar- skóla. 13 manna hópur ungs fólks frá átta löndum og landsvæðum sýnir leikritið „Beauty“ eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Menningarnótt Dagskrá Menningarnætur má sjá á Mbl.is/ áhugavert efni og á vefsvæðinu http:// www.reykjavik.is. Myndlist Eden | Hveragerði. Nú stendur yfir mál- verkasýning Sigríðar E. Einarsdóttur. Um er að ræða landslagsmyndir frá þessu ári. Sig- ríður stundaði nám í Myndlista- og hand- íðaskólanum og nam olíumálun, hérlendis og erlendis. Sýningin stendur til 22. ágúst. Skemmtanir Dátinn | Akureyri. Dj Leibbi. De Palace | Hafnarstræti. EMP, Textavarp, Nafnlausir, Stríðsmenn. Duus hús | Reykjanesbæ. Tónleikar til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum kl. 21. Fram koma Rúnar Júlíusson, Halldór Bragason, R&B sveitin Vax og Breiðbandið. Ekkert aldurstakmark. Garðatorg | Garðabæ. Schpilkas með tón- leika kl. 21. Glaumbar | Búðabandið, kl. 21–23. Grandrokk | Forgarður helvítis, Sólstafir, Drep. Hverfisbarinn | Bítlarnir. Kaffi list| Spilabandið Runólfur kl. 22. Prófasturinn | Vestmannaeyjum. Gummi Jóns með tónleika. Söfn Minjasafn Austurlands | Þjóðháttadagur verður á safninu í dag. Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Ullarvinnslunnar Frú Láru á Seyðisfirði, fjallar um notkun og vinnslu íslensku ullarinnar kl. 13–17. Tónlist Hótel Borg | Þýska djasssöngkonan Mart- ina Freytag heldur tónleika kl. 21 ásamt Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni. Útivist Útivistarræktin | gengur frá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18. Staðurogstund idag@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman í hjóna- band í Alzenau í Þýskalandi 24. júní sl. þau Rakel Björnsdóttir og Thomas Fleckenstein. Með þeim á myndinni eru börnin þeirra, María Lísa og Björn. Heimili þeirra er að Hörgslundi 8, Garðabæ. Líkindafræðin. Norður ♠G8 ♥K5 ♦G852 ♣K10652 Suður ♠ÁD6532 ♥ÁD7 ♦ÁK ♣Á7 Suður spilar sex spaða og fær út smá- an tígul. Hvernig er best að spila? Ekki þarf að hafa áhyggjur af hlið- arlitunum – það er trompið sem er veikt. Í 3-2 legu er sama hvernig því er spilað, en spurningin er hvort hægt sé að ráða við einhverjar 4-1 legur. Kóngur blankur er vissulega möguleiki, svo það er hugmynd að leggja niður ásinn fyrst. En líkurnar tala sínu máli og besta leiðin er ekki að leggja niður tromp- ásinn: Norður ♠G8 ♥K5 ♦G852 ♣K10652 Vestur Austur ♠9 ♠K1074 ♥10984 ♥G632 ♦10743 ♦D96 ♣G983 ♣D4 Suður ♠ÁD6532 ♥ÁD7 ♦ÁK ♣Á7 Betra er að fara af stað með spaða- gosann með þeirri áætlun að veiða feitt einspil í vestur. Þegar nían fellur er hægt að halda austri í einum trompslag (með því að spila svo aftur úr borði á sexuna). Það eru auðvitað aðeins tvær stöður þar sem kóngur er stakur – í vestur eða austur. En hér er um þrjár stöður að ræða í 4-1 legu – að vestur eigi sjöu, níu eða tíu einspil. Og þrír möguleikar eru betri en tveir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 tónverk, 8 klipp- ur, 9 skýra, 10 liðin tíð, 11 ferðalag, 13 sárum, 15 sæti, 18 skyggnist um, 21 dimmviðri, 22 dökk, 23 blaðs, 24 yfirburðamanns. Lóðrétt | 2 órói, 3 þolna, 4 bumba, 5 kjánum, 6 reyk- ir, 7 fang, 12 sjávardýr, 14 dveljast, 15 sæti, 16 log- in, 17 smá, 18 kalt veður, 19 sori, 20 gangsetja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 mælum, 4 hæfur, 7 tíkin, 8 lítri, 9 dót, 11 róar, 13 ókát, 14 áleit, 15 hass, 17 taut, 20 ógn, 22 róður, 23 æskan, 24 Arnar, 25 torga. Lóðrétt | 1 mætur, 2 lokka, 3 mund, 4 holt, 5 fátæk, 6 reist, 10 ódeig, 12 rás, 13 ótt, 15 horfa, 16 súðin, 18 askur, 19 tinda, 20 órar, 21 nægt. 90ÁRA afmæli. Hjónin Hjálm-fríður S. Guðmundsdóttir og Sigtryggur K. Jörundsson eiga stór- afmæli um þessar mundir. Hjálmfríður er 90 ára í dag, 19. ágúst, en Sigtryggur var 95 ára hinn 5. ágúst síðastliðinn. Þau héldu upp á afmæli sín í hópi afkomenda sinna laugardaginn 14. ágúst. Brúðkaup | Brúðhjónin Kristín Magdalena Ágústsdóttir og Úlfar Guðbrandsson voru gefin saman 12. júní 2004 í Staðarhraunskirkju af séra Guðjóni Skarphéðinssyni. Ljósmynd/Guðbjörg Harpa TRÍÓ Ómars Guðjónssonar heldur tón- leika á Kaffi Kúltúr kl. 21 í kvöld. Á efnis- skránni verða þekktir djassstandardar sem tríóið hefur tekið upp á arma sína og sett í nýjan og nútímalegan búning. Tríóið skipa, auk Ómars á gítar, Þorgrímur Jóns- son á kontrabassa og Þorvaldur Þór Þor- valdsson á trommur. Ómar gaf út fyrstu sólóplötu sína, Varma- land, í fyrra og var hún tilnefnd til tvennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaun- unum sem besta platan og fyrir besta lag. Þorgrímur hefur stundað djasstónlist- arnám í Haag sl. tvö ár. Þorvaldur Þór er fyrrverandi trommuleikari hljómsveit- arinnar Í svörtum fötum, en söðlaði um haustið 2002 og stundar nú tónlistarnám í djassi við University of Miami. Ómar Guðjónsson og félagar. Djass á Kúltúr Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.