Morgunblaðið - 19.08.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.08.2004, Qupperneq 20
MINNSTAÐUR 20 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is Veri› velkomin í glæn‡ja verslun okkar a› Ármúla 31 15 lítra undir vask kr. 14.900,- 30 lítra ló›rétt kr. 15.900,- 50 lítra lárétt/ló›rétt kr. 19.900,- 80 lítra lárétt/ló›rétt kr. 21.900,- Sjó›heitt tilbo› w w w .d es ig n. is @ 20 04 Hitakútar AKUREYRI Kaldbakur býður | Kaldbakur hf., sem er aðalstyrktaraðili meistaraflokks KA í knattspyrnu, hefur ákveðið að bjóða öllum Ak- ureyringum og nærsveit- armönnum á leik KA og Fram í efstu deild karla á laugardag, 21. ágúst, kl. 15. KA er í botnsæti deildarinnar. „Því er nú annaðhvort að duga eða drepast í baráttunni og hver leikur sem eftir er er úrslitaleikur um hvort liðið spilar í efstu deild eða 1. deild að ári,“ segir í frétt frá Kaldbak og er þess vænst að menn nýti sér boðið, mæti á völl- inn og styðji liðið.    Djassað í Deiglu | Áttundi heiti fimmtudagurinn á Listasumri verð- ur í kvöld, fimmtudagskvöldið 19. ágúst, í Deiglunni og er þetta jafn- framt síðasta djasskvöld sumarsins. Fram kemur heimahljómsveitin Alkavos. Sveitin er skipuð þeim Wolfgang Sahr á saxófón, Aladar Rácz á píanó, Karli Petersen á trommur og Stefáni Ingólfssyni á rafbassa. Hljómsveitin leikur mikið í suður-amerísku sveiflunni og lat- íntakturinn er í fyrirrúmi.    Á Nonnaslóð | Jesúítapresturinn Jón Sveinsson, Nonni, er einn þekkt- asti rithöfundur sem Ísland hefur al- ið. Bækurnar um ævintýri Nonna og Manna höfða til fleiri en Íslendinga því ævintýri þeirra bræðra hafa ver- ið þýdd á yfir 40 tungumál. Gengið verður um slóðir Nonna á laug- ardag, 21. ágúst. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14, gengið upp stíginn sem liggur upp á Naustahöfðann og m.a. skoð- aðir ýmsir staðir sem tengjast lífi og sögum Nonna. Gangan tekur rúma klukkustund. Með í för verður leið- sögumaður frá Nonnahúsi. Þátttökugjald er 400 kr. en inni- falið er aðgangur að báðum söfn- unum.    Söngvaka | Söngvaka verður hald- in í Minjasafnskirkjunni á laug- ardagskvöld, 21. ágúst kl. 20.30. Flytjendur eru Hjörleifur Hjart- arson og Ólöf Íris Sigurjónsdóttir. Minjasafnið á Akureyri hefur boð- ið upp á söngvökur síðan 1994. Í sér- stakri en viðeigandi umgjörð Minja- safnskirkjunnar eru áheyrendur leiddir í söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá mið- öldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld. Ein með öllu | Á síðasta fundi áfengis- og vímuvarnanefndar Ak- ureyrarbæjar urðu umræður um ný- afstaðna fjölskylduhátíð „Eina með öllu“. Nefndin fól starfsmanni sínum að taka saman greinargerð vegna fjölskylduhátíðarinnar. Þá var á fundi nefndarinnar lögð fram ný skýrsla um hagi og líðan ungs fólks á Akureyri. Nefndin leggur til að skýrslan verði kynnt í næsta mán- uði.    KENNSLA hefst í grunnskólum á Akureyri á morgun, föstudaginn 20. ágúst, nema hvað Brekkuskóli byrj- ar á mánudag. Alls verða 2.630 nemendur við nám í grunnskólunum á komandi skólaári og eru þá taldir með 28 nemendur í Grunnskólanum í Hrísey, en hann telst nú einn af grunnskólum Akureyrar eftir sam- einingu sveitarfélaganna í sumar. Nemendur sem eru að hefja skóla- göngu í 1. bekk eru 292 talsins og er þetta fjölmennasti árgangur sem byrjar í grunnskóla síðan árið 1996. Vel gekk að manna skólana í vor og víða var hægt að velja úr um- sóknum kennara. Hlutfall kennara með réttindi er 94% og hefur aldrei verið hærra. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í grunnskólum bæjarins í sum- ar. Við Síðuskóla verður nú tekinn í notkun nýr samkomusalur og mötu- neyti ásamt stórbættri félagsað- stöðu fyrir nemendur ásamt því að tekið verður í notkun nýtt íþrótta- hús sem stórbætir aðstöðu til kennslu íþrótta í skólanum. Í Brekkuskóla standa miklar fram- kvæmdir yfir við nýbyggingu og eins við endurbyggingu gamla gagnfræðaskólahússins. Skólastarf við Brekkuskóla verður á þremur stöðum í vetur, í húsi gamla barna- skólans, nýbyggingunni og Íþrótta- höllinni. Nýbyggingin er um það bil að verða tilbúin, en auk þess sem þar eru kennslustofur er þar einnig stjórnunaraðstaða, samkomusalur og mötuneyti. Með því að mötuneyti verða nú opnuð í Brekkuskóla og Síðuskóla lýkur átaki Akureyrarbæjar við að koma upp skólamötuneytum við alla grunnskóla bæjarins. Á komandi skólaári verður haldið áfram að auka fjölbreytni í val- greinum nemenda í efstu bekkjum og verða í boði valgreinar í sam- vinnu við t.d. skátana, Leikfélag Akureyrar, Háskólann og fram- haldsskólana sem og við Örn Inga Gíslason fjöllistamann. Að auki geta nemendur fengið metna þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi eða sérskóla- námi. Brekkuskóli hefur fengið styrk frá skólanefnd sem leiðtogaskóli í þróun aðferða til að mæta betur þörfum, áhuga og getu hvers nem- anda. Oddeyrarskóli fékk á síðast- liðnu skólaári styrk sem leiðtoga- skóli í þróun aðferða til að auka þátttöku foreldra í skólastarfi. Gerður hefur verið samningur við leiðtogaskólana til þriggja ára og eiga þeir á þessum tíma einnig að sinna ráðgjöf til annarra grunnskóla á Akureyri og miðla af reynslu sinni. Alls hefja 2.630 nemendur nám í grunnskólum á Akureyri í haust Miklar fram- kvæmdir hafa staðið yfir í sumar Nýbygging tekin í notkun við Brekku- skóla og íþróttahús við Síðuskóla Morgunblaðið/Kristján Sýnið varúð. Sigurgeir Ísaksson, starfsmaður Framkvæmdamiðstöðvar Ak- ureyrarbæjar, gengur frá skiltunum sem sett verða við grunnskóla bæjarins. GUÐLAUGUR Már Halldórsson aksturs- íþróttamaður á Akureyri gerði góða ferð til Eng- lands á dögunum en þar tók hann þátt í keppninni „Ten of the best“. Guðlaugur ekur Subaru Impreza-bíl föður síns, Halldórs Jónssonar for- stjóra FSA. Þetta var fyrsta keppni þeirra feðga á erlendri grundu. Þeir hafa sett stefnuna á enn fleiri mót erlendis í nánustu framtíð, enda vakti árangur þeirra mikla athygli. Guðlaugur hefur náð mjög góðum árangri í keppni í kvartmílu hér heima og sá árangur varð til þess að þeim feðgum var boðið á mótið á Englandi, sem fram fór á Elvington Air- field í York. Guðlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið kærkomið tækifæri að fá að keppa á Englandi, enda hefði verið frekar rólegt yfir hlut- unum hér heima í sumar. „Við náðum þeim árangri að vera fyrsti Subaru-bíllinn í heiminum með tveggja lítra vél sem fer undir 11 sekúndur og þá eigum við annan besta tímann í Bretlandi á Subaru. Bíllinn sem á besta tímann, 10,76 sekúndur, er með mun öflugri vél. Við höfum sett stefnuna á að ná tímanum 10,5 sekúndur áður en árið er á enda.“ Keppnin er götubílakeppni, keppendur voru um 120 talsins og fylgdust fleiri þúsund áhorfendur með. Keppt var í þremur flokkum bíla, framdrifs, afturdrifs og bíla með drif á öllum hjólum en bíll Halldórs er fjórhjóladrifinn. Margar tegundir mik- ið breyttra bíla tóku þátt en algeng vélarstærð afl- mestu bílanna var 2,3 til 3 lítrar og margir með nítróbúnað. Vélarafl þeirra var frá 600 og upp í 1.200 hestöfl en Subaru-bíll þeirra Halldórs og Guðlaugs er með 2,0 lítra vél og hestöflin eru 532. Guðlaugur sagði að besti árangur þeirra í kvart- mílu fyrir keppnina á Englandi hefði verið 11,732 sekúndur en þá var bíllinn „aðeins“ um 420 hestöfl. Þeir bættu þann árangur verulegu úti og náðu tím- anum 10,85 sekúndur og 119 mílna hraða. Þeir höfnuðu í 6. sæti í sínum flokki og í 7. sæti af öllum keppendum. Sigurvegarinn fór kvartmíluna á 10,32 sekúndum en bíll hans er 930 hestöfl. Í 6. sæti varð 1.200 hestafla bíll á tímanum 10,84 sekúndum. Í keppni í hámarkshraða á 1,25 mílu náði Guðlaugur 285 km hraða. Sem fyrr segir vakti árangur þeirra feðga mikla athygli. Unnið er að því að skipuleggja frekari kynningar á bílnum í tímaritum, á sýningum og með þátttöku í fleiri keppnum. Næstu verkefni eru keppnir hérlendis og svo keppnir erlendis á Eng- landi í haust. Það er mjög kostnaðarsamt að taka þátt en Guðlaugur sagði að Eimskip, Flugleiðir og fleiri aðilar hefðu stutt vel við bakið á þeim feðgum. Guðlaugur hefur náð mjög góðum árangri í kvartmílukeppni hér heima og þá var hann valinn Akstursíþróttamaður ársins 2003 í kjöri sem Kvartmíluklúbbur Reykjavíkur og Bílaklúbbur Ak- ureyrar stóðu að. Bíll þeirra feðga Guðlaugs Más Halldórssonar og Halldórs Jónssonar vakti mikla athygli og ekki síður árangur þeirra í keppninni á Englandi. Bíllinn er af gerðinni Subaru Impreza WRX Sti árgerð 2003. Morgunblaðið/Halldór Jónsson Guðlaugur Már við bílinn. Guðlaugur Már Halldórsson akstursíþróttamaður keppti á Englandi Góður árangur hans vakti mikla athygli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.