Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 1
fóðurvörur ÞEKKTAR UM LAND ALLT í DAG Afmælisviðtal við dr. Hallgrím Helgason bls. 16—17 Viðtal við Halldór r Asgrímsson á bls. 12 Nú-tíminn bls. 30 Steinull unnin úr basalti? — Steinullarverk- smiðja kostar 400 milljónir — þar fengju 100 manns atvinnu SJ-Reykjavík. — Að undan- förnu hafa fariö fram at- huganir á steinullarfram- ieiðslu úr basalti á vegum gos- efnanefndar iðnaðarráðu- neytisins. Steinull hefur veriö framleidd hér áður, bæði á vegum Ofnasmiðjunnar við Geitháls og hjá Rafha i Hafnarfirði, og er stutt siöan Rafha hætti þeirri fram- leiðslu. Plastefni, sem notuð eru til einangrunar, hækka nú óðum, og erfiöara er að fá þau. Hér á landi er notað tiltölulega mikið af einangrunarefni, og er þvi fyllilega athugandi, hvort ekki væri rétt að reisa hér verksmiðju til framleiðslu á steinull til einangrunar. Að sögn Harðar Jónssonar, formanns gosefnanefndar, kæmi slik verksmiðja til með að kosta um 400 millljónir ’ króna. Fortilboð liggja fyrir i tæki og búnað til framleiðslu á steinull, en viö slika verksmiðju fengju 100 manns atvinnu. Só böggull fylgir þó skamm- rifi, að verksmiðja af hag- kvæmri stærð gæti annað helmingi stærri markaði en hér er fyrir einangrunarefni. Ljóst er, að einangrunar- markaðurinn i V-Evrópu stækkar á næstu árum vegna hækkunar á oliu, þannig að markaður virðist fyrir hendi, en nokkur stór fyrirtæki ráða þessum markaði, og þvi er ástæða til að kynnast honum, áður en endanleg ákvörðun er tekin. Gosefnanefnd leggur til, að gerð verði markaðs- athugun á sölu steinullar, samhliða athugun á markaði fyrir perlustein og afurðir úr honum. Steinull er ódýr vara, og er áhugi fyrir hendi að framleiða fleira en hana. Gosefnanefnd Framhald á bls. 13 SLONGUR BARKAR TENGI C 216. tölublað — Sunnudagur 3. nóvember — 58. árgangur Landvélar hf • Jn 'i - Átitr* -Ím4u«*k Wy V r iU. ■ .. . ...... 1 ■ - ■■ ■■ .rft\ríWf“.“f-'■■ / >m. * r ■ I Jjfc < -r~ Ijf* .jr r* ?- p 'H.' / \ ‘ \ ■ \ Frumteikning að Hóladómkirkju, sem gerð var 1757. Kirkjan var reist i allbreyttri mynd, og var byggingunni lokið 1763. AAerkar minjar í dagsljósið ó Þjóðskjalasafni FRUMTEIKNING HÓLA- DÓMKIRKJU FUNDIN Grunnmynd Halldórukirkju í sama skjalapakka OÓ—Reykjavik — Komnar eru i leitirnar á Þjóðskjalasafni frum- teikningar að Hóladómkirkju, sem lokiö var viö að byggja árið 1763, og jafnframt grunnmynd af svonefndri Halidórukirkju, sem reist var 1628. Teikningar þessar komu I ljós, er Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður opnaði pakka, sem kom til safnsins I skjalasendingu frá Skjala- og kirkjustjórnarráöinu i Danmörku árið 1928. Aðalgeir sagði, að ekki væri óeðlilegt þótt teikningarnar hefðu legið óhreyfðar allan þennan tima, þvi á Þjóðskjala- safni væru mikil þrengsli og tak- markaður vinnukraftur, og færi langmestur timinn i kirkjubækur. Hörður Ágústsson listmálari hefur rannsakað þessar teikn- ingar, og sagði hann blaðinu, að þær væru einstakar i sinni röð og mikill fengur að þeim. Höröur kvaðst hafa verið búinn að teikna Margrétarkirkju upp, og hefði hann þar stuðzt viö úttekt kirkjunnar, og bæri teikningun- um vel saman. Halldórukirkja var kennd viö Halldóru dóttur Guðbrands Magnússonar biskups, en bygging kirkjunnar var henni mikið áhugamál. Teikningin sem fannst er af grunnmynd kirkjunnar, og er gerð af Sabensky, þýzkum múr- meistara, sem reisti þá kirkju, sem enn stendur á rústum hinnar fyrri, sem var rifin 1759. Þá sagði Hörður, að mikill fengur væri að frumteikningum núverandi Hóladómkirkju, sem arkitektinn Laritz De Thura gerði. Vitað var, að fram- kvæmdar voru miklar breytingar á kirkjunni i byggingu, og stóðu þeir Sabensky múrmeistari og Gisli Magnússon biskup fyrir þeim. T.d. er forkirkjan ekki á frumteikningunni, og innrétting er allt önnur. Vitað var, að kirkjan var ekki byggð nákvæm- lega eftir teikningunni, en hve miklu og hverju var breytt vissu menn ekki, þrátt fyrir miklar rannsóknir, en nú þarf ekki að fara i neinar grafgötur með það hvernig arkitektinn ætlaöi að láta smiða Hóladómkirkju. Sjó nánar í viðtali við Hörð Ágústsson bls. 20—21 Grunnmynd Sabinskys múrmeistara að Halldórukirkju, sem reist var á Hólum 1628 og rifin 1756.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.