Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 29

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 29
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. . Tt-MINN.' 2? Horfur á sölu fiskmjöls og loðnulýsis HJ—Reykjavik — Þess er oft getið, að islendingar séu fisk- veiðiþjóð, sem byggi afkomu sfna á sjávarafurðum, vinnslu þeirra og útflutningi. Það hefur þvi ekki litil áhrif á þjóðarhag og afkomu þjóðarbúsins yfirleitt, ef ein- hverjir markaðir sjávarafurða okkar bregðast eða verð á mörk- uðum er lægra en ráð hafði verið fyrir gert. Mikið hefur verið rætt um fisk- mjölsmarkaði okkar undanfarið. Lágt verð á loðnumjöli hefur rikt á mörkuðum og litið verið um góðar sölur, enda eindæma deyfð i markaðsmálum. Til þess að gefa lesendum kost á að fylgjast með þvi, er efst er á baugi i þessum málum, fékk Timinn leyfi Sveins Benediktssonar, formanns stjórnar félags islenzkra fisk- mjölsframleiðenda, til að birta eftirfarandi grein hans, er birtist i dreifibréfi Félags isl. fiskmjöls- framleiðenda, sem út kom þriðju- daginn 29. október. Mjölmarkaðurinn Þess var getið i dreifibréfi Félags isl. fiskmjölsframleiðenda (FIF) nr. 7/1974 frá 3. september, að i timaritinu Oil World hinn 23. ágúst s.l. væri það haft eftir landbúnaðarráðuneytinu banda- riska (USDA), að uppskeruhorfur væru góðar fyrir sojabaunir og að eðlilegt hitastig, ásamt úr- komu, hefði skapað þeim eðlileg vaxtarskilyrði. 1 þessu dreifibréfi FIF sagði enn fremur: ,,Þá er þess getið i frásögn Oil World, að það kynni að hafa mjög slæm áhrif á uppskeruna, einkum maisinn, ef frost yrðu fyrr á ferðinni en I venjulegu ári, þar sem þurrkarnir hafa tafið vöxtinn”. Mjög miklir þurrkar höfðu verið i aðal kornræktarfylkjum Bandarikjanna, þar til rigninga- tið hófst hinn 1. ágúst. I lok þurrkanna miklu tilkynntu Aðalstjórn Dómarafélagsins endurkjörin AÐALFUNDUR Dómarafélags Reykjavikur var haldinn i húsa- kynnum Hæstaréttar íslands 24. október s.l. 1 félaginu eru allir skipaöir hæstaréttardómarar og héraðsdómarar i Reykjavik, hér- aðsdómarar, sem skipaðir eru við embætti bæjarfógeta og sýslumanna, rikissaksóknasi og hæstaréttarritari. A dagskrá voru venjulega aðal- fundarstörf. Sérstakleg. urðu miklar umræður um kjaramál dómara. Aðalstjórn félagsins var öll endurkjörin, og skipa hana, Björn Þ. Guðmundsson borgar- dómari, formaöur, Haraldur Henrýsson sakadómari, Magnús Thoroddsen borgardómari, Már Pétursson héraðsdómari og Unn- steinn Beck borgarfógeti. Úrslit í bridge NÝLEGA ER lokið meistara- keppni Bridgefélags Reykjavikur i tvimenningi. Að lokinni harðri lokabaráttu báru sigur úr býtum þeir Guðiaugur R. Jóhannsson og örn Arnþórsson með 1187 stig. I öðru sæti voru Einar Þor- finnsson og Hjalti Eliasson (1183), og I þriðja sæti Guð- mundur Pétursson og Karl Sigur- hjartarson (1172). I þremur efstu sætunum urðu fimm af þeim sex spilurum, sem skipa landsliðið, en það er um þessar mundir að hefja keppni I Evrópumótinu iTel Aviv i Israel. Unglingaverðlaunin féllu i hlut Einars Guðjohnsen og Guðmund- ar Arnasonar, og hefðu margar gamlar kepmur þakkáð fyrir að fá þeirra skor Meðalskor var 990. Perúmenn — er útlit var fyrir al- varlegan uppskerubrest i Banda- rikjunum — að þeir hefðu hækkað verð á fiskmjöli, er þeir höfðu þá um tima selt á tæpa fjóra banda- rikjadollara eininguna, upp i 6,56- 7,03 dollara proteineininguna i tonni cif Evrópuhafnir. Var þessi hækkun ákveðin með tilliti til þess háa verðs, sem þá var á sojabaunum. Perúmönnum tókst ekki að selja eitt einasta tonn á þessu verði, og þann 27. ágúst tilkynntu þeir lækkun niður I 5.000 dollara proteineininguna, Laust eftir miðjan september s.l. seldi Epchap, fiskmjölseinka- salan i Perú, tveim stórum fisk- mjölsinnflytjendum I Þýzkalandi proteineininguna i tonni á 3,80 dollara cif. I septembermánuði, einkum siðustu daga mánaðarins og I byrjun óktóbermánaðar, hafði mikil hækkun á sojabaunum, kornvörum og fleiri vörum á vörumarkaðnum i Chicago leitt til aukinnar eftirspurnar á fisk- mjöli. Tókst þá að selja um 11.000 tonn af loðnumjöli af gömlum birgðum, en um 10.000 tonn eru enn óseld. Verðið var frá 4,30 doll- urum hver proteineining i tonni upp I 5,15 dollara. Nokkur hundruð tonn af loðnu- ' mjölinu seldust á 5,00 dollara eða meira, en meginhlutinn á verði, sem nam 4,30 til 5,00 dollurum einingin. Það voru ekki uppskeruhorfur- nar i Bandarikjunum einar, sem mótuðu verðlagið á vörumark- aðnum i Chicago. Þar gætti og áhrifa frá uppkaupum Rússa á kornvörum i Bandarikjunum og frá ákvörðun Fords forseta um að útflutningsleyfi þyrfti til, þess að flytja korn og fóðurvörur úr landi. Einnig höfðu ákvarðanir um aðstoð Bandarikjanna með sendingum mat- og fóðurvara til landa þar sem hungursneyð var, áhrif á markaðinn, svo og uppskera I örðum löndum. Einnig hafa „spekúlasjónir” á Chicagomarkaðnum mikil áhrif á verðlagið. Þá hefur landbúnaðar- kreppa I ýmsum löndum áhrif á markaðinn. Framleiðsluhorfur i Perú og öðrum löndum, sem framleiða fiskmjöl i stórum stil, hafa að sjálfsögðu áhrif á fiskmjölsmark- aðinn. Eftir 7. október dofnaði að nýju yfir loðnumjölsmarkaðnum, I bili að minnsta kosti, þvi nær engar sölur hafa farið fram á loðnumjöli siðan. 1 timaritinu Oil World, sem út kom 25. þ.m. segir svo um fisk- mjölið m.a.: „Verðið hélt áfram aö lækka i síðustu viku. Vikan mótaðist af mjög litilli eftirspurn og af þvi að nær engin viðskipti fóru fram á þessari vöru”. 1 lok frásagnar sinnar af fisk- mjölinu segir timaritiö: „Tölur Epchap hafa veriö not- aðar af Oil World á sama hátt og aðrir sem hlut eiga að mark- aðnum nota þær. En Oil World vill vekja athygli á þvi ósamræmi, sem er á milli upplýsinga frá opinberum stofnunum i Perú”. Mikil óvissa rikir nú um sölu- horfur á loðnumjöli og öðru fisk- mjöli, þótt horfur virðist nú betri en þegar dekkst var i álinn upp úr miðjum september s.l. Sala á loðnulýsi. Verð á jurtafeiti er enn mjög hátt. Ekki er kunnugt um fyrir- framsölur á loðnulýsi, til afhend- ingar á timabilinu frá febrúar til april 1975, til viðbótar þeim, sem taldar voru i siðasta deifibréfi frá 15. október, aðrar en sölu Sildar- verksmiðja rikisins hinn 15. októ- ber á 2.000 tonnum fyrir 540.00 dollara tonnið cif, með fyrirvara um framleiðslu. Hafa þá verið seld fyrirfram samtals um 12.300 tonn af loðnu- lýsi frá vertiðinni 1975 með fyrir- vara um framleiðslu. lónvarpstæki FULL AF TÆKNI-NÝJUNGUM Q ^XS ÓrdíTIende SKÖRP MYND GÓÐUR HLJÓMUR Svart/Hvít fró kr. 35.000 til 50.000 Litasjónvörp fró 125.000 til 230.000 Skipholti 18 * Sími 23-800 Brekkugötu 9 Klapparstíg 26 * Sími 19-800 Sími 2-16-30 REYKJAVÍK AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.