Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 40

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 40
Ttmlnner peningar Auglýsif iTfmanum GBÐI fyrirgódan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Landnámuhandrit í vand- aðri Ijósprentaðri útgáfu 1 ii ^Sunnudagur. 3. nóvember 1974.j Hætta kaupmenn að selja HJ — Reykjavlk. Megn óánægja hefur um árabil veriö rikjandi meöal kaupmanna vegna smá- söluálagningar á tóbaki, sem þeir segja allt of lága. Aldrei hefur óánægjualdan þó risiö jafnhátt og nú, og er svo komiö, aö nokkrir kaupmenn hafa gefizt upp á aö selja tóbak. Fjöldi annarra hefur á oröi, aö veröi engin bót á i þess- um málum, muni þeir hætta inn- an tiöar. Tlminn hafði samband viö nokkra kaupmenn, sem hafa eða hafa haft tóbaksvörur á boöstóln- um. Alls staöar var sama hljóðiö i strokknum og uppgjafartónninn áberandi. Agúst Sigurðsson, verzlunar- stjóri I Tóbaksverzluninni London viö Austurstræti, kvaöst hafa gef- izt upp við aö kaupa inn tóbaks- vörur fyrir 2 mánuöum. Siöan heföi hann verið að selja upp lag- erinn, en nú væri ekki lengur neitt tóbak að fá i tóbaksverzluninni. Hann kvaö viðskiptin, að visu, hafa minnkað nokkuö eftir aö hann hætti sölu á vindlum og vindlingum, en þó alls ekki svo mikið, að hann hygðist taka upp sölu á þeim varningi á ný, með ó- breyttri álagningu. Alagningin er ekki nema rúm 10%, sagöi Agúst, og við innkaup- in þarf annaðhvort að staðgreiða vöruna eða missa þann 3% af- greiðsluafslátt, sem veittur er, ella. Auk þess þarf að borga sölu- skattinn fyrirfram og eru þetta einu vörutegundirnar, sem þess þarf við. Ætið verður að hafa gif- urlega mikinn og dýrmætan tóbakslager fyrirliggjandi og það svarar hreinlega alls ekki kostn- aði að binda svo mikið fjármagn I þessum vörum. Mér reiknast svo til, að týnist eöa glatist einn pakki úr kartoni, sem alltaf getur komið fyrir, þurfi kaupmaðurinn að greiöa 68 krónur með hverju kar- toni. Aðspurður, kvaðst Ágúst alls ekki munu breyta nafni verzlunar innar, þótt þar væri nú ekkert tóbak að fá. — Það er nefnilega mjög góð auglýsing að vera eina tóbaksverzlun bæjarins, sem ekk- ert tóbak hefur á boðstólnum, sagði Agúst að lokum. Hörður Jóhannsson, kaupmaö- ur I Sólveri, sagðist hafa hætt aö selja tóbak um nokkurn tima, en væri nú byrjaður aftur vegna ein- dreginna tilmæla viðskiptavina sinna. — Þetta er eingöngu þjónusta af minni hálfu, þvi að það svarar alls ekki kostnaði að hafa tóbaks- vöru á boðstólum. Álagningin hefur farið lækkandi með hverju árinu og hún hefur lækkað sjálf- krafa við hverja gengisfellingu. Ekki eru nema 10 ár siðan hún var u.þ.b. 20%, en er komin niður i 10% núna. Hún þyrfti að vera minnst 12-15% til að standa undir kostnaði, og varla að borgi sig að selja tóbak fyrr en álagningin er komin upp i 20%. Þeir kaupmenn aðrir, sem Timinn hafði tal af tóku f sama streng. Þeir höfðu allir heyrt ein- hvern ávæning af þvi, að tóbak færi nú að hækka einu sinni enn, og að jafnframt myndi álagning lækka um leið. Voru þeir allir sammála um, að gerðist sllkt væri aðeins um eitt að ræða fyrir þá, þ.e. að hætta algjörlega sölu á tóbaki. Timinn bar mál þetta undir Jón Kjartansson, forstjóra Afengis- og tóbaksverzlunar rikisins. Sagöi Jón, að smásöluálagning á tóbaki væri hér 12,5%, og væri sér ekki kunnugt um neitt annað land i Evrópu, er leyfði svo háa smá- söluálagningu á tóbaki. Auk þess- Framhald á bls. 13 Arið 1970 ritaöi þjóöhátiðarnefnd bréf til Handritastofnunar ts- iands (sem nú heitir Stofnun Árna Magnússonar), og fór þess á leit, aö stofnunin minntist meö ein- hverjum hætti 1100 ára afmælis Is landsbyggöar. Starfsmenn stofn- unarinnar viidu fúslega veröa viö þessum tilmælum, og hafa reynt aö gera þaö meö tvennu móti. 1 fyrsta lagi hefur nú I sumar veriö höfö uppi sérstök þjóöhátiöarsýn- ing handrita, þar sem einkum hafa veriö sýnd hin merkustu heimiidarrit frá fyrstu öidum Is- lands byggöar. Á þessu ári höfum viö islendingar einnig endur- heimt ýmis fögur og mikilsverð handrit, sem sýningargestum hefur gefizt kostur á aö skoöa. t annan staö var taliö hæfa aö minnast afmælisins meö þvi aö gera úr garði vandaða Ijósprent- aöa útgáfu flestra handrita Land- námabókar. Landnáma er til i tveimur mið- aldagerðum og broti hinnar þriðju. Elzt er svonefnd Sturlu- bók, samin af Sturlu Þórðarsyni sagnaritara (d. 1284). Þá er Hauksbók, sett saman af Hauki lögmanni Erlendssyni laust eftir 1300, og frá svipuðum tima er Melabók, sem mun vera eftir Snorra Markússon á Melum I Melasveit (d. 1313). Melabók er að mögu leyti upprunalegust allra Landnámugerða, en þvi miður aöeins varðveitt I brotum á ' w}*.' * .r- tveimur skinnblöðum. Auk þess má fá nokkra hugmynd um hana af svonefndri Þóröarbók, en það er samsteypa frá 17. öld gerð af séra Þórði Jónssyni i Hitardal. Þórður studdist við Melabók á meðan hún var heilli en nú er, en fór þó að mestu eftir Skarösár- bók.sem er önnur samsteypa frá 17. öld, sett saman af Birni Jóns- syni I Skarðsá eftir Sturlubók og Hauksbók. I hinni nýju útgáfu eru ljós- prentuð nálega öll handrit Land- námu, sem gildi hafa. Sturlubók er aðeins varðveitt I pappirseftir- riti séra Jóns Erlendssonar, sem var prestur i Villingaholti á 17. öld. Hauksbók er að nokkrum hluta til I eiginhandarriti Hauks sjálfs á 14 skinnblöðum, en þegar þeim sleppir, er aðeins um að ræða eitt eftirrit, sem einnig er gert af séra Jóni Erlendssyni, og er það i nýju útgáfunni ljósprent- að I heilu lagi á eftir skinnbókar- brotinu. Þá eru þar að sjálfsögðu prentuð skinnblöðin tvö úr Mela- bók. Þórðarbók er varðveitt i eiginhandarriti séra Þórðar, sem ljósprentað er aftast i nýju útgáf- unni. Eina Landnámugerðin, sem ekki var unnt að gera full skil I þessari útgáfu, er Skarðsárbók, en hún hefur lika minnst gildi, þar sem hún er sett saman úr tveimur gerðum, sem báðar eru varð- veittar, eins og fyrr segir. Skarösárbók er ekki til i frumriti Björns á Skarðsá, en hinsvegar i allmörgum eftirritum. Svo vel vill til, að eitt þessara eftirrita ber langt af öðrum, og er það rit- að laust fyrir 1700 af hinum kunna söguskrifara Asgeiri Jónssyni. Þetta handrit er hér ljósprentað. En vilji menn fá fulla vitneskju um texta Skarðsárbókar, má visa þeim á visindalega útgáfu dr. Jakobs Benediktssonar frá 1958, þar sem gerð er grein fyrir öllum handritum. Inngang þessarar nýju ljós- prentunar ritar dr. Jakob Bene- diktsson, og fylgir ensk þýðing eftir Jóhann S. Hannesson menntaskólakennara. Aftan við innganginn er sérstakur „lykill” til að hjálpa mönnum að nota út- gáfuna. Er þar skrá yfir kapitula f eldri prentuðum útgáfum Land- námu með tilvisun til samsvar- andi staða i ljósprentuninni. Ef menn vilja lesa frásögn um ein- hvern tiltekinn landnámsmann I sjálfum handritunum ljósprent- uðum, eiga þeir á svipstundu að geta fundið hana með tilstyrk þessarar kapitulaskrár. Ljósprentun handritanna var gerö I Prentstofunni Grafik, en Isafoldarprentsmiðja prentaði inngang og titilblöð. Bókband hefur Hólabókbandið annast. Af hálfu Arnastofnunar hafa þeir Guöni Kolbeinsson og Jónas Kristjánsson haft umsjón með verkinu. Hin nýja Landnámuútgáfa er mikið rit, alls 710 blaðsiður I mjög stóru broti (39x26 sm.). Hún er tvenns konar að gerð: Hluti upp- lagsins, 600 eintök, verða I hinni venjulegu ritröð Arnastofnunar, sem kallast lslenzk handrit. Bókaútgáfa Menningarsjóðs ann- ast afgreiðslu á þessum hluta, en hún hefur aðalútsölu á bókum Arnastofnunar. En hinn hluti upplagsins, 1000 eintök, eru I sér- stakri útgáfu, og er merki þjóðhá- tiöarinnar prentað framan á bandið. Verð þessarar útgáfu er kr. 15.000. Hún verður seld beint frá Stofnun Arna Magnússonar I Árnagarði (simi 255'40), og geta á- skrifendur og kaupendur snúið sér þangað frá og með mánudeg- inum 4. nóvember næstkomandi. Bergstaðastræti Víðimelur Reynimelur Laugarásvegur Efstasund innri hluti Álfheimar Símar 1-23-23 og 26-500 | m ðíí$|Utrs k4 ^xsrrt C. iíJaþ. Qt&i <K oijfej j£ «*, V«ta' i * kkw oyjjF »tt tji *l ^ltty j ru>s« Ií4 Sntá}, k* l-w «131 konu »4^ * u>£.f> % & runt * ** judj at& tsttm 5T |t ij4ft at j(t4» SU TV&liíilit at p" £w>tw! *2 ®C |k« Vm rwrÞ ju*í'>y <sr Jíi kiyjti Vi>4^4 arsáCsiza juan«i- Ct fbugt ítoti | ansaíij-t "3>CC UXXV r,.» '&fcnniu vcm at st rttcfr cr Jlg rtiii. 4« «w+(ta»M kt^iv ^ ÍLft huRum £n jitk> af Vís* juv Lu m <J' ULi Öap tatH 5i Jtótjtw. 0« Ím S'fMf ***** 5.W p* t*. twwtt Jsiw bwliut t b*yui t«n Jfia n tjtut’ £« a t £ (jíttí at fi&um áJtftttin at i juntinu V^ant ttuUi tittknu—' / - ” 4; C Sffuit» janst t hj>ni tlrni# Vat admcús jut't 1 .Vwu iJatjí ttp' m a tii V tui im Lw i JjöjVa Lyu jjftf tn llUttJF ítLiUritj stm. kiwn pv’ Ito&ai jittli L»i LwtJU^nJ. Vfti’ djifct.pí’i 6 «u* Vó-uufe TXcrcfi <£j\ Swftuj' I 9»>ijua* i 3)vrn.'í f. Blaft úr Sturlubók, sem afteins er varftveitt I pappirseftirriti séra Jóns Erlendssonar i Villingahoiti. Jónas Kristjánsson forstöftumaftur Árnastofnunar, Guftni Kolbeinsson og Jakob Benediktsson virfta Landnámuútgáfuna fyrir sér. Tfmamynd Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.