Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 33

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 33
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. TÍMINN 33 eins hratt og hann gat. Þegar hann var kominn út á mitt vatnið, kom tröllið út og kom auga á hann. ,,Ert það þú, sem hef- ur tekið sjö silfur-, endurnar minar?” hrópaði tröllið. ,,Já”, svaraði dreng- urinn. ,,Hefur þú lika tekið ábreiðuna mina, með silfur- og gullrósun- um?” spurði tröllið. ,,Já,” svaraði dreng- urinn. „Kemur þú ekki aftur?” spurði tröllið. ,,Það getur vel verið”, svaraði drengurinn. Þegar drengurinn kom aftur með ábreiðuna með gull- og silfurrósunum, óx hann það i tigninni, að hann varð þjónn konungsins. En við það óx öfund brðra hans og til að hefna sin á honum, segja þeir við hestavörðinn: ,,Nú sagðist bróðir okkar geta náð í gullhörpu tröllsins fyrir konunginn, ef hann bara vildi. Harpan hefur þann eiginleika, að allir verða glaðir, þegar þeir heyra til hennar.” Hestavörðurinn sagði kónginum þetta strax og hann sagði við drenginn: ,,Ef þú hefur sagt þetta, þá skalt þú lika gera það, og ef þú getur það, skalt þú fá dóttur mina og hálft rikið, en ef þú getur þetta ekki, skal ég láta drepa þig.” ,,Ég hef hvorki hugsað það né sagt,” svaraði Kolbitur, en ef engin ráð eru önnur, þá ætla ég að reyna, en ég vil fá sex daga umhugsunar- tima”. Hann fékk það en að þeim tima liðnum varð hann að fara. Hann hafði með sér nagla, prik og kerti, og réri með það yfir vatnið. Þegar hann kom þangað gekk hann þar fram og aftur, þar til tröllið sá hann. „Varst það þú, sem tókst frá mér sjö silfur- endurnar?” hrópaði tröllið. ,,Já,” svaraði dreng- urinn. ,,Það varst lika þú, sem tókst frá mér ábreiðuna mina, með gull- og silfurrósun- um?” sagði tröllið. ,,Já,” svaraði dreng- urinn. Þá tók tröllið drenginn og fór með hann inn i hellinn. ,,Jæja, dóttir min,” sagði tröllið, ,,nú hefi ég loksins handsamað þann, sem tók frá mér silfurendurnar og ábreiðuna, með gull- og silfurrósunum. Láttu hann nú i geitastíuna, siðan skulum við slátra honum og halda veizlu og bjóða vinum okkar”. Hún var til með það, og var Kolbitur i stiunni i viku, og fékk hann bezta mat og drykk, sem maður getur hugsað sér. Þegar vikan var liðin, sagði tröllið við dóttur sina, að hún skyldi fara til stiunnar og skera i litla fingurinn á drengn- um, til að vita, hvort hann væri ekki orðinn feitur. Hún fór til stiunnar og sagði: „Komdu með litla fingurinn þinn’, en Kolbitur rétti út naglann, og hún skar i hann. „Æ! hann er ennþá horaður eins og járn”, sagði tröllsdóttirin, þegar hún kom aftur til pabba sins. ,,Við verð- um að láta hann biða”. Eftir næstu viku rétti Kolbitur út prikið. „Litið batnar hann,” sagði tröllastelpan, „hann er ennþá harður eins og tré”. Viku siðar sagði tröllið dóttur sinni að vita, hvort strákurinn væri orðinn feitur. „Komdu með litla fingurinn”, sagði hún, þegar hún kom til stiunnar. Nú rétti Kolbitur út kertið. „Nú er hann góður,” sagði tröllsdóttirin. „Jæja”, saði tröllið, „þá fer ég að bjóða til veizlunnar en á meðan skalt þú slátra honum, steikja hann og mat- reiða. Þegar tröllið var farið, fór dóttirin að brýna stóran hníf. „Ætlar þú að slátra mér með þessum hnifi?” spurði drengur- inn. „Já”, sagði hún. „En hann er ekki vel beittur”, sagði drengur- inn”, „ég skal brýna hann, svo að hann biti betur. Hún lét hann fá hnifinn, og hann fór að brýna. „Lofaðu mér að reyna hann á fléttunum þinum”, sagði drengur- inn, „ég held að hann hafi batnað.” Hann fékk það. En um leið og hann tók i fléttingana, slátraði hann tröllsdóttur. Kolbitur sauð helminginn og steikti hinn helminginn af tröllsdóttur. Hann bar siðan allt kjötið á borðið. Siðan fór kolbitur I föt tröllsdóttur, en fleygði sinum i eitt skotið. Þegar tröllið kom heim með gestina, bað það Kolbit, sem það hélt að væri dóttir sin, að koma og borða með þeim. „N ei,” svaraði Kolbítur. „mig langar ekki i mat það liggur svo illa á mér”. „Þú kannt ráð við þvi”, sagði tröllið, ' BVGGINGAVÖRUR @-mstrong HLJÓÐEINANGRUNAR - PLÖTURog tilheyrandi LÍM ^rmaplast PLASTEINANGRUN 'Wicand&ig VEGGKORK í plötum KDRKDPLA5T GÓLFFLÍSAR Armaflex PÍPUEINANGRUN (Xfmstrong GÓLFDÚKUR ^ GLERULL „taktu gullhörpuna og spilaðu”. ,, Já, en hvar er hún?” spurði Kolbitur. „Það veizt þú bezt sjálf, þvi að þú lékst á hana siðast, hún hangir þarna yfir dyrunum,” sagði tröllið. Kolbitur lét ekki segja sér þetta tvisvar. Hann tók hörpuna og gekk út og inn og spilaði. Eftir litla stund ýtti hann bátnum sinum á flot og réri af stað eins hart og hann gat. Að nokkrum tima liðn- um frór tröllið að lengja eftir dóttur sinni. Gekk það þvi út, til að vita hvað tefði hana^ Þá sá það drenginn i bátnum, langt úti á vatni. „Ert það þú, sem tókst frá mér sjö silfur- endurnar?” hrópaði tröllið. „Já,” svaraði Kolbit- ur. „Það ert þú, sem tókst líka ábreiðuna mina, með gull- og silfurrósun- um?” „Já,” svaraði Kolbit- ur. „Hefur þú lika tekið gullhörpuna mina?” orgaði tröllið. „Já ” svaraði Kolbit- ur. Er ég þá ekki búinn að éta þig?” Fyrstir á morgnana „Nei, það var dóttir þin, sem þú varst að éta”, svaraði Kolbitur. Þegar tröllið heyrði þetta, sprakk það af reiði. Þá réri Kolbitur aftur til heíísins, og tók það af gulli og silfri, sem báturinn bar, og fór með það heim i konungsrikið. Þegar hann hafði skilað gullhörpunni, fékk hann konungsdótt- urina fyrir konu og hálft rikið, eins og konungur- inn hafði lofað honum. Við bræður sina breytti Kolbitur vel, þvi að hann hélt, að þeir hefðu viljað sér vel með þvi að segja þetta, sem þeir höfðu sagt. (Þýtt úr norsku) ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM HJÓLBARÐA- VIÐGERÐ HAFNARFJARÐAR JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyr- vinsælasfa og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Muniö Johns-Manville i alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. I sólbaði allt árið — hvernig sem viðrar ASTRALUX Orginal Wienna Ljóslampar útfjólubláir og infrarauðir. Fást í raftækjaverzlunum i Reykjavík, víða um land, og hjá okkur. ASTRALUX UMBOOIÐ: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.