Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. TÍMINN 19 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i iausasölu kr. 35.00. Áskriftargjaid kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Jack Anderson, New York Post: Stóraukin leit að nýjum orkugjöfum Úr skýrslu Orkustofnunar Bandaríkjanna Fjárlögin Hægra er að kenna heilræðin en halda þau. Sennilega mun ýmsum flögra þetta i hug, þegar þeir lesa fjárlagafrumvarpið fyrir 1975. Sjálf- stæðismenn hafa á undanförnum þingum reynt að gera mikinn hávaða i tilefni af þvi, að fjár- lagafrumvörpin hafa farið hækkandi. Nú er hækkunin 65%, þegar miðað er við fjárlagafrum- varpið fyrir 1974, eins og það var lagt fram, en 52%, ef miðað er við afgreiðslu þess. Þetta er al- gjört hækkunarmet. Sennilega hefði talan 65% náð yfir alla forsiðu Morgunblaðsins, þegar það skýrði frá fjárlagafrumvarpinu, ef vinstri stjórn- in hefði verið áfram við völd og Halldór E. Sig- urðsson enn fjármálaráðherra. í staðinn sagði Mbl. nú mjög hóflega frá frumvarpinu á baksiðu. Þetta er ekki sagt til að deila á það fjárlaga- frumvarp, sem nú hefur verið lagt fram. Það ber, eins og fjárlagafrumvörp fyrri ára, svipmót verðbólgunnar. Þess vegna hækkar það af ástæð- um, sem fjármálaráðherra ræður ekki við. Allir flokkar hafa verið sammála um að auka framlög til margvislegrar félagslegrar þjónustu, eins og trygginga, heilbrigðismála og kennslumála. Nær öll þessi útgjöld eru bundin i sérstökum lögum, sem móta fjárlagagerðina. Núverandi fjármála- ráðherra hefur hvorki getað né viljað lækka þessi framlög. Það er þvi ekki rétt að deila á hann, þótt útgjöld fjárlagafrumvarpsins hækki um 65%. Hins vegar sýnir þetta hve óréttmætar og öfugar ádeilur Morgunblaðsins og Visis hafa verið að ráðast á fyrrverandi fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, vegna hækkunar á fjárlagafrum- varpinu. Vafalitið væru ritstjórar þessara blaða nú þakklátir, ef þeir hefðu skrifað gætilegar um það efni en þeir gerðu. Forustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa heldur ekki sparað stór orð um það, að hægt væri að draga úr rikisútgjöldum. Þeir hafa hins vegar varazt að benda á, hvað ætti að lækka. Fjárlaga- frumvarpið fyrir 1975 skýrir á vissan hátt vel, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki borið fram neinar beinar lækkunartillögur. Sú litla lækkun, sem þar er gerð, er nær eingöngu á framlögum til verklegra framkvæmda. Það verður aldrei komizt langt á þeirri braut, nema ætlunin sé að koma á kyrrstöðu og atvinnuleysi i landinu. En það er ekki takmark núverandi stjórnar, heldur að tryggja atvinnuöryggi og framfarir I landinu. Þegar menn íhuga útgjaldahækkun nýja fjár- lagafrumvarpsins, verður það áreiðanlega ljós- ara, að fyrrverandi fjármálaráðherra hefur haldið vel á málum, þvi að hann þurfti ekki að- eins að glima við verðbólguna, heldur miklar framfarakröfur eftir langt undangengið kyrr- stöðutimabil. 1 hans tið var mörgum þessum kröfum fullnægt, og verður starf eftirmanns hans þvi auðveldara en ella. Þá hafði hann komið fram nauðsynlegri lækkun tekjuskattsins, og jafnframt tryggt þannig tekjuöflun rikisins, að ekki virðist nú þörf aukinna skatta. í sambandi við fjárlagafrumvarpið nýja munu Framsóknarmenn fagna sérstaklega margföldun framlagsins til Byggðasjóðs, þvi að þar hefur þeim tekizt að koma fram máli, sem þeir hafa lengi barizt fyrir. Veröur Ford forseti aö gripa til oliuskömmtunar? OLÍUKREPPAN breytir ekki einungis efnahagslífi þjóðarinnar heldur einnig um- hverfinu. Hækkaö ojiuverð hefir knúið Bandarikjamenn til leitar að nýjum orkulindum. Sú leit og árangur hennar hlýtur að hafa róttækar breytingar i för með sér. Orkustjórn samrikisins hef- ir framkvæmt umfangsmikla könnun og samkvæmt niður- stöðum hennar valda breytingarnar fjölgun námu- slysa, fækkun bilslysa og auknum hávaða frá iðnaði. En leitin leiðir einnig til notkunar hljóðlausrar sólarorku. Ef til vill verða til nýjar gull- grafaraborgir við oliuvinnslu úr leir, og þar verða hrein- lætisaðstaða og hollustuhættir fyrir neðan allar hellur. Og að lokum getur leitin að nýjum orkulindum valdið jarð- skjálfta. MÉR hafa borizt I hendur leynileg drög á mörg hundruð blaðsiðum. úr þessum drög- um verður unnin heildar- skýrsla, sem á að koma út i næsta mánuði á vegum Orku- stofnunar samrikisins. Hér verður i stuttu máli drepið á sumt af þeim áhrif- um, sem gert er ráö fyrir að hin nýja framvinda hafi á holl- ustuhætti og öryggi manna. Þegar olian hækkar i verði og verður torfengnari munu Bandarikjamenn aka minna en áður i bilum og minnka hit- ann á heimilum sinum. „Þeg- ar minna verður treyst á einkabilinn en áður fækkar bilslysum og mengun frá út- blæstri bilvéla minnkar”, seg- ir i drögunum að skýrslunni. „Einnig má gera ráð fyrir heilsusamlegum áhrifum lækkaðs húsahita”. En þá kemur að þvi, að menn munu sennilega ein- angra ibúðarhús sin betur en áöur, en það veldur „tregari útloftun óhollustu frá tóbaki, gasofnum o.s.frv.” Aukin borun eftir oliu undan austurströnd Bandarikjanna og meðfram ströndum Alaska eykur á slysahættu verka- manna og aukinn oliuleki „getur valdið aukinni hættu á heilsutjóni ef oliuefnin komast i fisk eða skelfisk”. „KOL eru óhreinni en nokk- ur annar orkugjafi”, segir einnig I drögunum. „En þau geta eigi að siður orðið al- gengur orkugjafi til bráða- birgða, meðan verið er að koma upp kjarnorkustöðvum, vinnslu oliu úr leir, sólarorku- stöðvum eða bora eftir jarð- hita.” Við kolanám vinna 125 þús- undir manna og þeir „búa við meiri hættu á heilsutjóni og minna öryggi en nokkrir aðrir vinnandi menn”. Þessir menn mega búast við enn aukinni hættu á lungnasjúkdómum, heyrnarskemmdum og slys- um. Aukin kolanotkun þýðir aukna hættu á heilsutjóni og manndauða vegna mengung- ar. Háir reykháfar hjálpa ekki, hvað sem forráðamenn orkuveranna segja. Gjalleld- ar, efnaleki og aðrar af- leiðingar aukinnar kola- notkunar munu einnig spilla andrúmslofti og eitra það. Könnun á asmasjúklingum leiöir til dæmis i ljós, að sjúk- lingar fá þess tiðari köst sem þeir dvelja nær kolakyntri orkustöð. Fimmta hvert barn i námunda slikra stöðva gengur með silicosis. Kolakyntum orkustöðvum hlýtur að fjölga afar mikiö. MEÐAN leitin að nýjum orkulindum stendur sem hæst munu verkamenn, sem vinna oliu úr leir, eiga yfir höfði sér „mikið ryk, hávaða og tiö slys”, svo að ekki sé minnzt á eiturefni. Sum þessi efni geta valdið krabbameini og af- rennslisvatn unnins leirs gæti einnig borið meö sér sýkingar- hættu. „Verulega aukin vinnsla oliu úr leir gæti leitt til bygg- ingar stórra skyndiborga”, segir einnig I skýrsludrögun- um. „Þar verður að sjá um fullnægjandi læknisþjónustu og hreinlætisaðstöðu ef halda á almennu heilsufari i horfi.” „Sólin er hreinasti orkugjaf- inn og sólarorkan hættu- minnsta orkan”. Þó er hugsanlegt heilsutjón af völd- um efna, sem nota þarf við nám geislanna. VATNSORKA er að heita má laus við að valda verulegri heilsufarshættu. Hætta er varla fólgin i öðru en hugsan- legum bilunum á stiflum. Fastur úrgangur verður sennilega notaður sem elds- neyti við orkuvinnslu. Það hlýtur að greiða mjög fyrir út- rýmingu „óvarinna úrgangs- hauga, sem eru einhverjar stórvirkustu klakstöðvar skordýra og nagdýra, sem eru mikilvirk við sýkladreifingu”. Bruni úrgangs eykur hins veg- ar verulega á loftmengunina. „Kjarnorka er afar hreinleg orka hvað loftmengun áhrær- ir”, segir i drögunum. „Notkun hennar er eigi að sið- ur heilsu manna hættulegri en öll önnur orkuvinnsla. Allir eru móttækilegir fyrir geisla- virkni og áhrif hennar, svo sem krabbamein og annan < háska, sem stytt getur ævi manna”. „FRAM til þessa hefir ekki orðið vart hættulegrar geisla- virkni frá kjarnorkustöðvum, sem starfræktar eru I Banda- rikjunum”, en þær eru fimm- tiu að tölu. Eru þær taldar hættuminni fyrir heilsu manna en orkustöðvar, sem brenna kolum eða oliu. „En ekki er unnt að láta sem vind um eyru þjóta” þann gifurlega háska, sem stafað getur af plutonium, en hinn minnsti leki þess getur valdið beinkrabba. Eitt af þvi, sem komið getur i stað oliunotkunar er hugsan- leg beizlun hitans frá iðrum jarðar. Þannig væri hugsan- legt að höndla, dýrmæta gufu,en samhiiða henni losn- uðu þá úr læðingi jarðar fjöl- mörg efni, sem valdið geta mjög alvarlegum házka. BORUN eftir jarövarma er afar hávaðasöm og getur valdið heyrnarskemmdum eða heyrnarmissi. „Ekki er vitað með neinni vissu, hvern hlut borun eftir jarðvarma getur átt i þvi að koma af stað jarðskjálfta”, segir i skýrslu- drögunum. „Ekki verður þó alveg fram hjá þvi gengiö, að slik vinnsla geti valdið alvar- legum jarðhræringum”. Ljóst er af skýrsludrögun- um, að aukin orkuvinnsla i Bandarikjunum hljóti að auka á hættulegan úrgang eins og sót, sölt, sýrur, tjöru, ryk, brennisteinsgufur, köfnunar- efni og margskonar óhreinindi i andrúmsloftinu. A það er bent i drögunum, að afleiðingar alls þessa geti orðið svo alvarlegar, að ein- staklinginn langaöi til að hverfa að nýju aftur til tima- bils hestvagnanna og hinna tvibreiðu rúma með þreföldu ábreiðunum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.