Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur. 3. nóvember X974. TÍMINN 7 Frægar byggingar Sacre-Coeur er fegurst, þegar hún er séö neðan úr borginni eða úr Eiffelturninum. Kirkjan hefur verið harðlega gagnrýnd og m.a. kölluð „stærsta isterta heims” r i París ...er ein af siðustu stóru kirkjunum, sem byggðar voru i Evrópu. Þrátt fyrir það, að hún var ekki vigð fyrr en á þessari öld, er hún, ásamt Eiffeltuminum, orð- in að eins konar kennimerki Parisarborgar. KAUNALEGUR endir fransk- þýzka striðsins árið 1870 varð upphafið á byltingu i Frakkiandi — Parisarkommúnunni og blóð- ugu vikunni, þegar sveitir MacMahons hershöfðingja börðu niður uppreisnina og brytjuðu niður þúsundir Parisarbúa. t ör- væntingu kveiktu Ibúar borgar- innar I Tulerie-höllinni, Palais Bourbon, ráðhúsinu og fleiri opin- berum byggingum, og tóku auk þess af lifi Darboy, erkibiskup Parisar. Uppi á Montmartre, nokkurn veginn þar sem Sacre Coeur stendur nú, hafði þjóðvarðliðið komið fyrir 170 fallbyssum til að skjóta á þýzku hersveitirnar, sem sátu um borgina. Þegar hershöfð ingjarnir Lecomte og Thomas ætluðu að flytja byssurnar burt eftir að vopnahlé komst á, féllu þeir i hendur æsts múgsins og voru dæmdir og teknir af llfi á staðnum. Eins og svo oft áður lifðu Parisarbúar i blóðvimu. Iðrunarkirkja Þegar þriðja franska lýðveldið hafði verið stofnað og litið var til baka yfir blóðuga daga byltingar- innar og hryðjuverkin, sem þá voru unnin, tóku góðar, kaþólskar sálir að iðrast. Menn fóru að ræða fram og aftur um, hvernig hægt væri að gera yfirbót fyrir illvirk- in. Komið var á fót nefnd, sem var falið það verkefni, að safna peningum til að byggja iðrunar- kirkju, sem reisa skyldi á „La Butte”, 130 metra hárri klöpp Montmartre. Arið 1873 ákvað þingið að gera málið að máli allra landsmanna. Samkeppni fór fram meðal arki- tekta, og Paul Abadie, 61 árs þekktur arkitekt, bar sigur úr býtum. Meðan Abadie teiknaði kirkj- una sina, safnaði nefndin 45 millj- ónum franka frá 3 milljónum iðr- andi Frakka. En árangurinn af erfiöi Abadies hefur verið harð- lega gagnrýndur. Sjálfur sá hann aldrei kirkjuna rfsa, þvi hann lézt meðan mestur hluti hennar var enn neðanjarðar. Abadie kallaði ■ kirkjuna róm- versk-byzantiska hvað stilinn snerti. Aðrir hafa gefið henni ó- glæsilegri lýsingar, svo sem „stærsta isterta heims” eða „risatertan á Montmartre”. En hvað sem segja má um gildi Hvolfþakið yfir háaltarinu með stórkostlegu mósaikmyndinni, sem sýnir Krist með hið heiiaga, brenn- andi hjarta. byggingarstils kirkjunnar, verð- ur það að játast, að þegar maður sér hana frá Eiffelturninum eða gengur upp tröppurnar að Mont- martre, er eitthvað glæst yfir þessum aragrúa kúpla og turla. Byggingin hófst árið 1876 og gekk hægt. Það var ekki bara að kenna stærð verkefnisins, en kirkjan er 100 metra löng, 50 metra breið og 83 metra há, held- ur hinu, að ekki hafði verið tekið með i reikninginn að Mont- martre, eins og reyndar stórir hlutar Parisar, er holt innan. Tal- ið er, að tiundi hluti yfirborðs borgarinnar sé aðeins skurn yfir holrúmi. Um hundruð ára hafa Montmartre og iður Parisar verið notuð sem grjótnámur og djúpar gjár og hellar ganga langs og þvers gegnum „La Butte”. Það reyndist þvi nauðsynlegt, áður en kirkjan risi, að fylla aftur upp holrúmin i fjallinu með stein- steypu. Sem undirstaða undir kirkjuna voru auk þess grafnir 83 djúpir skurðir, sem i voru settar steinsúlur, og siðan fyllt i kring með steypu. Þetta gerði Mont- martre mun traustari en áður, og ibúarnir þar uppi önduðu léttar. Þeir höfðu verið farnir að óttast, að hús þeirra dyttu „gegnum skurnina” og höfnuðu L iðrum jarðar. Það tók 34 ár að byggja Sacre- Coeur, og það var ekki fyrr en 1910 að dómkirkjan stóð þarna i allri sinni dýrð. Hún var vigð sem pilagrimskirkja árið 1919. Pila- grimakirkja þýðir, að hún er kirkja alls Frakklands, ekki að- eins sóknarkirkja fyrir Mont- martre, eða Parisarbúa sérstak- lega. Hún þjónar tilgangi sinum sem pilagrimakirkja enn þann dag i dag, þvi að allir trúaðir Frakkar frá norðurhluta lands- ins, sem fara i pilagrimsferðir til heilsulindanna i Lourdes i S- Frakklandi, koma ætið við i Sacre-Coeur til að biðjast fyrir undir hvolfþakinu mikla, þar sem stór Kristsmynd úr mósaiki bein- ir geislanum frá „hinu heilaga hjarta” niður yfir kirkjugesti. Hið heilaga hjarta Trúarflokkur þeirra, sem tilbiðja Le Sacre-Coeur (Hið heilaga hjarta), hefur verið til siðan 1674. Þá sá abbadisin i klaustrinu á Montmartre Krist i opinberun. Hann stóð eins og kross með út- rétta blessandi arma, og i opnu brjósti hans logaði lýsandi hjarta innan i þyrnikransi. Hlý rödd talaði til abbadisar- innar og sagði henni, að það væri kærleikur manna i milli og gagn- kvæm bliða, hjálpsemi, tillits- semi og skilningur, sem væri það mikilvægasta i lifinu. Ekki var að undra þótt fólk langaði til að þvo eitthvað af blóðinu og skömminni burtu eftir fjöldamorðvikuna i Parisarkommúnunni. Kirkjan er byggð sem ferhyrnd krosskirkja, með sinu hvolfþaki i hverju horni og einu stóru i miðj- unni. Að baki henni er klukku- turn. sem ekki sést, þegar komið er neðan frá Willette-torgi eða stendur framan við kirkjuna. 1 turninum er ein af stærstu klukk- um heims, Savoyarde, sem er 18.835 kiló að þyngd og steypt i Anecy árið 1895 sem gjöf frá ibú- um Savoya. Til viðbótar þessum 191estum er svo kólfurinn, sem er 850 kiló. Savoyarde er ekki aðeins risavaxin að stærð, heldur heyr- ast djúpir tónar hennar um alla Parisarborg og eru taldir ein- hverjir hinir fegurstu, sem nokk- ur kirkjuklukka lætur frá sér fara. 1 veggskoti hátt yfir aðalinn- gangi kirkjunnar stendur Krists- styttan með brennandi hjartaö nakið og horfir yfir Paris. Þarna uppi á pallinum fyrir ofan tröpp- urnar miklu er næstbezta útsýni yfir Paris, það bezta er að sjálf- sögðu úr Eiffelturninum. Fari maður upp i kúpilinn, er hægt að sjá borgina i allar áttir, þvi svalir eru allt um kring. 1 góðu skyggni er þannig ekki aðeins hægt að sjá alla borgina, heldur 50 km til við- bótar i allar áttir. Stytturnar tvær úr bronsi, sem eru yfir hliðarsúlum framan við dyrnar, eru af heilögum Louis og Jóhönnu af örk, og það er erfitt að skoða þær vel, nema i kiki úr fjarlægð, ef maður vill ekki fá hálsrig. En þær eru mikil lista- verk. Þvi nær sem komið er Sacre- Coeur, þvi minni verður hrifning- in. Auðvitað er þetta mikil og merkileg bygging, en þegar mað- ur stendur við hana, er hún ekki lengur sú fegurðaropinberun, sem maður sér neðan úr borginni, glampandi hvit i hitamóöunni yfir Montmartre. En að innanverðu er fegurð og glæsileiki. Stóru, litskrúðugu Framhald á 36. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.