Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 21
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. TÍMINN 21 Teikningin I miðiö sýnir útlinur kirkju þeirrar er reist var úrrústum Péturskirkju og kennd hefur verið við Halldóru dóttur Guðbrands biskups, reist 1620 og stóð til 1759. Teikningin lengst til hægri, sýnir útlfnur dómkirkjunnar, sem nú stendur að Hólum. Teikningar H. Á.. hana munu margir kannast af teikningu Gaimard’s hins franska. Þessa kirkju felldi Tómas Sæmundsson árið 1837, ef ég man rétt. í Odda var enn frem- ur kirkja með þessu lagi. Sú kirkja féll um miðja nitjándu öld. — En ef við berum okkur sam- an við aðra, hvernig hafa þessar kirkjur okkar verið i samanburði við það sem gerðist hjá grann- þjóðum okkar? — Það er ekki neitt vafamál, að dómkirkjurnar á Hólum og i Skál- holti hafa verið stærstu timbur- kirkjur á hinu norræna menn- ingarsvæði, — stærstu stafkirkj- ur, sem nokkurn tima hafa verið byggðar. Það er mikið og freist- andi ihugunarefni, hvers vegna i ósköpunum Islendingar, einir þjóða á hinu vestur-evrópska menningarsvæði, byggja dóm- kirkjur úr timbri á meðan allir aðrir byggja úr steini, meir að segja Grænlendingar hinir fornu, og Færeyingar. — Já, hvaða skýringar eru á þessu? — Þær geta auðvitað verið margar, og miklu fleiri en svo, að nokkur tök séu á að rekja þær all- ar hér. En eitt langar mig þó að minnast á: Timbrið er á þessum tima mál germana, en steinninn mál Rómverja, hinnar grisk- rómversku menningar. Þar sem latinan ræður, þar sem mið- stjórnarvald kirkjunnar er sterk- ast, þar er farið að byggja af steini. Þar læra Evrópubúar þá byggingartækni. Islendingar, aft- ur á móti, þráast við. Þeir halda áfram að nota timbrið til bygg- inga, alveg eins og þeir þráuðust við að sleppa sinu forna og fagra máli. Við megum og eigum að vera stoltir af okkar mikla bók- menntaarfi, sem gengnar kyn- slóöir skiluðu okkur i hendur. Ég skal verða siðastur manna til þess að gera lítið úr þvi afreki, sem geymt er á fornum skinnbók- um, en það sakar ekki, þótt við horfum dálitið viðara yfir og ger- um okkur ljóst, að forfeður okkar stóðu trúan vörð á öðrum sviðum Islenzkrar menningar. Ein skýringin á þessu er auðvit- að lika sú, að miðstjórnarvald kirkjunnar hafi aldrei orðið eins sterkt hér og viða annars staðar, meðal annars vegna þeirrar grónu lýðræðishefðar, sem Is- lendingar varðveittu og létu sér annt um. — Nú eru hér tveir biskupsstól- ar á miðöldum, eins og allir vita. Er ekki Hóladómkirkja býsna sór, ef hún hfur verið ætluð Norð- lendingaf jórðungi einum? — Á þvi er enginn efi, að Norð- lendingar sýna mikinn stórhug og myndarskap á þessum tima (eins og reyndar oft endranær). Þeir eru ekki nema um það bil einn fjórði hluti þjóðarinnar, en þó byggja þeir nákvæmlega jafn- stóra kirkju og hinir lands- fjórðungarnir þrir, saman lagt, — dómkirkjuna i Skálholti. En það er vitað, —- og ég gat þess i viðtali við Timann I fyrravetur — að dómkirkjurnar á Hólum og i Skál- holti voru nákvæmlega jafnstór- ar. Og það er fleira en dómkirkjan á Hólum, sem ber vitni um stór- hug Norðlendinga. Klaustrin á Þingeyrum og Munkaþverá voru lika með svo reisulegum og menningarlegum blæ, að það hlýtur að vekja óskipta athygli og aðdáun hvers manns sem þvi kynnist. Hinu ber ekki að neita, að Norðlendingar nutu i þessu efni nokkurra forréttinda, fram yfir Sunnlendinga. Það var veðurfarið. Norðlenzkt veðurfar er miklu hagstæðara húsum en gerist á Suðurlandi. Þau standa betur og þurfa langtum minna viðhald þar en viðast annars stað- ar á landi hér. — Er nokkuð hægt að ráða i fyrirbæri eins og til dæmis stétta- skiptingu með þvi að athuga gerð gamalla kirkna? — Já, ég er nú hræddur um það. Og þarf meira að segja ekki að fara svo ýkjalangt aftur i timann til þess. Við þurfum ekki annað en að lita á okkar elztu sveitakirkj- ur, eins og til dæmis Viðimýrar- kirkju. Ég hef stundum tekið svo til orða, að kirkjurnar hafi i gamla daga verið eins konar skattaskrár sins tima. Þar gátu menn séð, hver borgaði hæstu ti- und, með þvi að sjá, hvar hann sat I kirkjunni. A siðari hluta nitjándu aldar er farið að ryðja burt úr kirkjunum þessum ytri táknum stétta- skiptingarinnar. Þá hverfa þessi lokuðu hefðarsæti og hin skýrt af- mörkuðu kórskil, og hver maður getur tekið sér sæti i kirkju sinni þar sem honum sýnist, án tillits til efnahags. — Hverjar eru helztu niðurstöð- ur þinar um þessi mál? — Ég vil láta varðveita og byggja upp. Islendingum er ákaf- lega tamt að gráta yfir þvi, sem þeir hafa misst fyrr og siðar. En sannleikurinn er sá að fæstir hafa minnstu hugmynd um, hve gifur- legt það afhroð var, sem þjóðin galt á liðnum öldum. Við þurfum ekki annað en að lita á Sigurðar- registur og telja þar innanbúnað Hóladómkirkju. Listaverkin skipta hundruðum, ef ekki þús- undum. Hvar eru þau nú? Lang- flest eru þau týnd. Ég hef áður minnzt á það opinberlega, að það sem Þingeyrarklausturskirkja átti á sinni tið, myndi fylla tvo sali i Þjóðminjasafninu. En þótt við höfum misst allt þetta, þá er samt geymdin til. i þeim húsum, sem enn eru uppi standandi. Mörg þeirra eru að- eins veikir geislar, sem senda daufa birtu inn i fortiðina. 1 annan staö eigum við geymd um þjóð- frelsisanda nitjándu aldar. Það eru gömlu timburkirkjurnar okk- ar og gömlu bæirnir, og það sæm- ir ekki annað en að gera myndar- legt átak til þess að varðveita þetta og halda þvi við. Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég hef oft oröið vitni að þvi, hve erlendir menntamenn og sér- fræöingar hafa orðið undrandi, þegar þeir hafa komið hingað og séð hve mikið við. eigum af þessu tagi. Þeirhöfðu vitanlega drukkið I sig gömlu trúna (ég leyfi mér að segja skröksöguna) um sögueyj- una, — messa makalausu trú, að íslendingar eigi ekki neitt annað en sögur. En þegar þessir menn koma hingað og fara að skyggn- ast hér um bekki, þá sjá þeir, að við eigum einnig annan menn- ingararf, sem að sinu leyti er engu ómerkari en fornsögur vor- ar. -VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.