Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur 3. nóvember 1974. TÍMINN 17 Helgi Hallgrimsson, Hallgrimur Nieisson og Hallgrimur Helgason. ára afmælis og var m.a. stjórnaö af sjálfum J. S. Bach. — Hvað tók nú við, þegar þú komst alkominn heim? — Auðvitað varð ég glaður haustið 1956 aö vera kominn heim til landsins. Mér var fagnað af skyldfólki, Jóhann Kúld og skáld- konan Erla ortu til min velkomu- kvæði og séra Sigtryggur á Núpi sendi mér hjartanlegt skeyti. Þetta þótti mér allt vænt um. Gott var að vera glaður i vina og frænda hópi, en gleðin ein hvorki fæðir né klæðir. Nú var þörf á starfi. 1 þrjú löng ár mátti ég ganga bónleiður til búðar, þola þriggja ára atvinnuleysi. Svona lærður maður er okkur of dýr, var viðkvæðið, enda þótt ég hefði hvergi lagt fram neinar kaupkröfur. Fékk ég þá oft boð erlendis frá til fyrirlestrahalds. Ég ritaði greinar i fræðileg timarit og erlend músiklexikon og hélt áfram að fræða umheiminn um okkar umkonulausu islenzku tónlist, ungu en þó gömlu, ef þjóðlög teljast til listar. Þau voru þó kannski frekar lifsþörf en kúnst. Þrátt fyrir allt Var ég þó glaður i hjarta minu. Island þarfnaðist min. Hundruð þúsunda manna þekktu Island fyrir min töluð og rituð orð. — Styrkur þinn hefur bersýnilega verið bjartsýni. En kom svo ekki að þvi að þú fengir starf við þitt hæfi? — Hér er vitanlega um mats- atriði að ræða. En hvað um það, þá barst mér sú fregn út i Berlin á öndverðu hausti 1959, að ég heföi hlotið tónlistarfulltrúastöðu við islenzka útvarpið. Hér er þarft verk að vinna, hugsaði ég. Yfirmaður minn var Arni Kristjánsson sem tónlistarstjóri. Tókst strax með okkur góð sam- vinna. Mörg skemmtileg verkefni bárust mér i hendur og margar skýringargaf ég á hinum ólikustu vandamálum tónlistar, allt frá dögum Snorra Sturlusonar til tólftóna-tækni og sérlalisma nútimans. Samstarfsfólk allt var með ágætum, vinsamlegt og skilningsrikt. Um þetta leyti tók ég að mér stjórn Alþýðukórsins, sem Sigursveinn D. Kristinsson hafði stofnað. Unnum við þrek- virki með þvi að frumflytja á islenzku Islands-kantötu Jóns Leifs, Þjóðkvöt, á 60 ára afmæli hans á konsert i Þjóðleikhúsinu með Sinfóniuhljómsveit Islands. Kantatan hafði áður aðeins verið flutt erlendis á þýzku. Starfaði kórinn af miklum krafti við þann undirbúning á ótal æfingum, svo sem endranær. Margar góðar endurminningar eru tengdar þvi samstarfi, ekki siður en i stöðu minni við rikisútvarpið. Nú hafði ég verið full 7 ár við þá stofnun. Mér varð það ljóst, að þetta var tæplega til frambúðar. Starfið gekk allt i breidd, ekkert I dýpt. Þannig nýttust ekki minir kraftar. Ég var tilknúinn að mæta timamótum. — Ég skil mæta vel, að vinnan veitti þér ekki fullnægju. Kunn- áttu þinni var haslaður of þröngur völlur. En hvernig tókst þér að finna lausn á þessum vanda? — Mér bauðst prófessorsstaöa viö háskólann i Saskatchewan i Kanada. Teningunum var kastað. Og þangað dreif ég mig fullur eftirvæntingar haustið 1966. Þessi ákvörðun var vissulega nauðsyn, og hún var meira, hún var nauösyn til að halda óskertri sálarheill, hún var siðgæðisleg krafa til varðveizlu sjálfsvirðiiig- ar. Kennslugreinar minar voru hljómfræöi, kontrapúnktur, tón- smiði, gjörgreining tónverka og saga tónfræðinnar, til kanditats — og meistaragráðu. Mikill léttir var það að hitta móðurmáls- talandi Vestur-lslendinga I hverjum bæ og borg, snæða með þeim heimatilbúna rúllupylsu og vinartertu og spila vist. Enn meiri hugarlyfting var i þvi að koma heim i jóialeyfi og sumar- leyfi og eyða hér fimm mánaða frii, en árleg kennsla varaði aðeins i 26 vikur. — Nú hefir þú notið islenzka sumarsins og hvilt þig frá erilsömu starfi. En notaðir þú ekki þennan tima sumpart til vinnu? — Bezta hvildin er oft fólgin i þvi að skipta bæði um umhverfi og starf. Háskólinn pantaði yfir- leitt verk hjá mér. Þvi gat ég sinnt tónsmiöi, sjáitum mér til ánægju og háskólanum til gagns. Þannig samdi ég fyrsta sumarið kvartett fyrir pianó, flautu, fiðlu og celló, þarnæst sónötu fyrir fiðlu og pianó. Sérstök ánægja var að skrifa sóló-sónötu fyrir fiðlu, sem kollega minn, H.L. Brown, spilaöi sem prófraun ásamt öðrum verkum, til að öðlast doktors-gráðu við háskólann i Ann Arbor, Michigan. Hann var fyrsti konsertmeistari við filharmónisku hljómsveitina i London áður en hann kom til Kanada. — Stundaðir þú nokkur auka- störf meðan þú dvaldist i Kan- ada? — Timi vannst til að stjórna blönduðum kór, Regina Folksong Choir, en með honum hélt ég alls 38 konserta, bæði sjálfstætt, með öðrum og svo i skólum, klúbbum og sjúkrahúsum. Þá spilaði ég nokkurn tima á fiðlu i borgar- hljómsveitinni, tivsvar sem fyrsti konsertmeistari, i Sköpuninni eftir Haydn og i Amahl og nætur- gestirnir eftir Menotti. Einnig kom ég oft fram á háskólahljóm- leikum, flytjandi eigin verk, sömuleiðis i kanadiska rikisút- varpinu, CBC. Vitanlega hélt ég og áfram að rita fræðigreinar fyrir músik-lexikon, og sumarið 1971 var ég ráðinn gisti-prófessor við háskólann i Vestur-Berlin. — Svo viöreist sem þú hefir gert, munt þú og hafa komið fram á ráðstefnum fyrir Islands hönd, er ekki svo? — Ég flutti erindi á Alþjóða- þingi músikvisindamanna i Köln 1958 um islenzka tvisönginn og annaö á norrænni músikvisinda- ráðstefnu i Helsinki 1970. — Þú hefir öðlazt mikla reynslu i námi og starfi viöa um lönd, hvernig lizt þér nú á islenzkt tónlistarlif? — Ekki er allt tónlist þótt músik sé. Tölum þvi heldur um músiklif. Við það vex breidd umræöunnar. Islenzkt kvæðalag er músik, ekki tónlist, enskur bitlasöngur er músik, ekki tónlist. Skipta má músik i tvær höfuðgreinar, alþýð- lega músik og æðri músik. Alþýð- leg músik er kórsöngur yfirleitt, skólasöngur og kirkjusöngur, lúðraleikur, auk þjóðlagasöngs af ýmsu tagi. Æðri músik er t.d. strokkvartettleikur og önnur kammermúsik, synfónisk músik, óperumúsik og óratóriumúsik. Sjálf músiksagan byrjar þá á allra einföldustu formum i ein- radda alþýðusöng. Hún þróast gegnum allskyns f jölradda söng i mótettu, messu, kantötu upp i óratóriu, og I hljóðfæramúsik gegnum dans a, svitur, kansónu og sónötu uppi synfóniu. Þannig er fullskipuð symfóniuhljómsveit með 50-100 manna áhöfn fyrst fyrirbæri rómantisku 19. aldar. Myndbreyting músikþróunar hverrar þjóðar er ör, öld eftir öld. Hirðir þjóðhöfðingja og auöugar þéttbýliskirkjur örva tónflutning og hvetja beint og óbeint til tón- sköpunar. Hér á landi er engu sliku til að dreifa. Okkar hirð er heimafólk á stórbýli. Kolan er glæsilegur ljósahjálmur, hirð- músikin er rimnakveðsskapur og óratóriusöngvarinn er kvæða- maður. En rimnakveðskapur er episkur söngur fólks, sem trúir og treystir á þjóðartilveru. Með tilliti til fábreytni aldanna, þróunarlegrar kyrrstöðu og óvenjulegs strjálbýlis held ég, að tónlistarlif landsins i heild sé enn mjög skammt á veg komið. Stökkið frá rimu upp i synfóniu kom of snögglega. Bókmennta- dýrkun okkar hefir verið of einhliða, svo okkur hefir yfirsézt uppeldisnauðsyn og menningar- verðmæti sem falin eru i tón- menntum. Afleiðingin er, að við eigum talsverða yfirbyggingu án allra grundvallarrannsókna. Benda má t.d. á órannsökuð músikhandrit i Arnasafni og kynstrin öll að þjóðlagaupp- tökum, sem ekki hafa verið færðar i nútimanótnaletur. Eigi að skapast hér sjálfstætt og frjótt músiklif, verður þaö að byggjast á þeim verðmætum, sem til eru i landinu. — Hvernig heldur þú, að hér megi bezt um bæta, svo að eftir- timar ásaki okkur ekki um hrófa- tildursstil og sýndarmensku? — Með meiri og betri kennslu, með traustari menntun, með þvi að skilja nauösyn og möguleika okkar þjóðar. Nauðsyn til bættrar tónmenntunar er himinhrópandi og möguleiki til betra tónmennta- kerfis er tiitækur. Nauðsyn al- mennrar þátttöku I músiklífi þjóðar er auðsær. Sú almenna þátttaka veröur að undirbúast i skóla, og sú almenna þátttaka er fyrst og fremst fólgin i þvi að hafa ánægju af leik tóna. Enn fullkomnari veröur ánægjan, er við skiljum mál tóna, erum læs á þeirra máli, vitum deili á nótna- skrift. Þetta er lykill að blómlegri tónmenningu, sem grundvallast á útbreiddri skólamúsik, margs konar kórsöng og kirkjusöng, lúðrasveitum, hljóöfæraflokkum og skilningsfúsum áheyrendum. og nær svo hámarki i rekstri tón- listarháskóla, æðri tónlist, symfóniuhljómsveit, óperuhöll, tónverkasköpun stærri forma og músikvisindastarfsemi. Tónlist er ströng móöir, sem sér barni sinu fyrir réttri og hæfilegri aðhlynningu á sérhverju þroska- stigi, svo að fullvaxta verði maðurinn nýtur þegn, fær til dugs og dáða. — Þú telur máske, að þróun þessara mála hafi ekki verið i samræmi við fortið þjóðar? — Einmitt. Tökum dæmi. 1 músik má segja að barkasöngur hafi hér á landi verið einasta skemmtun fólks frá upphafi landsbyggðar. En svo með til- komu tónlistarskóla um 1930 liður langur timi þangað til þar er inn- leidd söngkennsla, tilsögn til að nota það hljóðfæri sem allir höfðu átt og þekkt i þúsund ár, sin eigin raddbönd. Fábrotinn en sannur söngur alþýðunnar er alltaf vinsæll. Til marks um það er sú staðreynd, að kvæðamenn eins og ólafur Danielsson og Jón Láruss. fylltu á sinum tima Báruhúsið i Reykjavik þakklátum til- heyrendum, ennfremur Guðmund ur Ingimundarson frá Bóndhól, sem kunni um 500 lög. Auðvitað á tónmenntastofnun fyrst og fremst að starfa sam- kvæmt nauðsyn og möguleikum sinnar þjóðar. Nauðsyn var strax að sjá skólum fyrir söng- kennurum, kirkjum fyrir organistum, kórum fyrir söng- stjórum og hljómsveit fyrir hljóðfæraleikurum. Þar var eygjanlegur möguleiki. Ekkert af þessu var gert. Skólar voru sönglausir, kirkjur organista- lausar kórar stjórnlausir og út- lendinga þurfti að flytja inn til að annast hljóöfæraleik. Svona var þetta 1930 og svona er þetta enn i dag að þvi undanskildu, aö nokkrir tónlistarskólar hafa verið stofnaðir af áhugamönnum viös- vegar út um land, af vanefnum þó. Þrátt fyrir allt er það þó merkur visir að tilraun til úrbóta, sömuleiðis söngkennaradeild Tónlistarskólans i Reykjavik, sem þó var alltof siðborin, og auk þess er viðkoma þar enn alls ófullnægjandi. Nú hefir þú tekið sérstöku ást- fóstri við islenzk þjóðlög. Hvert er álit þitt á gildi þeirra og framtið? Þótt krónan okkar stöðugt lækki i gildi, þá hækkar gildi þjóð- lagsins jafnt og þétt. Það hækkar vegna minnkandi framboðs og vegna aukins skilnings á þýðingu þess. Þessi þýðing er margvis- leg, bæði þjóðfélagsleg, mann- fræðileg, framsagnarleg, form- fræðileg og landbyggingarleg. Þjóðlagið eykur skilning sjálfra okkar á sjálfum okkur. Það kveður ávallt við sannan tón. Þaö býr oft yfir dulinni fegurð, sem aðeins verður vakin til lifs, með mikilli handverkslegri kunnáttu, og sé það notað sem tónsmiða- efni. Þess vegna er ég þess full- viss. að með vaxandi leikni i raddfærslu og úrvinnslu muni þjóðlagaauður okkar verða komandi kynslóðum óþrjótandi náma tónsmiðauppistöðu. Sigfús Einarsson hefði e.t.v. orðið okkar Grieg, dáður i öllum sið- menntuðum löndum heims, ef við hefðum samið symfóniur um það leyti er Mozart fæddist svo sem raun var á i Noregi um mið- bik 18. aldar. Það flýr enginn sina fortið, hvorki einstaklingur né þjóðarheild. Að fortið skal hyggja ef frumlegt skal byggja. Það var stefna Jóns Leifs. Arangur ævi hans stóð i réttu hlutfalli við tónmenntaþroska þjóðar hans. Hugmynd hans um þjóðlegan skóla lifir. Hún hvetur til framhalds. Þjóðlag er imynd einfaldleika, en i honum felst oft listin hin æðsta og sú sannasta. Kjörorð er þvi: Aftur til þess einfalda. — Nú hefir þú gefið okkur mynd af ævi þinni og starfi. En hver maður á sin eyktamörk, sin eigin boðorð og bannorð, sinar grund- vallarreglur, er móta viöhorf og afstöðu til mannlegrar tilveru. Hvernig vildirðu helzt lýsa þessum skoðunum þinum? — Tilgangur lista er að tjá fegurð. Tilgangur visinda er að tjá sannleika. Sannleiki er ekki alltaf fagur, né heldur er fegurð ávalt sönn. List og visindi eiga þvi ekki einatt samleið. Blekking getur auk þess villt manni sýn á báðum leiðum, feguröar og sann- leika. Þetta hafa margir notfært sér til augnabliks frama. En timinn sannprófar jarövist manns. Við þau uppgjör veröur oft Oræfajökull að öskjuhlið. Svo skammtæk sem skynjun min er, þá verður hún samt helztur prófsteinn á mat mitt. Ég skynja til að skilja og láta aðra skilja en ekki misskilja. Að bera ljós að sannleika er gleðigjafi, ekki siður en tjáning fegurðar. Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.