Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 3. nóvember 1974. Löng leið og sæti þarna i bilnum og myndi svara mér, ef ég bara yrti á hana. Þegar ég horfði út um fram- rúöu bilsins fannst mér hún standa fyrir framan bilinn. Ég óskaði þess af alhug, að þetta hefði aöeins verið martröð, og allt i einu myndi ég vakna og losna við alla þessa skelfingu.... Christopher Look aðstoðarlögregluforingi á Chappaquiddick hafði haldið þvi fram við yfirheyrslurnar, að um það bil stundarfjórðungi fyrir eitt hefði hann séð stóran svartan bil, sem fyrst hafði ekið i áttina að Cemetery veginum. — Þar nam hann skyndilega staðar, og sneri við og ók I átt að Dyke-brúnni. Tvær manneskjur sátu i framsætinu og það virtist vera skuggi af einhverjum, sem sat i aftursætinu. Það hefði getað verið feröataska, eða þriðja manneskjan i bilnum. Margar mótsagnir komu fram i málinu, og margt var óljóst i vitnaleiðslunum. Hvers vegna beið Kennedy svo lengi með að kalla á hjálp? Var eina ástæða sú, að hann var utan við sig af skelfingu og áreynslu? Var það til þess að ekki kæmi i ljós, að hann hafði verið undir áhrifum áfengis? Eða var það til þess að geta upphugsað eitthvað eða einhvern, sem gæti tekið á sig ábyrgðina af slysinu? Ef Look aðstoðarforingi hafði i raun og veru séð bil Kennedys um nóttina, þá studdi það þær til- gátur, að Kennedy hefði af ásettu ráði keyrt út að brúnni, ranga leið. Tveir af vinum Kennedys, þeir Markham og Gargan voru sjálfir lögfræðingar. Þeir vissu að Kennedy hafði orðið fyrir tauga- áfalli. Hvers vegna höfðu þeir yfirgefið hann við ferjustaðinn um nóttina eftir að hafa fyrst reynt að hjálpa honum við að kafa niður að bilnum? Hvers vegna létu þeir hann synda yfir? Þeir vissu að hann var bæði andlega og likamlega uppgefinn. Hvers vegna sýndu þein engan áhuga á þvi að vita, hvort honum hefði tekizt að kom- ast heilu og hóldnu yíir? En fyrst og fremst: Hvernig höfðu þeir hugsað sér, að hann kæmist yfir sundið milli eyjanna, þegar þeir voru áð hvetja hann til þess að fara til lögreglunnar? Kennedy hafði i byrjun heldur ekki sagt allan sannleikann, þegar Arena lögregluforingi yfir- heyrði hann. Hann hafði ekki sagt frá þvi, að Markham og Gargan fóru með honum aftur að brúnni til þess að reyna að bjarga Mary Jo Kopechne. Kennedy hafði sagt frá þvi, að hann hefði að morgni 19. júli haft samband við lögfræðing sinn i Edgartown. Ekki var þó hægt að sjá nokkuð, sern benti til þess að þetta samtal hefði farið fram i sima hótelsins. Það sem vakti þó hvað mesta athygli i þessu máli var skýrsla Boyles dómara. Ellefu punktar James A. Boyle, 63 ára gamall republikani frá Marthas Vineyar,- dómari i málinu, útskýrði i tólf blaðsiðna skýrslu, hvers vegna hann héldi að Edward Kennedy hefði ekki sagt allan sannleikann. Nú verður lika að taka það með i dæmið, að hin efdráttarlausa niðurstaða dómarans var til komin vegna óskar hans um ,,að krefjast ekki bara sönnunar fyrir þvi, sem ekki leikur sannanlegur vafi á. Það er rauði þráðurinn i öllum refsimálum. Þess i stað notfærði B. sér miklu strangari grundvallar- reglu: „Mjög miklar likur á sekt”, og „grunur um það, sem gerzt hefur. Samkvæmt skýrgreiningu hans var þetta ekki meira en Jikleg eða eðlileg skýring á þeim niðurstöðum, sem skyni gæddar manneskjur geta komizt að út frá eigin reynslu.” Niðurstaða B. dómara var á þá lund, að Kennedy hefði ekki viðurkennt allan sannleikann, en hefði liklega logið til um mörg mikilvæg atriði. Þessi dómur var grundvallaður á fjölda viðurkenninga, sem dómaranum hafði tekizt að fá út úr vitnaleiðslunum. 1. Kennedy ók sjaldan sjálfur. Crimmins bilstjóri hans var viðstaddur. Þrátt fyrir það bað Kennedy um lyklana og ók sjálfur bilnum. 2. Hvorki Kennedy eða Mary Jo Kopechne sögðu frá þvi, þegar þau yfirgáfu samkomuna. 3. Mary Jo Kopechne bað ekki herbergisfélaga sinn, Esther Newburgh, um að fá lyklana að hótelherberginu. 4. Mary Jo Kopechne skildi hand- AUGLÝSIÐ í TÍAAANUM VIKKM ÞAÐ ER I SEM ÚRVALIÐ ER m W \r D "p m n n uJ Veljið vegg fóðrið og málning una á SAMA STAÐ IllKNI f Veggfóður- og mdlningadeild Ármúla 38 - Reykjavik Simar 8-54-66 & 8-54-71 Opið til 10 á föstudagskvöldum og hádegis á laugardögum töskuna sina með öllum sinum peningum eftir i sumar- bústaðnum. 5. 10 af þeim tólf, sem i veizlunni voru, höfðu ekki óskað eftir þvi, né reiknað með að verða yfir nóttina i sumarbústaðnum, enda var þar ekki svefnrými fyrir fleiri en sex i mesta lagi. 6. Ekki hafði verið haft samband við útgerð ferjunnar um að fólkið yrði flutt yfir sundið eftir mið- nætti. Kennedy vissi, að ferjan hætti áætlunarferðum klukkan 12 á miðnætti. 7. Ætlunin hafði verið, að fólkið æki til Edgartown i bllunum tveimur. Kennedy fór i stærri bflnum. 8. Kennedy var sem húsráðandi ábyrgur fyrir gestum sumar- bústaðarins. 9. Kennedy bjó sjálfur á Shiretown Inn með frænda sinum og góövini Joseph Gargan. 10. Kennedy sagði við Crimmins, að hann ætlaði að aka til Shiretown Inn. 11. Kennedy hafði ekið þessa sömu leið mörgum sinnum á föstudeginum: Crimmins hafði sótt hann út á flugvöllinn klukkan 13 og ekið honum i sumar- bústaðinn. Þaðan höfðu þeir farið yfir Dyke-brúna niður að ströndinni þar sem hitt fólkið var að baða sig i sjónum. Siðan var Kennedy ekið aftur að sumarbústaðnum til þess að hann gæti skipt þar um föt. Eftir að hann hafði farið i siglingu á snekkjunni var honum enn ekið til sum arbústaðarins. Doyle dómari dró þessar ályktanir af næturökuferð Kennedys: — Eftir þann vitnisburð og þær lýsingar, sem fengizt hafa um Dyke-brúna, þá er ég þess fullviss, að hún er mikil slysagildra. Sérlega hættulegt er að aka yfir hana að næturlagi. Þess vegna verður fólk að aka að henni af mikilli gætni. Aki maður að brúnni á 30 km hraða á jafn stórum og þungum bil, sem Odsmobillinn er, er ekki hægt að segja nnað en það sé kæruleysi og óverjandi með öllu. Kennedy hafði farið fram hjá brúnni tvisvar sinnum sama daginn. Hann vissi sem sagt, hversu hættuleg hún var, og segja má, að akstur hans þarna um nóttina hafi jaðrað við að vera glæpsamlegur. Þessi óforsvaran- legi akstur varð m.a. þess vald- andi, að Mary Jo Kopechne lét lifið. Ég er fullviss um, að Kennedy var ljós áhættan, en það er þó alls ekki hægt að sjá af þvi, sem hann hefur sagt hér. Hann lét alla varkárni lönd og leið, þegar hann nálgaðist brúna. Að lokum sagði Boyle dómari: — Af þessu dreg ég aðeins eina ályktun: Kennedy og Mary Jo Kopechne höfðu alls ekki ætlað sér að aka til Edgartown. Kennedy ók að Dyke-brúnni, og vissi fullkomlega að það gerði hann. Enda þótt hann hefði tvivegis sama daginn farið fram hjá henni lét hann hjá liða að fara með varkárni, en hvers vegna hann gerði það, kemur ekki fram i vitnaleiðslunum. Kennedy mótmælti þessum ásökunum strax I viðtali 29. april, og sagði: — Skýrsla dómarans er ónákvæmnislega unnin, og ekki byggð á staðreyndum. Ég svaraði öllu eftir beztu samvizku i yfir- heyrslunum, og það er min skoð- un, að það sem Boyle segir sé ekki réttmætt, og ég visa þvi algjör- lega á bug. — Nú hefur verið skýrt opinber- lega frá öllu, sem fram kom við yfirheyrslurnar varðandi slysið. Það er þvi hverjum einum i sjálfsvald sett að dæma um það, hvað hann heldur að átt hafi sér stað. Ég get engu meira bætt við þetta hörmulega mál. Fjölskyldur beggja aðila hafa liöið mikið, og orðið að þola nóg nú þegar. Fulltrúi republikanaflokksins hafði þetta um málið að segja: — Boyle dómari hefur réttan pólitiskan skilning á málinu, en hann skortir kjark og áræðni til þess að fara eftir skoðunum sinum og grun og leggja til að Kennedy verði dæmdur! • — Kennedy hefur lent i miklum vandræðum, en hann mun samt sem áður aldrei biða lægri hlut. Rikissaksóknarinn Robert H. Quinn bætti við: — Frá réttarfarslegu sjónar- miöi er málinu lokið Pólitiskt séð er það rétt að byrja! Hann hafði á réttu að standa. Chappaquiddick-málinu er enn ekki lokið. t ágúst 1973 kom I ljós, i sam- bandi við Watergaterann- sóknirnar, að Nixon forseti hafði látið fylgjast með andstæðingum sinum, þar á meðal Kennedy. Sett hafði verið á fót eins konar leynilögregluskrifstofa~"i Hvita húsinu, og stjórnaði henni fyrr- verandi lögreglumaður, Anthony Vlasewicz, og tók hann viö fyrirmælum beint frá helztu ráðgjöfum forsetans, þeim Bob Haldeman og John Ehrlichman. Vlasewicz var meðal þeirra, sem útdeildu milli tuttugu og þrjátiu milljónum króna til Watergate- mannanna til þess að fá þá til að þegja yfir sambandi sinu við Hvita húsið. Njósnastarfinu frá Hvita hús- inu var beint gegn öllum, sem studdu ekki Nixon forseta. Það var meira að segja njósnað um einkalif sjónvarps- og útvarps- fólks. I nóvember 1971 tók maður nokkur að nafni Thomas T. Watkins á leigu lúxusibúð i New York, en fyrrverandi einka- lögfræðingur Nixons, Herbert Kalmbach, leigði honum ibúðina. Watkins sagði, að nota ætti ibúöina sem leynilögregluskrif- stofu. Hún var hins vegar búin út á annan hátt, og benti ekkert til þess að þar ættu leyni- lögreglumenn að starfa. Á veggjunum var flauelsveggfóður, i henni voru dýrindisteppi, hvitabjarnarskinn, sérstakir speglar og siðast en ekki sizt: duldar ljósmyndavélar og upp- tökutæki, í stuttu máli sagt: Þarna ætlaði að láta fyrir berast glæsimenni, sem hafði nóg af karlmannlegum töfrum, og honum var ætlað að táldraga nokkrar ungar stúlkur — eina og eina i einu. Hann átti að bjóða þeim til ibúðar sinnar, leika fyrir þær rómantiska tónlist og bera þeim drykkjarföng eftir löngun hverrar og einnar, og á réttu augnabliki átti hann að beina samtalinu inn á réttar brautir. Að svo búnu átti hann að reyna að fá stúlkurnar með sér i rúmið. H 1 jóðupptökutæki og ljósmyndavélar áttu að sjá um afganginn. Stúlkurnar voru vinir Mary Jo Kopechne. Þarna var bæði um að ræða vinkonurnar fimm, sem verið höföu með henni i veizlunni og aörar stúlkur, sem einnig höfðu veri góðar vinkonur hennar. Takmarkið var fyrst og fremst að fá þær til þess að tala, þegar áfengið væri farið að hafa áhrif á þær. Síðan átti að taka myndir af þeim á óþægilegum augna- blikum, og ógna þeim siðan með þvi að birta myndirnar, nema þær kæmu af stað orðrómi, sem myndi gera Kennedy ómögulegt að bjóða sig fram til forsetakjörs 1972. Thomas T. Watkins var að sjálfsögðu enginn annar en Vlasewicz, sem hafði eytt miklum tima I að rannsaka það, sem gerzt hafði við Chappaquiddick. Það hafði hann einungis gert til þess að reyna að komast að einhverju, sem gæti skaðað Kennedy. Allar skýrslur um málið voru sendar beint til John Ehrlichman. Strax eftir slysið' kom Vlasewicz til Marthas Vineyard og þá i gervi blaðamanns, og ætlaði hann sér að að reyna að komast að hinu sanna milli Kennedys og einkaritara hans. Þegar það tókst ekki, var talið liklegt, að ástæðan væri sú, að ekkert alvarlegt hefði verið á milli þeirra. Fram til þessa hefur andstæðingunum ekki tekizt að finna neitt, sem þeir hafa getað lagt fram gegn Kennedy. Eitt fengu þó Ehrlichman og félagar út úr þessu pólitiska hóru- húsi sinu. Þeir fengu málsókn og kröfu um 500.000 dollara skaða- bætur. Margaret Caroll, náin vinkona Mary Jo Kopechne var ein stúlknanna, sem hafði þegið boð til ibúðarinnar i New York. Það var hún, sem höfðaði málið. Simar allra „fórnardýranna” höfðu verið hleraðir allan sólar- hringinn. Þegar ungfrú Caroll vildi ekki taka þátt i þessari skemmtun endurgjaldslaust krafðist hún — auk 500 þúsund dollaranna — 100 dollara fyrir hvern dag, sem simi hennar hafði verið hleraður. Fram til ársins 1969 hafði allt gengið eins og i sögu fyrir Kennedy. Tveir vinsælir bræður höfðu fært hann til frama á sviði stjórnmálanna, og öllum fannst eðlilegt, að hann yrði eins konar arftaki þeirra — sem forseti og forsetaefni Bandarikjanna. Chappaquiddick breytti öllu á einni nóttu. Ekkert er áreiðanlegt lengur — ekki einu sinni fyrir Ed- ward Kennedy. Chappaquiddick er vandræðamál rétt eins og Watergate, en munurinn er þó sá, að blaðamenn hafa ekki fundið það upp, það er staðreynd. (Þýtt FB) jó-hjólbarðar til sölu í flestum stærðum góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÖLNINGU Sendum í póstkröfu SÓLNIN& WM, Nýbýlaveg 4 * Sími 4-39-88 Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.