Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. Saga frá Alandseyjum Sally Salminen KA TRIN sem hún vafði silkipappír utan um og lét niður i drag- kistuskúffu. Hana átti aðeins að nota á stórhátíðum. En hafi móðir Elvíru haldið/ að Viktori Blom mundi snúast hugur í f jarvist stúlkunnar, þá brugðustþær vonir hrapallega. Hann tók þegar upp fyrri hætti. Svona gekk það ár eftir ár, og Elvíra virtist leika sér að vesalings manninum eins og köttur að mús. Fólk var ekki á eitt sátt um það, hvort heldur hana hálflangaði í hjónarúmið hjá Viktori eða hafði aðeins svona dæmalaust mikið yndi af ástleitni hans. Foreldrar hennar voru svo sem ekkert mótfallin Viktori. Viktor Blom var efnabóndi, og það var aðal- atriðið. En þau vildu, að dóttirin yrði ráðsettari og þrosk- aðri, áður en ákvörðun yrði tekin um ráðahag hennar. AAóðir hennar greip því til bragðs, sem henni var í raun- inni mjög á móti skapi, til þess að binda enda á þetta hvimleiða daður. Hún sendi hana í ársvisttil hefðarkonu, sem hún þekkti í Ábæ. Eins og dugandi húsmóður sæmdi, leit hún jaf nan f yrst á gagnsemi hlutanna, og þess vegna fékk hún því til leiðar komið, að Elvíra lærði að sauma karlmannaföt í Ábæ. Elvíra var átján ára gömul, þegar hún hélt að heiman snemma vors, og hún kom heim aftur um páskana árið eftir. Katrin hafði saknað vinkonu sinnar mjög. En sú var bót í máli, að hún haf ði f engið f rá henni mörg og löng bréf, sem hún geymdi eins og dýrgripi. Sá uggur hennar, aðhún myndi gerbreytast viðdvölina í borginni, reyndist ástæðulaus. Gamla frúin í Ábæ hafði bersýnilega haft strangar gætur á ungu bóndadótturinni, og hún kom heim nær óbreytt. En það eitt að hafa búið í borg sem Ábæ í heilt ár var meira en lítil forfrömun, og þar að auki var hún nú orðin af bragðs saumakona og saumaði karlmannaföt jaf n vel og færasti klæðskeri. Því var ekki að undra, þóttelzta dóttir Eika væri all-hnakkakert fyrst í stað. Það var ekkert því til fyrirstöðu, að Viktor Blom reyndi enn á ný að draga sig eftir dóttur nágranna síns. Hann var enn sem fyrr aðstoðarlaus, og dvöl Elvíru í Ábæ hafði alls ekki skert dugnað hennar — fremur hið gagnstæða. Og nú gaf móðir hennar ekki aðeins sam- þykki til þess, heldur studdi hann með ráðum og dáð. Elvíra var orðin gjafvaxta. En sjálf var Elvíra jafn 'óráðin og áður. Svo var að sjá sem hún vissi ekki, hvort hún átti að velja eða haf na biðli sínum. Dag nokkurn hóf hún formálalaust máls á þessu við Katrínu. „Hann Viktor Blom — hann er seint og snemma að nauða í mér um giftingu. En ég veitekki, hvað segja skal — henn er nú ekkert glæsimenni. En hann er óðalsbóndi, og svo þyrfti ég ekki að f lytja héðan úr hverf inu. Það er kannski ekki um marga bændur að velja, og synir kapteinanna eru allir á hælunum á kapteinadætrunum". „Þetta er rétt — auðvitað", tautaði Katrín í barm sér. Kaldar bollaleggingar stúlkunnar höfðu snortið hana óþægilega. Henni hafði alltaf verið það ógeðfelld til- hugsun, að vinkona hennar giftist Viktori. En Elvíra var víst bæði skynsöm og hyggin . Hún sjálf, Katrín, hafði byrjað hjúskapinn með ástarórum og alls konar barna- legum draumum — og hvernig hafði farið? Nei. Það var réttaf Elvíruaðflana ekki út í sama foraðið og hún — en samt sem áður... Um sumarið skaðaði vinnukona Eriksson sig á hendi, og var Katrín þá fengin til þess að mjólka kýrnar. AAorgun einn, er þær Élvíra höfðu lokið mjöltunum og voru í þann veginn að leggja af stað heim úr Suður- skóginum, gerðist afdrifarikur aturður. Þær báru mjólkurílátið milli sín á stöng, en lokið féll illa á, svo að mjólkin skvettist upp með börmunum, Þær settu byrðina f rá sér við hagagirðinguna, og Katrín hljóp aftur út að skógarjaðrinum í leit að einiviðarlimi til þess að leggja ofan á mjólkina, svo að hún skvampaðist síður upp úr. Allt í einu tók hún eftir því, sér til gremju, að Elvíra var farin að reyna að lyfta mjólkurílátinu yfir girðinguna. „Nú ofreynir hún sig rétt einu sinni. Hún er alltof ósérhlífin", sagði hún við sjálfa sig. Þrír menn komu i þessum svifum þrammandi eftir þjóðveginum, og einn þeirra hrópaði allt í einu um leið og hann stökk úr af brautinni: „Við skulum hjálpa stúlkunni". Röddin var hreimmikil og bjóðandi og málhreimurinn minnti mjög á f innsku. Sá, sem talað hafði, var þotinn af stað yf ir skurðinn milli vegarins og hagagirðingarinnar, áður en förunautum hans hafði einu sinni unnizt tími til þess að snúa sér við. Hann tók orðalaust á móti mjólkurílátinu og setti það frá sér í grasið. Síðan þreif hann utan um grannt mitti stúlkunnar og lyfti henni yf ir jafn léttilega og hún væri f jöðurstafur. Og þarna stóð Elvíra alveg forviða og roðnaði og fölnaði á víxl. Hvað hafði gerzt? Hafði hvirf ilvindur þyrlað henni yf- ir hagagirðinguna? Katrin kom nú aðvífandi og lyfti lokinu af ílátinu og lagði angandi einilimið ofan á mjólkurf roðuna. En þegar þær Elvíra ætluðu að lyfta burðarstönginni upp á axlir Sunnudagur 3. nóvember 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlögdO.10 Veðurfregnir). a Hljóm- sveitarsvita nr. 3 i D-dúr eftir Bach. Filharmóniu- sveit Berlinar leikur. Her- bert von Karajan stj. b. „Te Deum” eftir Handel Ein- söngvarar, kór og lhljóm- sveit danska útvarpsins flytja: Mogens Wöldike stj. c. Fiðlukonsert i A-dúr (K218) eftir Mozart. Pinchas Zukermann og Enska kammersveitin leika: Daniel Barenboim stj. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Hátiðarguðsþjónusta i Hallgrimskirkju f Saurhæ (hljóðr. á sunnud. var) Sóknarpresturinn, séra Jón Einarsson, predikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurjóni Guðjónssyni fyrrum prófasti. Kirkjukór safnaðarins syngur sálma eftir séra Hallgrim Péturs- son. Sigurveig Hjaltested syngur einsöng. Organleik- ari. Úlrik ólason.l lok guðs- þjónustunnar flytur forseti Islands, dr. Kristján Eld- járn ávarp, — og séra Sigur- jón Guðjónsson talar við gröf séra Hallgrims I krikjugarðinum. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.10 Miðstöö stjórnkerfisins Dr. Ólafur Ragnar Grims- son prófessor flytur hádegiserindi. 14.05 Á Hafnarslóð Inga Huld Hákonardóttir talar við tvær islenskar konur i Kaupmannahöfn, Guðrúnu Eiriksdóttur umsjónar- mann húss Jóns Sigurðsson- arog Guðrúnu Þórðardóttur Nielsen. 15.00 Minningardagskrá um píanóleikarann og tónskáld- ið Sergej Rakhmaninoff: — þriðji hluti Arni Kristjáns- son tónlistarstjóri flytur inngangsorð. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A bókamarkaðinum Andrés Björnsson útvarps- stjóri byrjar bókakynning- arþætti. Með honum starfar Dóra Ingvadóttir. 17.25 Danshljómsveit austur- rfska útvarpsins leikur. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Hjaiti kemur heim” eftir Stefán Jónsson Gisli Hall- dórsson leikari les (4). 18.00 Stundarkorn með tékk- neksa sellóleikaranum Milos Sadlo. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?”Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur i fyrsta þætti: Alda Snæhólm Einarsson og Óskar A. Gfslason. 20.00 Tónlist eftir Jón Nordal Sinfóniuhljómsveit Islands leikur. 20.20 Frá þjóðhátfð Vest- mannaeyinga 9. og 10. ágúst. Birgir Jóhanns- sont formaður Þórs setur hátiðina, forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, og Birgir Isleifur Gunnarsson borgar- stjóri I Reykjavik flytja ávörp, og dr. Richard Beck flytur hátiöarræðu. Lúðra- sveit Vestmannaeyja leik- ur. Stjórnandi: Björn Leifs- son. Unnur Guðjónsdóttir fer með þjóðhátiðarbrag eftir Ása i bæ og karla- kvartett syngur lög eftir Oddgeir Kristjánsson. Að lokum talar Sigurgeir Kristjánsson forseti bæjar- stjórnar Vestmannaeyja. Kynnir: Stefán Arnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.