Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 10
TÍMINN ■ ■■ MriRf.vhn !*«.■!■»• Sunnudagur 3. nóvember 1974. Vasco Goncalves, núverandi forsætisrábherra Portúgals. eru bæBi mörg og erfiB úrlausnar. Fjöldi flokkanna gefur til kynna, aB a&eins verBi um samsteypu- stjórnir aB ræ&a i náinni framtiB i Portúgal — samsteypustjórnir, sem byggja á samvinnu ólikra stjórnmálaflokka. Auk fyrrnefndra flokka er til fjöldi annarra stjórnmálasam- taka i Portúgal, sem e.t.v. láta aB sér kveöa i framtiöinni. Fyrsta skal telja róttæka hópa vinstri- sinna, svo sem stjórnleysingja, maóista, trotskyista og aöra byltingarsinna. I ööru lagi má ekki gleyma hægrisinnum, sem enn eru öflugir i Portúgal. Þaö er t.d. ljpst, aö allt efna- hagslegt vald er enn I höndum stuöningsmanna fyrrverandi stjórnar. Og vist er, að þeir hyggja á hefndir. Spurning er að- eins, hvora leiðina þeir velja: Til- raun til byltingar eða tilraun til valdatöku i lýðræðislegum kosn- ingum. Taki hægrisinnar fyrri kostinn, eiga þeir aftur um tvennt að velja: Að styðja einhvern þann flokk, sem fyrir hendi er, t.d. lýð- ræðissinna eða konungssinna, eða að mynda nýjan hægri flokk — óháða lýðveldissinna (PRI). Stefna þess flokks yrði að sjálf- sögðu að vera innan ramma nú- verandi stjórnskipulags, svo sem með höfuðáherzlu á einkafram- taki og frjálsri verzlun, svo og óbreyttum viðskiptatengslum Portúgals við nýlendurnar. Það er athyglisvert, að Portú- gal er eina landið i Vestur-Evrópu um þessar mundir, þar sem kommúnistar eiga aðild aö rikis- stjórn. Portúgalskir kommúnist- ar hafa — a.m.k. á yfirborðinu — slakað meira á kröfum slnum en flokksbræður þeirra annars stað- ar I Vestur-Evrópu. Þar með hef- ur tekizt með þeim og MFA ágæt samvinna, sem kommúnistar vilja fyrir alla muni styrkja. Arangur þessarar samvinnu er m.a. stjórnaraðild kommúnista. í lokin vlkur Christensson að möguleikunum á, að lýðræðis- stjórnaform skjóti rótum I Portúgal. Hvenær kemst lýð- ræði á i Portúgal? Herforingjastjórnin hefur gefið fögur fyrirheit: Þegar þjóöþing hefur verið kjörið, á að setja Framhald á bls. 39. Vinstrisinnar fagna byltingu herforingjanna á götu I Lissabon. Sundrung i forystu Portúgalshers Nýlendustrlðin höfðu það smám saman I för með sér, að herforingjar skiptust I tvo hópa I skoðun sinni, á þvi, hvort halda ætti áfram baráttunni. Leiðtogar beggja hópanna voru þeir Arri- aga (yfirmaður hersins i Mosam- blk) og Spinola (yfirmaður I Guineu). Arriaga taldi sigur á næsta leiti, en Spinola var á öndverðum meiði. Hann áleit, að fullnaðar- sigur ynnist aldrei á skæruliðum af tveim ástæðum: I fyrsta lagi nutu þeir virkrar aðstoðar rikja, er lágu að landamærum nýlendn- anna (einkum var þetta þó áber- andi I Guineu, sem er umlukin rikjum, sem voru fjandsamleg Portúgalsstjórn). I öðru lagi fengu þeir ótakmarkaðar birgðir vopna frá Austur-Evrópu og Kina. Arið 1973 voru þeir Arriaga og Spinola kallaðir heim. Arriaga var fengin borgaraleg staða i stjórnkerfi landsins, en Spinola gerður að varaforingja i herráð- inu, undir stjórn hins nýja yfir- hershöfðingja Portúgalhers, Costa Gomes. Gaetano hafði skipað Gomes i þá stöðu til aö styrkja sig i sessi, en gagnrýni hægrisinna á stjórn Caetanos varð æ háværari, einkum vegna linkindar I baráttunni við skæru- liöa I nýlendunum. Arriaga og aðrir hægrisinnaðir hershöfðingj- ar reyndu með ráðum og dáð að bola Caetano frá völdum og setja á laggirnar stjórn undir forystu Adriano Moreira og Franco Noguiera, sem gegnt höfðu ráð- herraembættum I stjórnartið Salazars, og voru fylgjandi harðri stefnu I málum nýlendnanna. Þeir Gomes og Spinola komu I veg fyrir byltingu gegn stjórn Gaetanos um siðustu áramót. Snemma á þessu ári gaf Spínola svo út bókina: Portúgal og fram- tiðin. Ihennikemsthann að þeirri niðurstöðu — sem leiðandi stjórn- málamönnum I Portúgal þótti óbærileg — að sigur ynnist aldrei I nýlendustriðunum. Hægrisinnar lögðu nú hart að Caetano að láta til skarar skriða, og hann lét undan. Þeim Gomes og Spinola var vikið frá. Þetta var nóg: Bylting vinstrisinna stóð nú fyrir dyrum. Hreyfing liðsforingja (MFA) Óánægju fór að gæta innan hersins, fljótlega eftir að átök hófust i nýlendunum. Liðsforingj- ar i Portúgalsher höfðu lagt á ráðin um stjórnarbyltingu, en varpað hugmyndinni frá sér, þeg- ar á árinu 1969. Fyrstu merki um hreyfingu þeirra eru frá árinu foringjarnir, að gæti lækkað her- inn i áliti. Af þessu tilefni spunnust heitar umræður — umræður, sem leiddu til þess, að stjórnmál drógust inn I myndina. Sagt var, að myndazt hefði bil milli hersins og þjóðar- innar. Herinn væri ekki fulltrúi fólksins, heldur rikisstjórnar, sem i þokkabót væri óvinsæl. Smám saman urðu til smáhóp- ar liðsforingja, bæði i nýlendun- um, einkum Guineu, og Portúgal, sem hófu að ræða vandamál i stjórnmálum og hernaði. Sömu- leiðis varð til nokkurs konar leynileg miðstjórn I Lissabon. Portúgalsstjórn fékk veður af þessari hreyfingu og dró um leið til baka fyrri ákvörðun og hækk- aði kaup liðsforingja i hernum. Allt kom fyrir ekki: Skriðan var farin af stað, og hún varð ekki stöðvuð. t dreifibréfi, sem undir- ritað var af 200 liðsforingjum og sent portúgölskum hersveitum i Costa Gomes, núverandi forseti Portúgals. Flokkaskipun i Portúgal í tilkynningu herforingja- stjórnarinnar, sem gefin var út að byltingunni afstaðinni, var Portú- BYLTINGIN I PORTÚGAL 1973. Hreyfingin hlaut nafnið Hreyfing hersins eða MFA (Movimento de Forcas Ar- madas). Tilefnið var ofur einfalt: Rikisstjórnin hafði ákveðið, i júli árið 1973, að ómenntaðir og svo til óreyndir menn yrðu gerðir að for- ingjum Ihernum. Þetta töldu liðs- IGNIS Rafmagns-vatnshitarar. fyrir sumarbústaði - mjólkurhús - bíl- skúra- kaffistofur - iðnaðar- og heim- ilisnotkun o. fl. STÆRÐIR: 30 lítra 50 lítra 80 Íítra VERÐ: 11.940 13.940 15.180 17.170 23.760 25.750 100 lítra 120 lítra 1 50 lítra marz á þessu ári, sagði, að stjórn- in gæti ekki — með fálmkenndum aðgerðum — kveðið niður þá djúpstæðu óánægju, er tekið hefði sér bólfestu I hjörtum þeirra. Liklega hefur MFA fengið fasta stjórn, tiu manna, i nóvember i fyrra. t stjórninni áttu m.a. sæti: Otelo Saraiva de Carvalho, majór (nú yfirmaður hersins i Lissabon og hinnar nýju leyniþjónustu landsins COPCON) — Vitor Alvez, majór (á nú sæti i rikisráði landsins) — Vasco Lourenco, majór (nú ráðherra án ráðu- neytis) — og Vasco dos Santos Goncalves (nú forsætisráðherra). De Carvalho á að hafa lagt fyrstur á ráðin um stjórnarbylt- inguna, sem framkvæmd var þann 25. april s.l. AB öðru leyti er margt á huldu um sjálfa bylting- una, þ.á. m. um þátt Spinola I henni. Sú skoðun hefur heyrzt, að Spinola hafi tekið höndum saman við MFA um það leyti, er bók hans kom út. Þar með hafi hreyfingin fengið þann leiðtoga, er geröi byltingu mögulega. Siðar hefur de Carvalho látið hafa eftir sér i viðtali við blað i Frakklandi, að Spinola hafi ekki vitað um áform byltingarmanna, fyrr en byltingin var um garð gengin. I viðtali við vestur-þýzkt blað bar de Carvalho fyrri frásögn sina til baka, en kvað Spinola hafa fylgzt með undirbúningi byltingarinnar úr fjarlægð, án þess aö hreyfa legg né lið. Christensson lýsir næst skipan þeirrar stjórnar, sem nú situr að völdum I Portúgal, en vikur svo að flokkaskipun I landinu. gölum lofað funda- og félaga- frelsi, frelsi til tjáningar skoðana og öðrum mannréttindum. í þessu fólst réttur til að stofna stjórnmálaflokka. Landsmenn tóku hinu nýja frelsi með miklum fögnuði. t gleðivimunni voru stofnuð yfir áttatiu stjórnmálasamtök með ólik markmið, sum fjölmenn og skipulögð, önnur fámennari og lausari i reipunum. Síðari hluti Stjórnin sá, að við svo búið mátti ekki standa. í ágúst ákvað hún, að stjórnmálasamtök yrðu að hafa innan sinna vébanda a.m.k. 15 þúsund félaga til að öðl- ast opinbera viðurkenningu. Lik- legt er, að flest hinna áttatiu sam- ta.ka þurrkist hreinlega út eða hverfi i skuggann. Flestir þeir stjórnmálaflokkar, sem nú eru öflugastir i Portúgal, eru sprottn- ir upp úr andspyrnuhreyfingunni gegn stjórn þeirra Salazars og Caetanos. Þeir eru: Kommúnist- ar (PCP) — sósialistar (PSP) — vinstri kaþólikkar (MDP) — lýð- ræðissinnar (PPD) — og konungssinnar (CM). Þessir flokkar standa ýmist til vinstri eða I miðju stjórnmál- anna. Stefnan er þó ólik. Helzt greinir marxista og andstæðinga þeirra á um lausn þjóðfélags- vandamálanna, sem vissulega RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 SÍM119294 RAFTORG V/AIISTURVÖLL SÉMI 26660

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.