Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 12
Halldór Ásgrimsson er éinn þeirra manna sem kjörnir voru fyrsta sinni til Alþingis á siðastá sumri. Jafn- framt er hann yngstur þeirra Alþingismanna sem nú sitja þingbekki. í tilefni þess að Alþingi er nýkomið saman til funda, leituðum við svara hjá honum við nokkrum spurningum: — Hvað fannst þér einkum einkenna kosningabaráttuna á siðasta sumri og hvað viltu segja um úrslitin I þinu kjör- dæmi, Austurlandi? Það voru vissulega mikil við- brigði að taka svo skyndilega þátt i kosningabaráttunni. Aður hafði ég aðeins verið áhuga- samur kjósandi, en var nú kominn út i baráttu i þvi skyni aö verða fulltrúi Austfirðinga á Alþingi. Kosningabaráttan var hins vegar skemmtilegur timi, og það sem gerði viðbrigðin létt- bær var hin mikla samstaða þeirra manna er stóðu að fram- boði flokksins i kjördæminu, sá áhugi og starfsgleði sem stuðn- ingsmenn flokksins sýndu i kosningabaráttunni. Það sem einkenndi kosn- ingabaráttuna fyrst og fremst var sú staðreynd að kosningar- nar voru mjög tvisýnar. Alþýðubandalagið hafði unnið á i kosningunum 1971. og komst þriðja sæti Framsóknarmanna þá i nokkra hættu. Auk þessa kom fram annar listi sem nær eingöngu var skipaður fyrr- verandi Framsóknarmönnum. Það voru þvi ýmsar blikur á lofti, og margir voru vantrúaðir á aö okkur tækist að halda okkar hlut. Framsóknarflokkurinn gekk tii kosninganna við erfiðar að- stæður. Vinstri mönnum i landinu hafði tekizt að mynda langþráða rikisstjórn sem setti markið hátt. Þessi stjórn var afkastamikil framfarastjórn en þegar erfiðleikar i efnahags- málum komu upp, tóku hjólin að bila. 1 stað þess að taka á málum af ábyrgð og festu, eins og almenningsheill krafðist, létu nokkrir stuðningsmenn stjórnarinnar stjórnast af flokkslegri sérhyggju og ábyrgðarleysi. Framsóknarflokknum tókst þvi ekki að gera nauðsynlegar ráðstafanir i efnahagsmálum, áður en þing var rofið. Það var ekki nóg með að nokkrir sam- starfsaðiljar brygðust. Fyrr- verandi áhrifamenn í Fram- sóknarflokknum gengu til liðs við biluðu hjólin, frjálslynda og vinstri menn, og hugðust ná fram áhugamálum sinum i félagi við þann sundurleita hóp. Ýmsir þessara manna tóku sæti á listum frjálslyndra og vinstri manna og börðust gegn Fram- sóknarflokknum i ksoningun- um. Meö tilliti til allra aðstæðna tel ég að Framsóknarflokkurinn megi una úrslitunum. Varðandi úrslitin i minu kjördæmi er það að segja að við höfðum það markmið nú að halda okkar hlut. Það tókst, og megum við þvi vel við una, þegar á allt er litiö. — Hvað viltu segja um ástæður þess að tilraunir til myndunar nýrrar vinstristjórn- ar mistókust? Þessi niðurstaða varð mér mikil vonbrigði, þar sem ég tel að Framsóknarflokkurinn eigi fyrst og fremst að vinna með vinstri öflunum i landinu. Ég kom til Alþingis i þeirri trú að gjörlegt væri að laða Alþýðu- flokkinn til samstarfs i nýrri vinstri stjórn, Framsóknar- flokkurinn lagði mikla áherzlu á að skapa andrúmsloft fyrir við- ræður við Alþýðuflokkinn, en Alþýðubandalagið spillti mjög fyrir með framkomu foringja - þess og skrifum i málgagni þeirra. Hvað endanlega réð úrslitum, vil ég ekki fullyrða. Ýmislegt má lesa úr skrifum Alþýðu- blaðsins og Þjóðviljans, eftir að ljóst var að tilraunin hafði mis- tekizt. Þar kenna þeir hvor öðrum um, og er þar að finna mörg sannleikskorn. En sann- leikurinn sat raunar ekki lengi i fyrirrúmi þvi stuttu siðar skiptu þeir alveg um skoðun og báru sökina á Framsóknarflokkinn. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hefur gert mjög itarlega grein fyrir þessum málum i erindi sem birtist i Timanum fyrir skömmu, og tel ég þar að finna beztu heimildirnar sem um er að ræða um stjórnarmyndunar- viðræðurnar i sumar. — Hver eru þau meginvanda- mál sem mæta núverandi rfkis- stjórn og hvers mcga félags- hyggjumenn vænta ? Þessi rikisstjórn var mynduð viö sérstæðar aðstæður. Efna- hagsvandi steðjaði að þjóðinni, vandi sem krafðist tafarlausrar úrlausnar. Framsóknar- flokkurinn taldi það skyldu sina að taka þátt i og hafa áhrif á aðgeröir I efnahagsmálum. Við- ræður um stjórnarmyndun mótuðust mjög af þessum að- stæðum, og það er ljóst, aö efna- hagsmálin yfirleitt eru megin- vandamál núverandi rikis- stjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur sem forystuafl fyrir félags- hyggjuöflunum haft mikil áhrif á mótun og uppbyggingu þjóö- félagsins. Þetta kemur m.a. fram i öflugri samvinnu- hreyfingu, sterkum stéttarsam- tökum launþega og almanna- tryggingum eins og þær gerast beztar. atvinnurekstur er i höndum landsmanna sjálfra og minni stéttaskipting en al- mennt gerist meðal þjóða heims. Það er skylda Fram- -sóknarflokksins að halda fast vörð um það sem áunnizt hefur og sækja fram það sem minna hefur áunnizt, eins og t.d. i byggðamálum. Byggðastefnan hefur verið mesta baráttumál Framsóknarflokksins á undan- förnum árum, og það verður þvi meginverkefni flokksins i þess- ari rikisstjórn að framkvæma byggðastefnu sina, eftir þvi sem frekast eru tök á. Flokkurinn fékk miklu áhorkað i byggða- málum I tið vinstri stjórnarinnar og hefur nú fengið þvi áorkað að tekjur byggðasjóðs verða margfald- aðar. Byggðastefnan er sífellt við- fangsefni og hefur alltaf verið baráttumál flokksins og mun verða það um ófyrirsjáanlega framtið. Viðfangsefnin eru mörg, og ég vænti þess að flokk- urinn geti unnið félagshyggju- mönnum einna mest á þessu sviði. — Er þaö ekki ýmsum vand- kvæðum bundið að eiga sam- starf við höfuðandstæðinginn, Sjáifstæðismenn? Framsóknarflokkurinn mun bregðast við á þann eina hátt sem hægt er að gera þ.e. að halda fast á stefnumálum sinum og vinna þeim framdrátt af al- efli og einurð. Hitt er hins vegar ljóst að málamiðlun þarf við lausn margra mála, og ekki er hægt aö koma öllu fram á stuttum tima. Það er t.d. ljóst að við fengum þvi ekki framgengt að herinn færi úr landi á þvi kjör- timabili sem nú fer i hönd. Viö urðum að fallast á málamiðlun, og ,þá málamiðlun var erfitt að fallast. á. Við verðum að halda' þvi mjög hátt á lofti i málum sem þessu, að stefna flokksins hefur ekki breytzt markmiðið er óbreytt og við stefnum i átt að þvi markmiði að hér verði ekki her i landi. Það er vissulega vandasamt að ganga til samstarfs við flokk sem hefur verið höfuð- andstæðingur Framsóknar- flokksins. Við skulum hins vegar hafa það hugfast að gengið var til þessa stjórnar- samstarfs fyrst og fremst i þeim tilgangi að leysa efnahags- málin, enda var það margreynt að vinstri flokkarnir höfðu hvorki vilja né þor til að takast á viö vandann. Verðbólgan er, jafnframt þvi að vera efnahags- legt vandamál, félagslegt vandamál sem félagshyggju- menn verða að taka á. Við höfum komið á þjóðfélagi með sterku almannatryggingar- kerfi, þar sem stefnt er að jöfn- uöi I tekjuskiptingu. Verðbólgan hefur I för með sér geysilegar tilfærslur i þjóðfélaginu og sennilega mun meiri en verða I öllu almannatryggingakerfinu. Þessar tilfærslur verða á milli þeirra sem verða þess aðnjót- andi að fá lánafyrirgreiðslu i stórum stil, en það eru vanalega þeir þegnar og félög er mest bera úr býtum I þjóðfélaginu — og svo hins vegar þeirra sem litil eöa engin lán fá_ Þeir sem fá litla lánafyrirgreiðslu eru oftast þeir þegnar sem hafa litl- ar tekjur. einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki bolmagn til að standa undir lánunum. Þetta verður til þess að óheil- brigð eignaskipting á sér stað i landinu. Það er hægt að bregðast við þessum vanda á margan hátt, en eina raunhæfa ráðið er að ráðast gegn verð- bólgunni — Hvernig horfa þingstörf við þér sem yngsta þingmanninum, og hvert er svigrúm hvers ein- staks þingmanns I afstöðu til mála. Ég get ekki komið auga á að þvi fylgi nein sérstaða að vera yngsti þingmaðurinn. Hins vegar er reynsla min af þing- störfum svo litil að ekki er ráð- legt að fella nein dóm sam- kvæmt henni. Þaö hefur ávallt vakið undrun mina hve langt hlé Alþingi tekur árlega. Þvi getur tæpast verið þannig farið að æðstu stofnun þjóðarinnar sé ekki nauðsynlegt að starfa nema hálft árið og draga sig I hlé hinn helming ársins. Þjóðlifið hefur breytzt mikið á siðustu ára- tugum, og starfshætti Alþingis veröur að endurskoða I sam- ræmi við það. Þjóðlifið stöövast ekki þótt Alþingi sitji heima. Alvarlegar ákvarðanir þarf oft að taka, og árangurinn verður stöðug aukning á útgáfu bráða- birgöalaga. Ég tel að vald Alþingis yrði meira ef þing- haldið lengdist. Rikisstjórnir fengju á þann hátt aukið aðhald við ýmsar veigamiklar ákvarð- anir. Samkvæmt stjórnarskránni er þingmaður aðeins bundinn af eigin sannfæringu og eigi við neinar reglur frá kjósendum sinum. Samkvæmt þessu hefur þingmaður ótakmarkað sjálf- stæði. Þingmaðurinn er hins vegar kjörinn I nafni stjórn- málaflokks, sem hefur markað sér stefnu og markmið I mikil- vægustu þjóðfélagsmálum. Þingmaður hefur þvi þá sið- ferðilegu skyldu að vinna að framgangi stefnumála flokks sins. Hann er kjörinn i nafni þeirrar stefnu og ber þvi að starfa undir merkjum hennar. — Hvaö viltu segja um að- stöðu þingmanna til að halda uppi sambandi við umbjóðendur sina, t.d. úti um land? Hér er um gagnkvæmt hags- munamál kjósenda og þing- manna að ræða, og er þaö þess vegna mjög þýðingarmikið. Það er ekki nokkur vafi að persónulegt samband er i þessum efnum sem öðrum það bezta Hitt er svo annað mál að það er miklum vandkvæðum bundið að halda uppi góöu per- sónulegu sambandi i stóru kjör- dæmi, eins og t.d. Austurlands- kjördæmi. Þingmenn hafa að sjálfsögðu aðstöðu til að ferðast um, halda fundi og heimsækja fólk, en eftir þvi sem kjördæmin eru stærri, þeim mun erfiðara er að halda nauðsynlegu sam- bandi. Ég tel gott samband við kjósendur vera frumskilyrði þess að hægt sé að rækja þetta starf, og kjósendur ætlast bein- linis til þess. Það leikur enginn vafi á þvi að minni kjördæmi myndu skapa betri grundvöll fyrir nánara samstarf milli þingmanna og kjósenda. — Hvað vilt þú sem stjórnar- maður i Sambandi Ungra Framsóknarmanna segja um málefni þess? SUF hefur um langan tima veriö mjög sjálfstætt stjórn- málaafl. Þetta sjálfstæði er að minu mati mjög mikilvægt, en slikt sjálfstæði krefst þess að góö tengsl séu á milli flokksins og ungmennahreyfingarinnar. Það verður þvi mikilvægt verk- efni að bæta tengslin milli ung- mennahreyfingarinnar og flokksins. Það eru margar leiðir I þeim efnum sem eru til um- ræðu og ekki er ástæða til að rekja hér. En ég vil leggja áherzlu á þá skoðun mina að hvort sem SUF starfar áfram i óbreyttri mynd eða ekki, þá tel ég nauðsynlegt að sjálfstæði SUF verði ekki skert. ísland er' land sam- steypustjórna, og flokkarnir verða i mörgum tilfellum að ganga veg málamiðlunar, og stjórnarsamstarf getur oftlega mjög orkað tvimælis. Það kemur þvi m.a. i hlut ung- mennahreyfingarinnar að halda vörð um flokksstefnuna, en skilyröi fyrir þvi er að hreyfingin sé sjálfstæð. Þetta hlutverk hefur SUF rækt með ágætum þar til nokkrir menn innan SUF helguðu krafta sina baráttu gegn flokknum, en það gat að- eins orðið til skaða jafnt fyrir flokkinn sem SUF sjálft. Það striðsástand sem skapaðist i SUF á þessu ári, hefur skert álit það, sem SUF hafði áunnið sér, og það verður verkefni þess að vendurvekja þetta álit i sam- ræmi við þær ákvarðanir sem teknar verða innan hreyfingar- innarum framtiðarstarfsemi og skipulag. I hvaða farveg starfsemi SUF fer, vil ég ekki fullyrða, en þaö er almennur áhugi fyrir þvi að ungir og eldri starfi saman i mjög nánum tengslum. Kyn- slóðabilið hefur áukizt á undan- förnum árum og haft skaðleg áhrif á alla félagsmála- starfsemi. Stjórnmálasamtök og önnur félagasamtök verða að sporna við þessari þróun, og ég vænti þess að SUF láti ekki sitt eftir liggja i þeim efnum . — Hvað málaflokkum hyggst þú einkum helga þig í þing- störfum? Þau mál, sem þingmenn einkum helga krafta sina, hvað kjördæmin snertir sérstaklega, eru fyrst og fresmt þau mál sem skapast i kjördæminu sjálfu. Ég mun að sjálfsögðu hafa sama hátt á, en að öðru leyti mun ég væntanlega sinna þeim málum áem ég hef ávallt haft áhuga fyrir, og vil ég þar einkum nefna byggðamálin. Ég hef i námi og starfi aflað mér þekkingar á skattamálum, og vænti ég þess að geta orðið að liöi i þeim málaflokki. Skatta- mál og skattastefna er einn mikilvægasti málaflokkurinn, sem kemur til kasta stjórnvalda og Alþingis. Þar mætti ýmsilegt betur fara, og á sumum sviðum rikir þar hreint óréttlæti. Má i þvi sambandi nefna aðstöðu ungs fólks sem er að koma upp heimili, svo að dæmi sé tekið. Það er óhætt að fullyrða að lokum, að ekkert þjóðfélag hefur efni á þvi, og sizt fámennt þjóðfélag, eins og okkar, að láta undir höfuð leggjast að búa vel I haginn fyrir uppvaxandi kyn- slóð. BYGGÐASTEFNAN ER MESTA BAR- ÁTTUMÁL FRAM- SÓKNARFLOKKSINS — segir Halldór Ásgrímsson, alþingismaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.