Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 15
J-.IÍ9VJH .; I l ib I Sunnudagur 3. nóvember 1974. TÍMINN 15 bjartara en áður var. Fólkið á myndinni er fólkið i sveitinni. Þá á ekki annars völ. Það getur ekki keypt svo mikla oliu, þvi að það er svo fátækt. Það er með poka eða vettling, sem það tinir i. GRÍMA lýsir nákvæmlega allri notkun grútarkoianna. — Mér fannst ég verða að gefa fifunni svolitið tákn, af þvi að ég veit, að það hafa verið svo margir fátækir, sem hafa lesið bara við svona lampa. Mér er svo hlýtt til fifunnar, af þvi að ég veit að þetta hefur verið svona. Ein myndanna er með ýmsum hlutum, sem minna á hljóðfæri, eins eru þar menn og hús. Myndin heitir Endurómar, og við spyrjum GRtMU, hvað endurómi, — Það enduróma margar minningar. Það endurómar oft i sál manns ýmislegt, náttúran sjálf og ýmislegt, þetta er allt skrifað. Það endurómar i sál manns ýmislegt, sem maður kærir sig ekki um að gera grein fyrir, og ef maður hóar i fjallið, kemur hljómur beint aftur. Maður getur lika hugsað, hvernig hitt og þetta gæti hafa.verið. En þessir menn hérna, þessir lærðu menn, alveg stórlærðir og prýði- lega góðir menn, þeir eru að kenna yngri mönnum að gera við hljóðfærin, og það hafa ekki verið til I þeirra byggðarlagi menn, sem hafa kunnað að gera við þetta. í húsinu hérna koma þeir saman og skemmta sér, þú sérð þarna fólk við. Þetta er aftur það sem þeir hafa inni i. Ég veit ekki hvað það er. Það eru einhver hljóðfæri. Blaðamaðurinn rekur augun I mann með fiðlu sér við hlið. — Þetta er góður drengur. Hann langaði ósköp mikið til að læra að spila. Kannski er hann búinn að læra núna, ég veit það ekki. Hann hefur verið alveg fyrir músik. Hann hefur strax þarna svona gott eyra. — Þarna er kona að syngja, segir blaðamaðurinn. — Sástu hana þessa. Þetta er listamanneskja alveg hreint. Biaðamðurinn bendir á nokkuð, sem honum finnst minna á tvær húrðir úti I móa og spyr, hvort þetta sé jarðhýsi. — Ja, þetta er, skal ég segja þér, hljóðfæri, það er bara lokað >nni I kassanum, það er svona einkennilegt. — Hvaða hljóðfæri er það? — Ég veit nú ekki hvað það heitir, það er voðalega gamalt. Það er ekki notað lengur, en það getur skeð að það sé einhvers staðar á söfnum. — Hvers vegna er það þarna I kassanum? — Það er bara geymt þarna, það er bara til að sýna það aftur. Og siðan lýsir hún hinum furðu- legu hljóðfærum, sem bæði eru til þess að blása i og slá strengi á, þar á meðal eitt, sem blaða- maðurinn móðgaði listamanninn með að likja við pöddu. Síðan lýsir hún myndunum einni af annarri, segir frá þvi aö hún setji ekki andlit á fólkið vegna þess að hún hefði þá þurft að læra svo mörg ár, og þar að auki sé ljósmyndavélin svo full- komin nú, að það sé ekki til neins. Það kemur llka I ljós, að það sem hún hefur i huga, nær langt út fyrir myndflötinn: meðal annars eru þrir menn á einni myndanna svo langt að heiman, að þeir þurfa að fara að hraða sér þvi að þeir verða á annan tima heim til sin. Svo lýsir hún mynd, þar sem fólkið er stærra en á flestum öðrum myndum, og neðst á mynd- inni er skip, miklu minna en fólkið. Þarna má sjá stúiku halda i handlegg manns, og hinum megin við manninn er piltur, sem er Ijósari en hitt fólkið, en öll er myndin dökk. Sagan um þessa mynd er sú, að skipið var á leið að landi. Einn þeirra, sem á skipinu var, brást skyldum sinum, og þvi dó allt rafmagn á þvi. Pilturinn gat stýrt skipinu að landi, og þvi var stúlkan að reyna að telja föður sinn á að leyfa sér að eiga piltinn. — Hún heldur nú svona i hann, af þvi að hún er að reyna að hafa karlinn góðan með það, hvort hún megi ekki eiga strákinn, þvi að hann vildi ekki leyfa henni að eiga strákinn. Það vildi karlinn ekki, þvi að strákurinn var fátækur, en hann var ljómandi vel gefinn. En þeir sem meta peningana meira en hugsjónirnar og manndóminn, þeir verða að hafa sina hugsjón. — Er karlinn rikur? — Já. — Hvað á hann? — Hann á meira en hann þarf að nota á meðan hann lifir og hans fólk. Það eru margir, sem safna auði, sem safna þannig, að þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera við það, þvi það er svo mikið. En hvað sem þvi liður, þá er það nefnilega þetta, að ef hver er i sinu starfi, og svo bilar hjá einum, þá sjá þeir ekki úr landi, að báturinn sé að farast. En þetta er bara likt mannlifinu, sko, ef sinnislagið er þannig, að það er verið að draga niður hugsjónir fólks, og skapið er leitt. Það eru svo margir, sem eiga bágt með það, að þeir geta ekki vitað hvað þeir geta sett mikið myrkur i sál annarra, sem eiga svo bágt með sig. En þeir sem hafa betri lund og meira ljós I sér, þeim ber náttúr- lega skylda til að miðla hinum af þvi. Það á ekki að láta þá gjalda þess, sem eiga bágra með lundina og eru þunglyndir, geta ekki verið glaðir og draga aðra niður. Það er hart aðgöngu að láta þá gjalda þess. Heldur á sá, sem hefur meira ljós i sjálfum sér, að miðla þvi til annarra. Þá lýsir GRÍMA mynd úr skipasmiðastöð, þar sem verið er að smiða varðskip — stálskip. Það er þvl greinilegt, að fleira en gamli timinn hefur áhrif á list hennar. En hún á lika spá um annað varðskip — eikarskip — þvi að hún telur fleiri skipa þörf og segir að önnur skip en eikar — eða stálskip séu gagnslaus. Ein land- helgismyndanna á ekki að vera á sýningunni. Hún sýnir starfs- menn landhelgisgæzlunnar á fundi um það, að þeir skuli ekki gefast upp, þrátt fyrir illt umtai i landi. Það eru tuttugu menn, allir eins nema einn, grænn I andliti, sem er foringi þeirra allra. Þá má sjá eitthvert krot I miðju, sem á að tákna varðskipið, en efst á horninu til hægri segir GRÍMA að sébrezkur togari á siglingu heim, eftir að hafa verið rckinn burt. Togarinn sést að vlsu ekki, þvi að hún málaði yfir hann — hún taldi hann ekki faila fólki i geð. En þarna er hann samt. Það er sama hvað um list GRIMU verður sagt, aldrei verður með nokkrum sanni hægt að kalla hana sýndarmennsku. Hugarfarið við sköpun verkanna og auðugt imyndunarafl við skýringu þeirra gerðu mér það ljóst. Ég get ekki að þvi gert , að stundum datt mér I hug kaflinn úr bók Saint Exupéry, litli Prinsinn, þar sem litli drengurinn hneyskl- aðist á fullorðna fóikiuu fyrir að halda, að mynd hans af höggormi, sem hafði gleypt fil, væri hattur. Það ættu sýningar- gestir hennar að gera sér Ijóst. Og ef þeir verða svo heppnir að hitta hana sjálfa i Klausturhólum, og fá hana til að skýra myndirnar, held ég að þeir hafi þar með vikkað sjóndeildarhring sinn um þá list, sem þarna gefur að lita, og tilurð hennar. Er þess fuliviss að sýningunni verður vel tekið, segir Hringur Jóhannessson HRINGUR Jóhannesson, fyrr- um kennari GRÍMU, hefur að- stoðað hana við val á myndun- um á sýningunni. Eins hefur hann átt drjúgan þátt i uppsetningu sýningarinnar, auk þess sem hann hefur snú- izt við ýmislegt, sem ávallt hlýtur að vera tengt sliku fyrirtæki. Við hittum hann að máli við I þetta starf lians og spurðum hann fyrst unt samskipti þeirra sem nemanda og kenn- ara. —Minn þáttur, og leiklega 1 annarra kennara hennar, er vart annað og meira en tækni- leg atriði, að blanda liti og strekkja strigann, hitt hefur hún allt i rikum mæli. — Hvernig er að fá svona nemanda? — Hún var fyrsti nemandi minn með hæfileika í þessa átt, en ekki reyndar sá eini. Við þá þarf mikla nærgætni, kennarinn er miklu fremur tii að hvetja nemandann en kenna, eins og flestum öðrum nemendum, slikt getur jafnvel verið skaðlegt. — Hvers konar hæfileika hefur GRIMA sem málari? — Ég held að þessi list myndi flokkast undir naiv- isma — hún hefur geymt I sér barnið, eins og myndirnar bera með sér, og útskýringar hennar á þeim — en það er einmitt einkenni allra góðra naivista, sem ég þekki til. — Hvað heldur þú um gildi Verkanna fyrir aðra, til dæmis safnara og sögn? — Ég lit á verk hennar sem góða myndlist, og góð mynd- list á alltaf erindi til safnara og safna, einmitt þar sem fólk á aðgang að verkunum. Myndirnar eru, eins og önnur góð list, mannbætandi. — I.eikmanni gætu fundizt myndirnar allar eins, eða það svipaöar liver annarri, að á- huginn yrði takmarkaður fyrir vikiö? — Já, mér finnst það nú ekki, en það er eitt einkenni listamanna, sem tjá sig á þennan hátt, að myndirnar eru keimlikar. Það eru með öðrum orðum sterk persónu- einkenni á hverri mynd. Það er þó ekki nein spurning um það.hvort listamaðurinn geri rétt eða rangt. Verkið verður til, rétt eins og þegar barn tjáir sig. — Ilvað heldur þú að sýning GRÍMU nú hafi að segja fyrir hana sem listamann? Telurðu að sýningin og undirtektir fólks — slæmar eða góðar — komi til með að hafa áhrif á sköpunargleði hennar? — Góðar viðtökur hafa góð áhrif á alla, og koma ekki til með að spilla henni á neinn hátt. Slæmar undirtektir skipta hana heldur ekki neinu, hún hefur það mikla llfsfyllingu út úr verkum sinum, að hún mun mála áfram, eins lengi og heilsan leyfir. Eftir minu bezta viti er ég þess fullviss, að myndunum verði vel tekið af öllum þeim, sem hafa þroska til að meta myndlist. Hringur Jóhannesson aðstoðaði GRIMU viðaðkoma myndunum fyrir. Ævintýralegt verð á EVINRUDE vpseman sleðinn nýi er mikið endurbættur 4 og þaer lifaldar verði ALDREI BÝÐST Á SVO LÁGU VERÐI: Rafstart, CD transitor-kveikja, 20 tommu belti, hó og lóg Ijós, auk DE LUXE búnaðar o ÞORHF ILBLAZER 0 hestöfl RSEMAN I hestafl \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.