Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þú skalt alveg eins búast við þvi að verða fyrir einhverjum leiðindum i dag, en það stafar af þvi, að þú færð einhvers konar viðurkenningu á vinnustað. Láttu hnúturog aðkasteins og vin um eyrun þjóta. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum. Þær eru aö likindum eitthvað i sambandi við tilfinninga- málin, og þú skalt gefa þeimgaum. Hvað sem öðru liður er ekki ráðlegt aö flana að neinu, sizt af öllu i þessum efnum. Þú sérö það siðar. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þetta er vist hálfgerður leiðindadagur, en þú mátt ekki missa móöinn. Það kemur dagur eftir þenna dag. Þú skalt bara hafa hægt um þig og forðast að láta mikið á þér bera. Það verður þér alls ekki til neinnar ánægju. Nautið (20. april—20. mai) Það er rétt eins og allt sé að róast, og það er þvi aö þakka, að þú hefur hugsað málið og komizt að réttri og skynsamlegri niðurstöðu. Nú skaltu leggja dálitið að þér til að halda friðinn við fjöl- skylduna. Tviburarnir (21. maí—20. júní) Það er rétt eins og heilsan sé ekki upp á þaö allra bezta, en óþarfi aö vera meö nokkrar grillur. Hins vegar ættu menn að fara varlega og gæta sin. Hætta á tilefnislausum deilum, þó ekki I starfinu. Krabbinn (21. júní—22. júli) Það er heppilegt að jafna ágreiningsmál i dag. Reyndu að koma sem mestu i verk i dag — óvæntir atburðir kunna nefnilega að valda þvi, að þú hafir ekki ýkja mikinn tima til að sinna málurn þinum á næstunni. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þú ert kannski ekki I sem allra beztu skapi framan af degi, en það lagast, þegar á hann liður, og þú færð ánægjulega heimsókn, sem kemur þér á óvart. Kvöldið verður skemmtilegt við gamlar endurminningar. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þetta er áhyggjusamur dagur hjá þér, þvi að þú hefur áhyggjur af einhverjum, sem er þér ná- kominn, að likindum vegna heilsufars við- komandi Þú gerir bezt i þvi að heimsækja við- komandi, ef þú getur komið þvivið. Vogin (23. sept—22. okt.) Þetta er rólegheita dagur hjá þér i dag, sem þú ' ættir ekki að eyða i óþarfa áreynslu. Þú gerir bezt i þvi að létta þér upp, fara i kvikmyndahús eða leikhús i kvöld, eða slaka á við einhverja tómstundaiðkun. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Bittu á jaxlinn — ef þú ert sannfærður um, að þú hafir alveg rétt fyrir þér. Þér miðar vel meö þetta, sem þú ert að bralla, og þú skalt ekki hvika frá þvi eöa eyöa tlmanum I einhverja vit- leysu. Þá fer allt vel. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þu skalt gæta þess vandlega, hverja þú- umgengst, svo að þú sért ekki að sólunda dýr- , mætum tima þinum i fólk er skiptir þig ekki ijokkru minnsta máli, og þú hefur jafnvel frekar ogagn af að vera i kunningsskap við. Steingeitin (22. des.-19. jan) Þetta virðist hagstæður dagur I flestu tilliti, en þó er rétt eins og þú kunnir aö eiga erfitt meö aö gera einhverjum til hæfis I dag. Þú skalt ekki taka það nærri þér. Einhver hefur samband viö þig, en óvist hvernig. AuglýsítT i Támanum BYGGINGANEFNDIN VISSI UM FRIÐUNARSVÆÐIN BH—-Reykjavlk — Jón M. Guð- mundsson, oddviti Mosfells- hrepps, hefur komið að máli við blaðið vegna ummæla, sem höfö eru eftir Jóni Jónssyni jarð- fræöingi og birtust I blaðinu fimmtudaginn 31 október. Þar segir, að Bygginganefnd Mos- fellshrepps hafi ekki aðgætt, aö umrædd benzfnstöð á Geithálsi væri byggö á mörkum friðunar- svæðanna, sem er ætlað að vernda vatnsból Reykjavlkur- borgar. þar sem varað var við byggingu stöðvarinnar. Áö lokum sagði Jón, að frá- gangur bensingeymanna yrði með þeim hætti, að mengun yrði vart hugsanleg, nema ef til vill i meiriháttar hamförum, er allt gengi úr skorðum. Um friðunarsvæðin á Mosfells- heiði er það að segja, að þau voru I upphafi sett takmarkaðan tima, tjáði Jón okkur. Hefur samvinnu- nefnd um skipulagsmál höfuð- borgarsvæðisins samþykkt að endurskoða friðunarákvæðin. öflun neyzluvatns fyrir Reykjavík verður væntanlega ekki til frambúðar úr Gvendar- brunnum, og er þá talið, að frið- unarsvæðin breytist eða minnki. Alit sérfræðinga, sem samvinnu- nefndin skipaði i þetta mál, hefur ekki borizt svo vitað sé, en kemur væntanlega, er athugun lýkur á næstunni. — Þetta er ekki rétt, segir Jón. Bygginganefnd Mosfellshrepps vissi um friðunarsvæðin, er hún heimilaði byggingu þessarar stöðvar Þess vegna hafði nefndin I einu og öllu samráð við Þórodd Sigurðsson, vatnsveitustjóra Reykjavikur, er þessi mál voru á döfinni, og setti BP öll þau skilyrði, sem hann fór fram á, að þarna yrði fullnægt. Þá sagði Jón, að heilbrigðis- nefnd Mosfellshrepps hefði fengið málið til umsagnar, þar sem fyrirhugað væri, að veitingar yrðu á þessum stað, eins og áöur var. Hafði nefndin lagt fram álit, Tíminner peningar Auglýsicf iTtmanum Skrifstofustjóri Kaupfélag ísfirðinga óskar að ráða skrif- stofustjóra, Starfið krefst góðrar bók- haidsþekkingar og reynslu i almennum viðskiptum. Bókhalds og verzlunar- menntun skilyrði. Umsóknum skál skilað fyrir 10 þ.m. til Gunnars Grimssonar, Sambandshúsinu, Reykjavik eða kaupfélagsstjóra Kaup- félags Isfirðinga, sem jafnframt veita upplýsingar ums starfið. Kaupfélag Isfirðinga, ísafirði. ÞETTA ER sófasett í Rokoko stil — sérsmíðað fyrir JL-húsið. Grindin er unnin úr fyrsta flokks brenni með útskornum ramma, gerð af íslenzkum völundarsmið. öll bólstrun er framúr- skarandi vönduð og aðeins notuð beztu fáanleg efni. Þetta er sófasett, sem hinir vandlátu velja. Opið til 10 d föstudögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.