Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 3. nóvember 1974. í gær var opnuð mál- verkasýning i Klaustur- hólum, á horni Lækjar- götu og Austurstrætis i Reykjavik. Eru þar sýnd 23 oliu- málverk listakonu, sem nefnir sig GRÍMU. Af þessu tilefni tókum við GRÍMU tali, litum á verk hennar og kynntumst nokkuð lifs- viðhorfi hennar. Allar listsýningar eru forvitni- legar, þó einkum ef um er aö ræöa fyrstu sýningu listamannsins — kynningu hans á sjáifum sér og list sinni. Frumraun GRtMU er þó sér- staklega athyglisverö fyrir þær sakir, aö hún er nú á áttræöis- aldri, gömul kona, jafnvel á nútfina mælikvaröa. Hún heitir annars fullu nafni Ólöf Grlmea Þorláksdóttir, og notar nafnið GRÍMA einungis tii aö auökenna myndir sfnar. Þaö nafn er raunar arfur frá Grimi græðara, að vfsu eftir ýmsum krókaleiöum fengiö, eins og geng- ur um íslenzk nöfn. GRtMA fæddist á Lambanes- reykjum I Austur-Fljótum þanr 25. september áriö 1895, og ólsl upp I Fljótunum. Hún er og hefut verið húsmóöir, og afkom- endurnir eru nú yfir hálft hundraö aö tölu. Þaö var þó ekki tilgangui þessara Ifna aö rekja ættir eöa æviferil GRtMU, heidui skyggnast inn á listabraut hennar.ogviö gefum henni orðiö: — Þaö var ekki fyrr en ég var oröin sjötug, að ég gat leyft mér aö gera það sem mig hafði lengi langaö til — að læra aö mála. Mig haföi raunar lika langað til þess að læra að leika á eitthvert hljóð- færi, en það gat ég aldrei. Ég kann þó nokkrar nótur, svo að ég get spilað fyrir sjálfa mig. En aðrir heyra það aldrei, og þú skalt ekki fara með það lengra. Ég fór I Myndlistarskólann og var þar samtals fimm vetur, hjá þeim Hafsteini Austmann, Hringi Jóhannessyni og Skarphéðni Haraldssyni. Ég hafði gaman af þessari skólavist, og væri þar sjálfsagt enn, ef ég hefði ekki orðiö fyrir slysi. — Hvaö er þaö sem þú málar? — Þaö sem ég mála er mitt hugarhvarfl. Það eru bara hug- dettur, hugarhvarfl. Það er ekkert öðru visi, það er aiveg satt. Þaö er ekki gert af neinni kunnáttu, það er bara það sem mér dettur i hug. — — Hvað, ef ég spyröi þig, hvaöa myndir þér þætti vænzt um á sýningunni? — Ég held, að ég gæti ekki sagt um það. Mér er nú ekkert illa við þær. En það er nú aðallega fyrir mér, ef ég geri svona, að einhver hefði gaman af þvi einhvern tfma að sjá það. Það er aðallega það. Hver sem það væri, ef hann hefði ofurlitið gaman af þvi, eða fyndi eitthvert innsæi til þess að hafa gaman af og gæti séð eitthvað. Það er hver sjálfræáður að þvi, hvað hann sér út úr þessum klessum. En svo sýnist sitt hverjum, sko, þegar farið er að horfa á einhverja klessu, þá sýnist sitt hverjum, og ef það er ánægt með það sem því sýnist, þá er kannski náð markinu. — Hvaö finnst þér sjálfri um myndirnar? — Það er nú svona, ég er nú svolitið tákn blómanna, og finnst ég geta svolitið verið ánægð með það. Þegar ég athuga myndirnar betur, finnst mér ég fá meiri innsýn I þær, og get stundum verið ánægð með þær, þegar ég er búin að athuga vel. Og mér þykir vænt um, þegar mér lfkar ekki, þvi að þá er ég að hugsa um, að ég gæti haft það skárra. Mér þykir vænt um að finna það, þegar ég finn að mér líkar ekki. allt saman. En svo er ég svona eins og pinu ánægð yfir, ef ég get bætt úr þvi. Á sýningunni eru 23 myndir, allar nýlegar. Þær eru svipaðar nokkuö, blóm þekja vföa mynd- flötinn, en á þeim öllum gefur aö lfta fólk. Yfirleitt eru þaö útlfnur fólksins, sem sjást, rétt eins og skuggamyndir, stundum er fólkiö I litum, en sjaldnast sjást þó andlitsdrættir. Eins og GRÍMA sagöi áöan, er hver sjálfráður um, hvaö hann sér út úr þessum klessum. Svona iýsir hún mynd,, sem blaöamanninum virtist sýna vofur á sveimi umhverfis litla upplýsta skúta, en Ijóst strik hlykkjast frá einu horni myndar- innar til annars, eins og þráöur. Myndin heitir ævintýri: — Það er nefnilega þannig, að ég hugsaði það, þegar þetta kom svona hjá mér, að þetta væri á gamlárskvöld. Þeir sem eru skyggnir, þeir sjá inn i steinana, en það þarf ekki að vera að segja þaö, náttúrlega. En svo er þetta GÓLFTEPPI Glæsileg ensk ullarteppi á hagstæðu verði. K. B. Sigurðsson h.f. Höfðatúni 4 sfmi 2-24-70. Mólmiðnaðarmenn tsienzka Álfélagið óskar eftir að ráða nokkra járniðnaðarmenn og rafsuðumenn nú þegar. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri, simi 52365. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar sem fyrst i póst- hólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK „Fffa”. Frá þessari mynd er sagt í viðtalinu viö listakonuna. Sjá má dökkar verur I fffunni, en þaö er fólkið, sem vinnur viö tfnsluna. fólk á heimilinu, svona, það er að fara að skemmta sér, og það er ekki huldufólk. Þetta er bara huldufólk, sem er hérna inni i steinunum, og amma barnanna er að taka þarna til hjá þeim til að kveikja ljósin, og svo eru börnin komin og ætla að fara að skemmta sér i kring þarna. En þetta fólk þarna, það er að fara bara þarna að gamni sínu, áður en það fer að drekka sér og svoleiðis, kaffi og ýmislegt, þú veizt. En svo eru þarna persónur, sem hafa þekkzt, þykir vænt hvoru um annað, þú ferð ekki að skrifa það, ég bara segi þér þetta, og hann er ekki alveg viss. Hann er með blóm, sem hann ætlar að gefa henni, og mér finnst að hún muni taka við blóminu og þetta muni nú ganga hjá þeim en ég hafði lækinn á milli þeirra, sko, hann þarf að komast fyrir lækinn til hennar: það er svoleiðis. Hún er alveg viss. Ég held svo aö þessi maöur sé með einhverja blómategund, ég held að það sé ekki steinn, en hann er nú eitthvaö að glettast hérna viö lappirnar á henni þessari, en viðsleppum þvi: þetta gæti verið maður, sem er mikill leikfimimaður og sterkur, hann gæti bara tekiö hana upp á lófanum, ef hann vildi. Það er svoleiðis. Þessi maður þarna heyrir I steininum. Hann er ekki skyggn, en hann er dulrænn og hann heyrir f steininum. Hann stoppar við. Ég hugsa að hann segi bara ekkert frá þvi. Hann vill ekkert vera að þvi, hann er svoleiðis dulur i skapi. Hann kærir sig ekkert um að vera að bulla um það, eins og ég er að bulla núna. Það er ekki vist að hann segi nokkurn skapaðan hlut frá þvi, kannski héldi fólk að hann væri bara eitthvað skrýtinn. En það er bara fyrir fólk sem er með skyggnigáfu að sjá svona. Næsta mynd heitir Fffa. Þaö er tvfskipt mynd, neöri helmingur- inn er ekkert nema hvft blóm meö skuggamyndum af fólki á milli, en efri hlutinn er blómahaf, litskrúðug, falleg blóm. — Þetta er svona spilda eða sund i flóanum, þar var svo mikil fifa, og þetta er fólk, sem er að tina fifuna, bæði börn og mæðurnar. En þótt blómin séu á bak við, þá mætti nú kannski hugsa svo, mér datt það nú svona I hug, þegar koma meiri ljós, að ég nú tali ekki um rafmagnið, þá gæti þetta lika verið ljós æsk- unnar sjálfrar, innra með, hugar- farið æskunnar, það er orðið Grfma leggur sföustu hönd á eina af myndum sfnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.