Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 32

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. r Ævintýri eftir Asbjörnsen og AAoe: SAGAN AF KOLBÍT Það var einu sinni fátækur maður, sem átti þrjá sonu. Þegar hann dó, fóru tveir eldri synirnir út i heiminn, til að freista hamingjunnar. En þeir vildu ekki hafa yngsta bróður sinn með sér, þvi að þeir sögðu, að hann væri ekki til annars en að róta til i öskunni og liggja i henni. ,,Þá fer ég einn”, sagði Kolbítur, en svo hét yngsti bróðir þeirra. Bræður hans fóru og komu til konungs- hallarinnar, þar fengu þeir atvinnu, annar hjá hestaverðinum en hinn hjá yfirgarðyrkju- manninum. Kolbitur fór lika af stað, og hafði með sér trogið, sem var eini arf- ur hans eftir foreldra sina, en bræður hans höfðu ekki vjljað eiga það, þvi að það var svo þungt i vöfunum, En Kolbitur vildi ekki láta það verða eftir. Þegar hann hafði gengið um hríð, kom hann til konungs- hallarinnar, sem bræður hans voru nú þjónar i. Þar bað hann um at- vinnu, en honum var sagt að þar væri ekkert fyrir hann að gera. En fyrir itrekaðar bænir hans, fékk hann atvinnu við að bera spýtur og vatn til eldhús- stúlkunnar. Hann var iðinn og duglegur, og það ieið ekki á löngu, áður en öllum þeim, sem umgengust hann, þótti vænt um hann. En bræður hans voru latir, og voru þeir þess vegna oft barðir fyrir vinnu- svikin. En svo fóru þeir að öfunda Kolbit, af þvi að honum gekk betur en þeim. Rétt á móti konungs- höllinni hinum megin við stórt vatn bjuggu tröll, sem áttu sjö silfur- endur. Þær voru oft að synda á vatninu og sáust þá frá kóngshöllinni. Þessar endur langaði kónginn til að eiga. Einu sinni sögðu bræðurnir hestaverðin- um, að Kolbitur hefði sagt, að hann gæti vel náð i endurnar handa kónginum. Það leið ekki langur timi, áður en hestavörðurinn sagði kónginum þetta. Kóng- urinn kallaði strax á Kolbit og sagði við hann: „Bræður þinir hafa sagt, að þú gætir útvegað mér silfur- endurnar”. ,,Það hefi ég hvorki hugsað né sagt”, svaraði drengurinn. En kóngurinn hélt áfram: ,,Þú hefur sagt það, og þú skalt gera það”. ,,Já,” svaraði dreng- urinn, ,,ef þú lætur mig hafa 10 pund af rúgi og annað eins af hveiti, þá skal ég reyna”. Hann fékk það, og lét það i trogið sitt, sem hann hafði haft með sér að heiman. Hann réri siðan yfir vatnið með það. Þegar hann kom yfir vatnið, gekk hann að vatnsbakkanum og stráði þar matnum, og að þessu var hann, þangað til hann hafði ginnt endurnar upp í trogið. Svo bar hann þær út i bátinn. Hann réri siðan af stað, eins hratt og hann gat með endurnar. Þegar hann var kominn á mitt vatnið, kom tröllið út og sá hann. ,,Ertu farinn með silfurendurnar minar?” hrópaði tröllið. ,,Já”, svaraði dreng- urinn. „Kemur þú ekki bráð- um aftur?” spurði tröllið. ,,Það getur vel verið”, svaraði drengurinn. Þegar Kolbitur kom með silfurendurnar til konungsins, óx álit hans, en að sama skapi óx öfundsýki bræðra hans. Þeir fundu þá upp á þvi, að fara til hesta- varðarins og segja hon- um, að þeir hefðu heyrt bróður sinn segja, að hann gæti útvegað konunginum, ábreiðuna með silfur- og gullrósun- um, sem tröllið ætti. Konungurinn sagði það drengnum, að bræður hans hefðu sagt, að hann gæti útvegað sér trölls-ábreiðuna, með gull- og silfurrósunum, og ef hann gerði það ekki, þá skyldi hann verða drepinn. Kolbitur sagðist hvorki hafa hugsað það né sagt, en þegar það dugði ekki, bað hann um þriggja daga frest. Þegar þeir voru liðnir, réri hann af stað yfir vatnið. Þegar þangað kom, fór hann varlega og hafði hát á hellinum. Loks sá hann að tröllið kom út með ábreiðuna, til að viðra liana. Þegar það var komið inn aftur, greip Kolbitur ábreið- una, og réri af stað heim DAN BARRV Ég hélt að ég T Við gerðumiHún ætti hefði sagt ykkur, það. strákar aðnái 'hana Et þaö er y „>>eða þa Victoria Malone, getur bara/ semþúert að gleymt - kalla í skaltu Aþessu vera kurteís.y McFry.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.