Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 18
18 TtMINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. Menn og máUfni Ragnar Arnalds og Gyifi Þ. Gíslason vitna Árásir Þjóð- viljans á Ragnar Arnalds Þjóðviljinn gerir sér nú mikið far um að gera hlut Ragnars Arnalds sem minnstan. Þetta gerir blaðið þó á dulbúinn hátt. Það þykist vera að beina geiri sinum aö Framsóknarflokknum meö þvi aö halda fram þeirri sögufölsun, að myndun nýrrar vinstri stjórnar hafi strandaö á honum. Raunverulega er Þjóð- viljinn hér að ráðast á Ragnar Arnalds, en hann hélt þvi fram, þegar umrædd stjórnar- myndunartilraun strandaði, að hún hefði strandaö á óvilja Alþýöufiokksins. Það er nú fundið Ragnari Arnalds til foráttu, að hann geti hlaupið á sig og sagt rétt frá, þegar máli skiptir að halla frásögunni. Nú telja Þjóö- viljamenn það pólitiska nauösyn að kenna Framsóknarflokknum um, að ekki náðist samkomulag um nýja vinstri stjórn, en eiga óhægt um vik, vegna fyrri frá- sagnar Ragnars. Þess vegna er hann nú krossfestur i Þjóð- viljanum og talinn óhæfur til áframhaldandi forustu. 1 tilefni af áróðri Þjóðviljans varöandi Framsóknarflokkinn, þykir rétt að rifja upp einu sinni enn sögu umræddrar stjórnar- myndunartilraunar. Yfirlýsing Ólafs Jóhannessonar Þvi var yfirlýst fyrir alþingis- kosningarnar af formanni Fram- sóknarflokksins, Ólafi Jóhannes- syni dóms- og viðskiptaráðherra, að fengju stjórnarflokkarnir meirihluta yrði vinstri stjórninni haldið áfram aö þvi tilskildu, að samkomulag næðist um efna- hagsmál og önnur meiriháttar mál. úrslit kosninganna urðu þau, að stjórnarflokkarnir fengu ekki starfhæfan meirihluta. Úti- lokað var þvi, að unnt yrði að mynda vinstristjórn, nema hægt yrði aö fá Alþýðuflokkinn til sam- starfa. við stjórnarflokkana. Framsóknarmenn hófu strax at- hugun á þvi eftir kosningarnar, og kom í ljós, að stór hluti Alþýöuflokksins vildi athuga þann möguleika af fullri alvöru. Framsóknarmenn reyndu i fram- haldi af þvi að ná auknu sam- starfi við Alþýðuflokkinn. t þeim tilgangi buðust þeir til að styðja formann Alþýðuflokksins sem forseta Sameinaðs þings á þjóð- hátiðarþinginu og fengu til þess stuðning þingmanna annars stjórnarflokksins. Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Alþýðuflokkurinn gekk til sam- starfs um forsetakjöriö á þessum grundvelli. Hérvarstrax mynduð samstaöa með Alþýðuflokknum sem gat leitt til annars meira, ef rétt væri haldiö á málunum. Ills viti Það var strax ekki góðs viti, aö Alþýðubandalagið hafnaði sam- vinnu við Framsóknarflokkinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna um að styðja formann Alþýðuflokksins sem forseta Sameinaðs þings. Sumir forustu- menn bandalagsins voru að visu fúsir til sliks samstarf, en aðrir ekki, og þeir réðu. Þess vegna léku þingmenn Alþýöubanda- lagsins þann furðulega leik viö fyrstu og aöra atkvæðagreiðslu um forsetann, að kjósa einn af þingmönnum Framsóknarflokks- ins, þótt þeir vissu aö Fram- sóknarflokkurinn hafði ákveðið að styðja formann Alþýðuflokks- ins. Við þriðju atkvæðagreiðsluna neyddust þeir hins vegar til að kjósa Gylfa. Eftir það hófst sam- vinna milli stjórnarflokkanna og Alþýðuflokksins um kjör annarra forseta. Þaö hafði vitanlega allt annaö en heppileg áhrif á Alþýðuflokk- inn, að Alþýðubandalagiö vildi ekki ganga tii samvinnu við hann um kosningu forseta Sameinaðs þings eins og bæði Framsóknar- flokkurinn og Samtökin gerðu. Dellur Þjöðvlljans °g Alþýðublaðsins Forseti tslands fól fyrst Geir Hallgrimssyni að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Hann sneri sér m.a. til Framsóknarflokksins. Svar Framsóknarflokksins var á þá leið, að hann geröi sér von um að geta myndaö rikisstjórn með stjórnarflokkunum og Alþýðu- gang viðræðna hinna fjögurra flokka um stjórnarmyndun. Óhætt er þó aö segja, að bæði Framsóknarflokkurinn og Sam- tökin gengu til þessara viðræðna af fullum heilindum. Þetta varö hins vegar hvorki sagt um Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkinn. Af hálfu Alþýðubanda- iagsins voru sett fram ýms skilyrði, sem þeir vissu að Fram- sóknarflokkurinn myndi ekki geta fallizt á, eins og um þjóð- nýtingu ýmissa samvinnufyrir- tækja. Alþýðubandalagið hafði ekki sett þessi skilyrði i stjórnar- myndunarviöræöunum 1971, a.m.k. ekki af neinni alvöru. Þetta voru óeölileg vinnubrögð af hálfu flokks, sem ætlaöi sér að koma i stjórnarsamvinnu, þvi aö slik samvinna ólikra flokka getur þvi aöeins tekizt, aö þeir þoki deilumálum til hliðar, en samein- ist um hitt, sem þeir eiga sam- eiginlegt. Framganga Alþýðu- bandalagsins var þvi gersneydd slikri tillitssemi. Astæðan var sú, að þótt kjósendur bandalagsins væru fylgjandi vinstra samstarfi og einnig margir forustumenn þess, þá voru forustumennirnir, stjórnarmyndunartilraun ólafs Jóhannessonar tókst ekki, var deila milli samninganefndar Alþýðuflokksins og Ólafs Jóhannessonar um hugsanleg samráð stjórnarmyndunar- aðilanna við stjórn ASl og aðra aðila vinnumarkaðarins um næstu aðgerðir i efnahagsmálum. Alþýðuflokkurinn, Samtökin og Alþýðubandalagið óskuðu eftir þvi þegar i upphafi, að viðræður ættu sér stað við fulltrúa íaun- þegasamtakanna en forsætis- ráðherra lýsti þvi margsinnis yfir, að hann vildi ekki eiga form- legar viðræður við stjórn ASt um efnahagsaðgerðir fyrr en eftir að stjórnin hafði verið mynduð og ákvarðanir hefðu verið teknar. A viöræðufundinum i gær siö- degis var það enn afstaöa Alþýðu* bandalagsins og Samtakanna að taka bæri upp viðræður við fulltrúa launþegasam- takanna, en væri það hins vegar úrslitaskilyrði af hálfu Ólafs Jóhannessonar, aö við- ræður ættu sér ekki stað fyrr, en eftir að stjórnin hafði verið mynduð, myndu þessir tveir atriðum á sjónarmið Alþýðu- flokksins og var allan timann um algera samstöðu þessara flokka að ræða i þessum efnum. Alþýðubandalagið hélt hins vegar fast við þá stefnu, sem þjóðin hafði hafnað i kosningunum og ekki er þingmeirihluti fyrir, að helmingur varnarliðsins skuli fluttur á brott á næsta ári og að ákvörðun yrði tekin um algeran brottflutning þess i ársbyrjun 1976. Þessi ihaldsemi Alþýöubanda- lagsins við óraunhæf stjórnarmið eyöilagði þessa stjórnar- myndunartilraun”. Þótt þeim Ragnari og Gylfa beri ekki saman, er þó sameigin- legt hjá báðum, að hvorugur kennirFramsóknarflokknum um, að viöræðurnar fóru út um þúfur. Um vitnisburði þeirra er annars það að segja, að hvorugur segir nema hálfan sannleikann, en sé frásögn þeirra löfeð saman, kemur allur sannleikurinn i ljós. Vinstri viðræðurnar strönduðu á sameiginlegum óvilja eða vilja- leysi þessara flokka til þess að Miövikudagur 14. ágúst 1974—39. árg. 148 tbl. Ragnar Arnalds í viðtali við Þjóðviljann flokknum. Þetta varð til þess, að tilraun Geirs misheppnaöist og fól forseti tslands þá ólafi Jó- hannessyni að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Hann sneri sér þegar til stjórnarflokkanna og Alþýðuflokksins og hófstu eftir þaö viðræður undir forustu hans um stjórnarmyndun þessara fjögurra flokka. Bæði Alþýðu- bandalagið og Alþýöuflokkurinn lýstu sig fylgjandi slikri stjórnar- myndun, en það furðulega gerðist samt, að i framhaldi af þessu hófst ein hin hatramasta rit- deila milli Þjóðviljans og Alþýðu- blaðsins, þar sem Þjóðviljinn fann Alþýðuflokknum flest til áfellis, en Alþýðublaðið reyndi aö gera hlut Alþýöubandalagsins sizt betri. Þetta benti ekki til þess, að þessir flokkar ætluðu að mynda stjórn saman. Hámarki sinu náðu þessi skrif, þegar Þjóöviljinn birti i fyrsta blaði eftir þjóðhátiöina á Þingvöllum forustugrein, þar sem ráðizt var harkalega á Gylfa Þ. Gislason. Framkoma hans á Þingvöllum hafði þó veriö með ágætum og þjóðinni til sóma. Óvilji Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks Hér verður ekki reynt að rekja sem mestu réðu og stjórnuðu Þjóðviljanum, á annari skoðun. Þeir sáu fram á erfiðleika og um- deildar stjórnarráöstafanir, og hugðust þvi að reyna að afla sér fylgist i stjórnarandstöðu. Þess vegna reyndu þeir ekki að greiða fyrir vinstra samstarfi, heldur hiö gagnstæða, Þetta kom ef til vill gleggst fram i sambúðinni við Alþýðuflokkinn i sambandi við varnarmálin. Þar hélt Alþýöu- bandalagið jafnan fram skilyrö- um, sem það vissi að Alþýöu- flokkurinn gat ekki fallizt á. Afstaða ráðandi forustumanna Alþýðuflokksins var þvi miöur sama marki brennd. Þetta kom vel I ljós á siöasta fundi viðræðn- anna, þegar formaður flokksins dró upp i fundarlokin ályktun um samráð við verkalýðssamtökin, enda þótt Ólafur Jóhannesson heföi margtekiö fram, að slik samráð kæmu fyrst til greina eft- ir að stjórn hafði verið mynduð. Vitnisburður Ragnars Arnalds Til staðfestingar óvilja Alþýðu- flokksins til þátttöku i vinstri stjórn, er einna gleggst að vitna i viðtal, sem Þjóðviljinn birti við Ragnar Arnalds 14. ágúst sl., Þar sagði á þessa leið: ,,pað sem úrslitum réð um að flokkar ekki fylgja kröfunni til streitu. Aftur á móti lýstu fulltrú- ar Alþýöuflokksins því yfir, að þessi krafa væri úrslitaatriði af þeirra hálfu. Forsætisráðherra lýsti þvi þá yfir, að hann stæði fast við fyrri yfirlýsingar sinar, og þessi afstaða Alþýðuflokksins „skæri úr” um það, að stjórnar- myndunartilraun væri lokið”. Lokaniðurstaða Ragnars Arnalds var þessi: „Hitt sendur þó upp úr og er aðalatriðið, aö forustumenn Al- þýöuflokksins skorti bersýnilega vilja til samstarfs”. Vitnisburður Gylfa Þ. Gíslasonar Vitnisburður Gylfa Þ. Gisla- sonar um óvilja Alþýðubanda- lagsins var ekki siður skýr. Hann birtist i viðtali sem Alþýöublaðið birti við Gylfa 14. ágúst sl. Þar Sagði Gylfi eftir aö hafa rætt um deiluna út af þvi, hvort hafa ætti samráð við verkalýðssamtökin fyrir eða eftir stjórnarmyndun: „Hitt er svo annað mál, að hér var um að ræða ágreining um málsmeðferð. Efniságrein- ingurinn, sem máli skiptir, var um varnarmálin. Þar féllst Framsóknarflokkurinn I megin taka á sig ábyrgð á vandasömum ráðstöfunum á erfiðum timum. Samstarfið við Sjálfstæðis- flokkinn Eftir að slitnaði upp úr við- ræðunum um myndun vinstri stjórnar, ákvað Framsóknar- flokkurinn að leita samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Um annan kost var ekki að ræða, nema em- bættismannastjórn, sem ekkert hefði getaö. Á timum hinnar miklu verðbólgu, sem nú geisar i heiminum, skiptir það enn meira máli en ella að tryggja þjóðinni, sem traustasta þingræðisstjórn Sjónarmið Sjálfstæðisflokkins var hið sama. Þótt flokkarnir séu ósammála um margt, eru þeir sammála um, að nú verði það aö sitja I fyrirrúmi fyrir öðru að verjast þeim erfiðleikum, sem hin alþjóðlega veröbólga veldur, en slik eru áhrif hennar, að fjár- hagslegt sjálfstæði og lýðræðis- legirstjórnarhættir margra þjóða eru taldir i mestu hættu. A slikum timum er það nauðsynlegt að sliðra sverðin, ef kostur er, og sameinast gegn hættunni. Með það i huga er núverandi stjórnar- samstarf hafið. Framtið þjóðarinnar getur ráðizt af þvi, hvort þaö nær tilgangi sinum. —Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.