Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 16
r r Y\vm.u. TÍMINN í-'Pf •wdmfr/ón .£ iii^cbunnug Sunnudagur 3. nóvember 1974. AFTUR TIL HINS EINFALDA Gildi þjóðfélagsins hækkar jafnt og þétt 16 Ginn þekktasti tóniistar- frömuður landsins, dr. Haligrimur Helgason, er sex- tugur i dag. í tilefni af þvi hefur Timinn átt viðtal við hann og fer það hér á eftir: — Hvenær og hvar fæddist þú? — 3. nóvember 1914 á Eyrar- bakka, en þar var faðir minn, Helgi Hallgrimsson, kennari við barnaskólann. Móðir min var Clöf Sigurjónsdóttir. — Hver er þín fyrsta endur- minning um söng? — Það er lagið „Ein yngismeyj- an gekk úti i skógi”, sem ég heyrði móður mina fara með, er ég var tveggja ára gamall. Snemma mun ég hafa haft góöa söngrödd, þvi að ég man sjálfan mig fjögurra ára aö aidri syngja með undirleik fööur mlns lagið „Husker du i Höst”, eftir danska tónskáldiö Peter Heise. Söng ég lagiö á dönsku. Siðar, er ég sótti einkaskóla hjá móðursystur minni, Jónu Sigur- jónsdóttur á Hólatorgi, áskotnað- ist mér viðurnefnið „söngplpa”, en það gáfu mér leikfélagar minir, þvi að Jóna lét okkur ávallt byrja hvern skólamorgun með sameiginlegum söng, eins og siðar gerði kennari minn I Mið- bæjarbarnaskóla, Steinunn Bjartmarsdóttir. Annars voru foreldrar minir bæði sönghneigð og léku á hljóð- færi. Faðir minn var einn af fá- um, sem tekið hafði söngkenn- arapróf, og hann var um skeið organisti við messur hjá afa- bróður minum, Haraldi Niels- syni. Þannig átti ég þvi láni að fagna að alast upp i tónelsku umhverfi. Á sumrum var ég jafr.an hjá afa minum og ömmu á Grims- stöðum á Mýrum Hallgrimi Nlelssyni og Sigriði Helgadóttur. Þar var litið sveitaorgan og alltaf mikiö sungið. Þar söng faðir minn t.d. lagið Valagilsá eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, sem þá var nýtt af nálinni, og vakti almenna hrifningu. Afi minn hafði verið forsöngvari við Alftártungu- kirkju, og I minnum var haft, hve langamma min, Sigriður Sveins- dóttir hafði lifgað þar upp kirkju- söng, en hún var dóttir Guðnýjar Jónsdóttur, sem dáð var af Fjölnismönnum sakir ljóðgáfu hennar. — Eftir upplagi þinu aö dæma hefirðu snemma fengið tilsögn i grundvallaratriðum tónmenntar. Hverjir voru fyrstu kennarar þin- ir? — Foreldrar minir og bæjar- lækurinn á Grlmsstööum, þau kenndu mér að lesa nótnaskrift- ina I tveim lyklum, að þekkja snertla á hljómborði, en viö læk- inn brýndi ég raust mina og reyndi að yfirgnæfa fossniðinn meö þvi að kveða sjálftilbúnar hendingar. Eina þeirra man ég enn: „Hvar ertu silungur? Sýndu á þér sporöinn eins og lambið dindilinn!” Atta ára gamall eignast ég hálffiðlu og fer I tima til Þórarins Guðmundssonar fiðluleikara. Mikla viröingu bar ég fyrir þreknum manni, sem á undan mér var hjá Þórarni. Reyndist þaö slðar vera Þórarinn Jónsson, tónskáld. Fyrstu sporin á gripbrettinu voru örðug og verst var aö láta rlma saman lesna nótu og spilaöan tón. Bjargaöi ég mér þá með þvi að spila það, sem sett var fyrir, á orgel föður mins, læra það utanaö og spila svo það sama á fiöluna eftir eyranu. Skeikaði mér aldrei i þessum undan- brögðum og Þórarin grunaði ekkertfyrr en ég sagði honum frá neyöarúrræði mlnu tuttugu árum slöar. Hann hló við og sagði; „Mikill bannsettur prakkari hefir þú verið”. — Siðar lærði ég byrjunaratriði i planóleik hjá frænku minni, Kristrúnu Hallgrimsson og Onnu Péturss. Mikil uppörvun var mér, hve viljugur faðir minn var að leika undir hjá mér I fyrstu fiðlu- lögum minum. Og oft lékum við saman fjórhent á pianó, HöskuldurDungalfrændi minn og ég- — Nú hefur þú ásamt hljóð- færanámi stundað venjujega skólagöngu, reyndist þér ekki tor- velt að sinna hvorutveggja? — Tólf ára gamall fór ég i Menntaskólann og hlaut ágætis- einkunn á stúdentsprófi 1933. Samhliða námi I Menntaskólan- um spilaði ég i Hljómsveit Reykjavikur og varö svo nemandi Tónlistarskólans er hann var stofnaður. Sem ungur fiðlari spilaði ég á menntaskólaskemmt- unum, einnig á kvöldvökum nemenda i útvarpi og siðast en ekki sizt, með tilliti til batnandi fjárhags á dansleikjum með Árna Björnssyni, Þóri Jónssyni og fleiri i Gúttó, Iðnó og Bárunni. Við stúdentspróf hlaut ég verð- laun frá Alliance Francaise fyrir ágætis frammistöðu i frönsku, einnig verðlaun frá Pálma rektor Hannessyni, sem mér fannst af- bragðskennari, viðlesinn og skemmtilegur. — Tónmenntanámi hefir þú svo haldið áfram? — Eftir millibilsástand, m.a. sem forfalla-enskukennari við Stýrimannaskólann og starfs- maöur i Kreppulánasjóði, hélt ég til Kaupmannahafnar, æfði þar stúdentakór og nam tónmenntir, en fór 1936 til Leipzig. Þar lifði ég mitt fyrsta blómaskeið, ef svo mætti segja, naut tilsagnar af- burða kennara og eignaðist marga góða vini. Mest lærði ég hjá Herman Grabner I tónfræöi og tónsmiði, einnig hjá Jóhann Nepomuk David og Felix Pety- rek. Pianóleik nam ég hjá Otto Weinreich, fiðluleik hjá Edgar Wollgandt, konsertmeistara I Ge- wandhaus-hljómsveitinni, tengdasyni þess marglofaða meistara, Arthur Nikisch, hljóm- sveitarstjóra. Þeir störfuðu við konservatóriið, en við háskólann lagði ég stund á músikvisindi hjá Heinrich Husmann og Helmut Schultz þar sem ég samdi min fyrstu tónverk, svo sem „Hin hljóðu tár” eftir Stein Steinarr og fyrstu planó-sónötu mina, sem Haraldur Sigurösson flutti á nor- rænni tónlistarhátiö I Kaup- mannahöfn 1938, i fyrsta sinni er Island var þátttakandi. — Þú hvarfst þá heim 1939. En hvað tók þá viö? — Þótt próflaus væri, setti ég I mig kjark og efndi til tónleika i Gamla biói með eigin verkum i janúar 1940. Á efnisskrá voru ein- söngslög, kórlög, strokkvartett, fiðlusvita og tvö pianóverk, sem ég lék sjálfur. Naut ég aðstoðar duglegra tónlistarmanna, Páls Isólfssonar, Björns Ólafssonar, Þorvalds Steingrimss., Einars Markan, Indriða Bogasonar, Þór- halls Arnasonar og Otvarpskórs- ins. Bráttgeröistég músikdómari við Alþýðublaðið, kennari við Námsflokka Reykjavikur, Menntaskólann og viö Kennara- skólann I forföllum, einnig spilaði ég fyrstu fiðlu i Hljómsveit Reykjavikur á konsertum og i leikhúsi, stjórnaði Stúdentakór Háskólans, Borgfirðingakórnum, Barðstrendingakórnum og Eyrbekkingakórnum. Þá hélt ég nokkra fyrirlestra við Háskóla Is- lands um íslenzk þjóðlög og lék við messur i Háskólakapellunni. 1940 samdi ég kantötuna Heilög vé viö ljóð Jóns Magnússonar, til- einkaði hana Háskólanum og var hún frumflutt undir minni stjórn við háskólasetningu i tilefni af vigslu nýju háskólabyggingarinn- ar. Sumarleyfum minum varði ég til þess að feröast um landið og safna islenzkum þjóölögum. Var Hallgrimur Helgason ég þá oft á hestbaki vikum saman, kom á fjölmarga sveita- bæi og heyrði tóna, sem I sannferðugri nekt sinni voru bergmál þjóðarsálar. Þetta var mér jafndýrmætur skóli og vistin i Leipzig. Æ siðan hefir hann verið mér þaö bjarg, þar sem ég hefi I trausti á æðra tilgang lifsins staöiö af mér holskeflur vonbrigöa og mótlætis. Sumpart sem árangur af þessu starfi hefi ég gefiö út alls niu hefti með islenzkum þjóðlögum i eigin raddsetningu. — Nú hefur þú starfað talsvert að félagsmálum. Hvert er helzta framlag þitt á þvi sviði? — Vafalaust sá fyrsti bunki af upphafs-umboðum sem ég safnaði, svo að hægt yrði að stofna STEF, en það nafn fann ég upp og lagði fram sem tillögu á fundi stofnenda og var hún strax samþykkt. Sá ég fljótt hve þessi félagshugmynd Jóns Leifs var bráðnauðsynleg til eflingar tónverkasköpun á okkar landi. Ég átti svo sæti i fyrstu stjórn STEFS. Annars var ég 1941 meðstofnandi Félags islenzkra tónlistarmanna, fyrsti ritari þess og ritstjóri málgagns félagsíns, tfmaritsins TÖNLISTIN, sem langlífast hefir orðið fram til þessa af öllum múslktima- ritum íslands. Þvi miður lagð- ist timaritið niður er ég hóf lokanám mitt i Sviss. Þá var ég einnig einn af stofnendum Tónskáldafélags Islands, átti sæti i fyrstu stjórn þess og varð siðar framkvæmdastjóri félagsins. 1944 var ég svo kjörinn formaður sjálfstæðrar konserthljómsveitar og lék þar fyrstu fiðlu við hlið mins gamla kennara, Þórarins Guðmundssonar. Þetta var hljómsveit Félags islenzkra hljóðfæraleikara. ótrauðlega unnu þeir með mér, þeir Bjarni Böðvarsson og Fritz Weishappel, og allir hljóðfæraleikarar léku endurgjaldslaust. Allt innkomið fé rann i félagssjóð. Löngu siðar 1962 hafði ég svo þá ánægju að stofna ásamt Páli ísólfssyni og Jóni Þórarinssyni tónverkaútgáfu Menningarsjóðs, Musica Islandica, en það var i fyrsta sinni i sögunni, að tónskáld, lifs eða liðin (erfingj- ar), fengu greidd laun fyrir útgáfuleyfi á tónverkum, Drifum við út 25 verk á 4 árum. Mér þótti leitt að starfsemin skyldi leggjast niður er ég tók að vinna I Kanada. — Nú varst þú próflaus, búinn að afkasta talsverðu. En stóð ekki hugur þinn til að ljúka formlega námi? — Jú, vissulega. Þegar efni voru i varasjóði, hélt ég til Sviss og lauk þar þeim prófraunum, er ég taldi vænlegust til þess að búa mig sem bezt undir það að verða landi minu að liði. Ég tók kenn- arapróf i fiðluleik, rikispróf i tónfræði og tónsmiði og hlaut loks fyrstur allra Islendinga doktors gráðu i músikvisindum við há- skólann I Zurich fyrir rit mitt um islenzk rimnalög, forsögu þeirra, byggingu og framsagnarhátt. Sem aukafög tók ég norrænu og þýzka bókmenntasögu. 1 fiðluleik komst ég það langt að spila sólósónötur Bachs og fiðlukon- serta eftir Beethoven, Bruch og Brahms. Til tónsmiðaprófs skyldi semja móttettu i pólýfón-stil fyrir blandaðan kór og tvöfalda fúgu fyrir strokkvartett, auk margra annarra úrlausna. I norrænu skilaði ég ritgerð um samanburð á formi og innihaldi íslendinga- sagna og Fornaldarsagna Norðurlanda. Meðal kennara minna voru Paul Hindemith og A.-E. Cherbuliez. Að afloknu doktorsprófi tók ég tima i pianó- leik hjá A. Baum og I raddbeit- ingu hjá Mia Neusitzer-Tönnisen, söng hjá henni m.a. allt Krists- hlutverkið I Matteusar-passiu Bachs.'Við konservatóriið I Zur- ich lagði ég einnig stund á kór- stjórn og hljómsveitarstjórn hjá Paul Muller. — Þú hefur nú brugðið þér öðru hverju frá Sviss á meðan á lokanámi stóð. Stutt er til annarra landa til allra handa. Hvert lá þá leið þin öðru fremur? — Til Italiu. Þar var léttur lifs- andi,góð afþreying og upplyftandi tilbreyting frá borgaralegum þunga Svisslendinga. Þess sjást vel merki i verki mlnu Intrada og Kansóna. Annars varð mér tiðförult til Þýzkalands, þar sem verk min voru oft flutt, með eða án minnar aöstoðar. 1952 hélt ég svo konsert meö eigin verk- um I Kaupmannahöfn þar sem ég lék undir hjá fjórum sólistum og stjórnaði hljómsveit. Var ég harðánægöur með blaðaummæli strangra danskra dómara. Þriggja tima islenzkt kvöld undirbjó ég I svissneska útvarp- inu skömmu siðar, hélt erindi hjá ýmsum félögum og fyrirlestra við marga háskóla, bæði i Hollandi, Sviss, Austurriki, Vestur- og Austur-Þýzkalandi. Ég mun hafa talað þar i um 80 borgum, þar af i 30 háskólum og tónlistarskólum. Aöur en ég hvarf heim aftur var ég aöstoöarkennari hjá prófessor Georg Kempff (bróður Wilhelms pianósnillings) við háskólann i Erlangen-Nurnberg. Skipulagði ég þar Islenzka viku með sýningu á isl. myndlist, fyrirlestrum, konsertum og sérstökum póst- stimpli, sem stimplaðar voru meö um 500 þúsund póstsendingar. Stimpill þessi táknaði náin tengsl milli Islands og Þýzkalands. Var hann búinn til af prófessor við listaakademiuna i Nurnberg og sýndi gamla burstabæinn á Bergþórshvoli og tvo fræga kirkjuturna I Erlangen. — Hvað telur þú merkastan viöburð ævi þinnar sem tónskáld? — Efalaust þann dag, er ég undirritaði samnipg viö eitt fræg- asta músikforlag heims, Breit- kopf & Hartel, um að verk min skyldu tekin upp i forlagið, og þá ekki siður þá viðurkenningu sem St. Thomas kórinn i Leipzig veitti mér með þvi að syngja mótettu mina, Þitt hjartans barn, en þessi drengjakór litur nú aftur til 700 Afmælisrabb við dr. Hallgrím Helgason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.