Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 3. nóvember 1974. Hjalti hefur staðið í lands- liðsmarkinu í tæp 16 ár... — hann ieikur sinn 75. landsleik í dag MARKVÖRÐURINN snjalli úr FH, Hjalti Einarsson leikur sinn 75 iandsleik i dag kl. 16,00, þegar Islenzka iandsliðið mætir Færeying- um i Laugardaishöllinni. Þetta er merkilegur áfangi hjá Hjalta, se(ti hefur staðiö I landsliðsmarkinu I tæp 16 ár — hann iék sinn fyrsta landsieik I janúar 1959 i Norðurlandaför landsliðsins og lék hann sinn fyrsta leik gegn Norðmönnum I Osió. Hjalti hefur næst flesta iandsleiki fyrir tsland, aðeins Geir Hallsteinsson hefur leikið fieiri landsieiki, eöa 80. Um siðustu helgi léku þrir landsliðsmenn timamótaleiki, það voru þeir Einar Magnússon, sem tryggði sér gullúrið — 50 leikir, Olafur Jónsson og Axel Axelsson: Einar Magnússon Vlkingurinn Einar Magnús- son lék sinn 50. landsleik gegn V-Þjóðverjum sl. laugardag. Hann var fyrst valinn i lands- liðið 1967 og lék hann sinn fyrsta leik gegn Tékkum, sem voru þá heimsmeistarar I Laugardalshöllinni 3. desember. Þeim leik lauk með sigri Tékka 19:17 og skoraði Einar eitt mark I þeim leik, en hann var þá valinn I landsliðið sem linumaður. Siðan hefur Einar leikið 51 landsleik, skor- að 114 mörk i þeim. Ólafur H. Jónsson Fyrirliði landsiiðsins Ólafur H. Jónsson úr Val lék sinn 70. landsieik gegn Ungverjum sl. sunnudag. Ólafur lék sinn fyrsta landsleik gegn V-Þjóð- verjum 16. nóvember 1968, þá aðeins 18 ára gamall — þeim l leik lauk með sigri V-Þjóð- verja 22:21 I Laugardalshöll- inni. Ólafur hefur skorað 151 mark i landsleikjum sinum. Axel Axelsson Axel Axelsson lék sinn 40. landsleik gegn V-Þjóðverjum sl. laugardag. Axel hóf að leika með landsliðinu i marz 1972, þegar liðið lék i undan- keppni Olympiuleikanna á Spáni. Fyrsti ieikur Axels var jafnteflisleikurinn gegn Finnum 10:10 I Biibao. Siðan hefur Axel leikið 41 landsleik, hann hefur skorað hvorki meira né minna en 187 mörk i þeim, sem er frábær árangur. Leikjahæstu menn: Leikjahæstu leikmenn: Geir Ilallstcinsson, FH/Göppingen.............. 80 Hjalti Einarsson, FH .......................... 74 Sigurbergur Sigsteinsson, Fram ................ 73 Ólafur Jónsson, Val............................ 70 Viðar Simonarson, Haukum/FH ................... 68 Björgvin Björgvinsson, Fram.................... 62 Gunnsteinn Skúlason, Val....................... 54 Sigurður Einarsson, Fram....................... 51 Einar Magnússon, Viking........................ 51 Jón H. Magnússon, Viking/Lugi.................. 48 Gunniaugur Hjálmarsson, ÍR/Fram ............... 46 Ingólfur óskarsson, Fram/Malmberget............ 45 Stefán Jónsson, Haukum......................... 44 Auðunn óskarsson, FH .......................... 44 Axel Axelsson, Fram/Dankersen.................. 41 Þorsteinn Björnsson, Fram/Armann............... 40 KICKERS OFFENBACH: Ekki verið hátt skrifað... Offenbachliðið hefur aldrei verið jafn sterkt og um þessar mundir OFFENBACH heitir borg í Þýzkalandi/ sem er svo gott sem samvaxin við stórborgina Frankfurtam Main. Frá þeirri borg kemur knattspyrnuliðið Kickers Offenbach, en lið þeirra hefur ekki verið hátt skrifað í knatt- spyrnusögu Þýzkalands. Það kom því mjög á óvart, er Offenbach burstaði Evrópumeistarana og Þýzkalands- meistarana, Bayern Munchen, f 1. umferð yfirstand- andi keppni, 6-0. Þar var i fyrstu um kennt leikþreytu meistaranna, en síðan hefur komið í Ijós, að lið Offen- bach hefur aldrei verið jafn sterkt og það er einmitt þetta keppnistímabil. Þegar þetta er skrifað eru þeir í þriðja sæti, aðeins einu stigi frá efsta liðinu, og þyrfti ekki að koma á óvart, þó þeir lendi ofarlega í Bundeslig- unni þetta keppnistímabil. Þjálfari Offenbach er Otto Reh- hagel, en hann nam þjálfun hjá Hennes Weisweiler, þjálfara Mönchengladbach. Aður fyrr var hann leikmaður við RW Essen, Hertha BSC og Kaiserslautern, en gerðist siðan þjálfari hjá Saar- brucken, áður en hann kom til Offenbach. Hann er ennþá innan við fertugt og mjög drifandi þjálfari, og hefur greinilega góð áhrif á lið Offenbach. Frægasti leikmaður Offenbach er án efa Sigi Held, leikmaður með þýzka landsliðinu i HM keppnunum i Englandi 1966 og Mexico 1970. Hann er ennþá mjög fljótur og hættulegur kantmaður, og á þátt I flestum þeim mörkum, er Offenbach skorar, en þar er iðnastur við kolann Erwin Ko- stedde, sem áður spilaði með Standard Liege. 1 byrjun keppnis- timabilsins keypti Offenbach leikmann að nafni Norbert Jan- zon frá liðinu Wormatia Worms, og hefur hann reynst mjög góður liðsstyrkur fyrir Offenbach. Þeir hafa og yfir að ráða mjög góðum markamanni, Fred Bockholt, en hann er mjög slyngur við að verja vitaspyrnur, og varnarmennirnir Rausch og Ritschel gefa sig ekki fyrr en i fulla hnefana. Kickers Offenbach var stofnað 27. mai 1901 og hefur á rúmlega HAMBURGER SV: P Liðið sem mest hefur komið á óvart í ár Liðið er nú í efsta sæti í „Bundesligunni" ÞAÐ LIÐ, sem komið hefur mest á óvart á þessu keppnistimabili i Þýzkal andi, e r Hamburger SV. Þeir hafa verið i efsta sæti i Bundesligunni svo til frá byrjun keppnistimabils- ins, og eftir 10 umferðir voru þeir efstir með 15 stig. Þessi skyndilegi árangur liðsins kemur á óvart, þar sem s.l. ellefu ár, hafa þeir aldrei komist ofar en i sjötta sæti i Bundesligunni, og flest þessi ár var hin fræga kempa Uwe Seeler með Hamborg. En þeir virðast hafa gert góð kaup á leik- mönnum áður en keppnistimabilið hófst, nýju mennirnir hafa sýnt mjög góða leiki, og hafa þeir drifið hina áfram, sem fyrir voru i liðinu. Þjálfari Hamburger SV er Kuno Klötzer og hefur hann verið með liðið I rúmt ár. Hann hefur komið viða við sem þjáifari, og áður en hann kom tii Hamborgar var hann þjálfari hjá Dusseldorf, Hannover 96, Preussen Munster, SW Essen, aftur Dússeldorf, Offenbach, Nurnberg, og enn einu sinni Dusseldorf, þannig að hann ætti ekki að skorta reynslu i starfi sinu. Ekki var neinn liðsmaður Ham- borgar i liði Þýzkalands I HM keppninni, en þeir leikmenn HSV, sem vert er að minnast á eru: Markvörðurinn Rudi Kargus, varnarmennirnir Peter Hidien og Peter Nogly, miðjumennirnir Horst Bertl, Klaus Zaczyk og Ole Björnmose, Dani, sem hefur verið hjá HSV siðan 1971. 1 fram- linunni eru þrir afar hættulegir sóknarmenn, þeir George Volkert, sem jafnframt er fyrir- liði, Willi Reimann, en hann var keyptur frá Hannover fyrir keppnistimabilið, og Hans- Jurgen Sperlich, sem einnig er einn af hinum nýju mönnum HSV. Hamburger SV, sem I daglegu tali er aðeins nefnt HSV, var stofnað 29. september 1887, og er liðiö annað elsta lið Bundesligunnar. Liðið hefur fjórum sinnum orðið Þýzka- landsmeistari árin 1922, 1923, 1928 og 1960, einu sinni bikarmeistari árið 1963, og einnig vann liðið einu deildarbikarkeppnina, sem háð hefur verið i Þýzkalandi, en það var árið 1973. Völlur HSV er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.