Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 39

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 39
Sunnudagur 3. nóvember 1974. TÍMINN 39 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla Hakan féll ofan á brjóstið og hann virt- ist sofa mjög fast. Þá kinkaði Hal Clayton kolli i áttina til geim- steinanna og siðan i áttina til dyranna, og ég skildi strax, hvað hann átti við. Ég rétti út höndina og tók böggulinn, og siðan stóðum við upp og bið- um stundarkorn án þess að hræra legg eða lið. Bud bærði ekki á sér. Ég sneri lyklinum i skránni of- ur hægt og hljóðlega, og siðan þrýsti ég á handfangið jafn gæti- lega og við læddumst á tánum fram á gang- inn og læstum hurð- inni hljóðlega á eftir okkur. Engin lifandi sál var sjáanleg, og bátn- um miðaði vel eftir hinu breiða fljóti i daufu tunglskininu. Án þess að segja orð gengum við upp á efri þiljur og settumst nið- ur aftur á. Við vissum báðir, hvað okkur bar að gera, án þess að við þyrftum að ræða það og útskýra það hvor fyrir öðrum. Dud Dix- on mundi vakna og sakna böggulsins, og þá mundi hann þjóta eftir okkur, þvi að hann var karl i krap- inu, sem ekki var smeikur. Þegar hann kæmi, yrðum við að fleygja honum fyrir borð eða týna lifinu að öðrum kosti. Það fór hrollur um mig, þegar ég hugsaði um það, en þið skuluð ekki halda, að ég hafi látið sjá á mér nokkurn hræðslu- 0 Íþróttír Flensborg á 4.47.8 og 1973 Ga Sel- foss á 4.41.4. Verölaun fyrir þetta sund er bikar, sem nú er keppt um i sjötta sinn. B. Piltar: Bringusund 20x33 1/2 m. Menntaskólinn i Rvik. vann 1961 á 8.28.7 eða meðaltima 25.4 sek. Arið 1962 Kennaraskóli ís- lands 8.03.5, en 1963 Menntaskól- inn i Rvik á 8.39.5 og sami skóli 1964 á 8.25.8. Meðaltimi 25.2 sek., 1965 Menntaskólinn i Rvik á 8.21.1, 1966 sami skóli á 8.25.7, 1967 sami skóli á 8.22.0, 1968 sami skóli á 8.07.2, 1969 sami skóli á 8.08.4, 1970 sami skóli á 8.24.5, 1971 Háskóli Islands á 8.13.9, 1972 Flensborgarskóli á 8.32.3 og 1973 Flensborg á 8.32.0. Verðlaun fyrir þetta sund er bikar, sem nú er keppt um i fjórða sinn. VARÚÐ: Kennarar og nemendur varist að setja til keppni þá, sem eru óhraustir eða hafa ekki æft. LEIKREGLUR: Akvæðum leik- reglna I sundi verður stranglega fylgt. A sl. móti gerðu 8 sveitir sund sitt ógilt. ATH: Aðeins er unnt að taka þær sveitir til keppninnar, sem til- kynnt hefur veriö um fyrir kl. 16: 1) Fyrir yngri flokka mánud. 20. nóv. 2) Fyrir eldri flokka miðvikud. 25. nóv. TILKYNNINGAR: um þátttöku sendist sundkennurum skólanna i Sundhöll Rvikur fyrir yngri flokka i síðasta lagi mánudaginn 20. nóv. fyrir kl. 16 og fyrir eldri flokka i siðasta lagi miðvikud. 25. nóv. fyrir kl. 16. HIÐ SÍÐARA SUNDMÓT SKÓL- ANNA 1974-’75 fer að öllum likindum fram i Sundhöll Reykja- vfkur I marz n.k. 0 Byltingin landinu nýja stjórnarskrá, sem á bæði að tryggja lýðræði og eins efnahagslegar og félagslegar framfarir. Herinn á að taka við þvi hlutverki, sem stjórnarskráin segir til um — en það verður að likindum aðeins fólgið i þvi að verja landið gegn utanaðkomandi árás. En saga Portúgals frá önd- veröu er i mótsögn við það, sem nú hefur verið sagt. Þvi má ekki vænta þess, að kraftaverk eigi sér stað I Portúgal. Það jákvæðasta, sem hægt er að búast við að gerist i portúgölskum stjornmálum, er, aö raunsæisstjórn setjist að völd- um — stjórn, sem tekst á við vandamálin, eins og þau koma fyrir, en reynir ekki að leysa þau á hugmyndafræðilegum grund- velli. Þá er von til þess, að þeir agnúar, sem nú eru helztir á portúgölsku þjóðfélagi — efna- hagslegt og félagslegt óréttlæti — hverfi smám saman. Sé jafn- framt um þingræði og lýðræði að ræða, þá ber að fagna þvi. (ET þýddi og endursagði) ©Dr. Hallgrímur Eftir tvær heimsstyrjaldir og atómsprengjumorö hljómar þetta máské hjáróma. En viti eru til varnaðar. Hyggindi ávinnast með örum, þrek með andstreymi. 1 okkar tækniheimi vantar hjartað húsaskjól. 1 tónheimi á það at- hvarf i þessari óefnisbundnu list allra lista eins og Guðmundur Finnbogason komst að oröi: Það sem mannsandinn hefur komizt hæst, hefir hann fleytt sér á tónum. Ég aðhyllist þá skoðun, að tónn sé tjáning tilfinningar frekar en tilviljunar. Tónverk er meira en reikningsdæmi eöa bókfærsla, þar sem debet og kredit verða að standastá. Lausung lamar, festa styrkir. Svo er skap sem skötnum hentar, en fararheill heildar er þá bezt tryggð, að.sem flestir stefni að sama marki. Kjarni sam- ræmis og feguröar birtist jafnt i vögguljóði móöurinnar sem i hljómdrápu meistarans. — Nú sé ég, að þú ert ráðinn til starfa I háskólanum — Já, mjór er mikils visir. Mér hefir stundum orðið hugsað til þess, að i þeim efnum sem hér um ræðir, værum við eftirbátar annarra þjóða. Okkur er tamt að lita til Noregs sem er smæst Norðurlandaþjóðana. Fyrir nokkrum árum yar ég staddur i Osló, og mér til und- runar komst ég að raun um, að innan veggja háskólans var starfsliö tónlistardeildarinnar skipað átján mönnum. Ég sagði, mjór er mikils visir. 1 raun og veru er mér það gleðiefni, að hér skuli vera brotið blað i þróunar- sögu háskólans, Engu vil ég um það spá, hvað framtíöin felur i skauti sinu, en hitt vil ég vona, að stjórnvöldum landsins skiljist sem fyrst, að hér er um mikla vanrækslu að ræða og úrbóta sé börf. Háskólinn er menningargrund- völlur þjóðarinnar, sem kunnugt er, og fráleitt ætti það ekki að teljast, að þessi stofnun væri það einnig i þeim efnum, sem hér um ræðir. é — Sóttir þú ekki um söngmála- stjórastarfið? — Jú, að visu, en ég er það bjartsýnn að eygja möguleika að þýðingarmiklu starfi á breiðum grundvelli fyrir land og þjóð. Þegar embætti söngmálastjóra þjóðkirkjunnar var stofnaö með lögum fyrir nokkrum árum tel ég, að heillarikara hefði orðið að heiti starfsins væri ekki tengt einni stofnun, heldur landi og þjóð, sem sé: Söngmálastjóri rikisins. Slikt starf hefði þá verið i nánum tengslum við skólakerfi landsins, til uppbyggingar fslenzku tón- menntalifi, og þvi orðið máske enn heillavænlegra til eflingar söng og tónmennt, og þá um leið almennum kirkjusöng. Dr. Hallgrimur Helgason og kona hans, Valgerður Tryggva- dóttir Þórhallssonar, hafa reist sér myndarlegan bústað i Vogi i Arbæjarhverfi i ölfusi og mun Hallgrimur vera þar á afmælis- daginn. Vonandi er dr. Hall- grimur Helgason nú alfluttur heim og fær tima og tækifæri til að sinna og ljúka þeim mörgu verkefnum, sem hann hefur með höndum i þágu Islenzkrar tón- menningar. —Þ.Þ. Bókaútgáfa — Umboðsmenn Stór bókaútgáfa óskar eftir umboðsmönn- um á eftirtöldum stöðum: Patreksfirði, Ólafsfirði, Raufarhöfn, Vik i Mýrdal, Þorlákshöfn, Búðardal. Starfið er létt og skemmtilegt, kjörið fyrir bókamann og gefur nokkra tekjumögu- leika fyrir áhugasaman mann. Tilboð sendist Timanum fyrir 10. nóvember, merkt 1846. JfiÍJíiíiffl. Sauðórkrókur FUFI Skagafirði heldur almennan félagsfund i Framsóknarhús- inu Sauöárkróki sunnudaginn 3. nóv. kl. 16. Dagskrá: 1. Eggert Jóhannesson og Pétur Einarsson ræöa málefni SUF og stjórn- málahorfurnar og svara fyrirspurnum. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. Stjórnin. Framsóknarfélag Dalasýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Dalasýslu verður haldinn i As- garöi suniiúd. 3. nóv. klukkan 3. — Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig kosning fulltrúa á kjördæmisþing og kosnir fulltrúar á flokksþing. Asgeir Bjarnason mætir á fundinum. FUF Dalasýslu Aðalfundur Fél. ungra framsóknarmanna Dalasýslu verður haldinn i Asgarðisunnudaginn 3. nóv. kl. 3. Venjuleg aðalfundar- störf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og kosning fulltrúa á flokksþing.Geröur Steinþórsdóttir ræöir málefni SUF og stjórn- málaviðhorfin. Ásgeir Bjarnason mætir á fundinum. Stjórnin. Austur-Húnavatnssýsla FUF i Austur Húnavatnssýslu heldur fund á Hótelinu Blönduósi sunnudaginn 3. nóv. kl. 20:30. Dagskrá: 1. Eggert Jóhannesson og Pétur Einarsson ræða málefni SUF og stjórnmálahorfurnar og svara fyrirspurnum. 2. Kosnir fulltrúar á flokksþing. Stjórn- in. Framsóknarfélag Reykjavíkur Fundur I Framsóknarfélagi Reykjavikur mánudaginn 4. nóv. i Glæsibæ kl. 20.30. Fundarefni: Kosnir fulltrúar á Flokksþing. Umræður um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. Árnessýsla FUF I Arnessýslu heldur aðalfund að Eyrarvegi 15 Selfossi, þriðjudaginn 5. nóvember kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfund- arstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing og kjördæmisþing. 3. Eggert Jóhannsson ræðir málefni SUF 4. Eysteinn Jónsson ræðir stjórnmála viðhorfin. r Hörpukonur Hafnarfirði, Garða- og Bessastaðahreppi Fundur verður haldinn að Strandgötu 33, Hafnarfirði fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 20:30. Fundarefni: Kosning fulltrúa á flokksþing. önnur mál: Bingó, kaffi. Stjórnin. Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavikur verður haldinn i Framsóknarhúsinu, fimmtudaginn 7. nóv. kl. 20.30. Bagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning fulltrúa á 16. flokksþing Framsóknarmanna. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. önnur mál. Félagsmenn mætið stundvislega. Stjórnin. Kópavogur Aðaifundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember n.k. i Félagsheimilinu (neðri sal) og hefst kl. 20.30 stundvislega. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kosnir fulltrúar á flokksþing og kjördæmisþing. Þráinn Valdimarsson framkvæmdastjóri mætir og svarar fyrirspurn- um- Stjórnin. FUF Keflavík Almennur félagsfundur veröur haldinn i Framsóknarhúsinu föstudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing og kjördæmisþing. 2. önnur mál. Stjórn FUF. Vesturlandskjördæmi 14. þing Sambands framsóknarfélaganna I Vesturlandskjördæmi verður haldiö i Framsóknarhúsinu á Akranesi laugardaginn 9. nóvember næstkomandi og hefst það kl. 10, árdegis. Dagskrá verður samkvæmt lögum sambandsins. Stjórnin. Suðurland Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna I Suðurlandskjördæmi verður haldið I félagsheimilinu Leikskálum, Vik i Mýrdal sunnu- daginn 10. nóv. kl. 10 árdegis. Fulitrúar mætið vel og stundvis- lega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.