Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 30

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 3. nóvember 1974. Nú-tíminn Vetrarfagnaður í Tónabæ s.l. sunnudag - l; 'Jt NU-TIMINN varð fyrir vaiinu SAMKEPPNINNI um nafn á tónlistarsföuna lauk í vikunni, og bárust okkur um þrjátiu hugmyndir. Viö viljum þakka öllum, sem sendu okkur nöfn, og vonum aö þeir haldi áfram aö skrifa okkur. Það nafn sem varö fyrir valinu, er Nú-Tim- inn. Sá sem stakk upp á þvi nafni bað um aö nafn hans kæmi ekki fram, —■ en hann hefur nú þegar fengið verö- launin, LP-plötu að eigin vali, og þaö má geta þess, að hann valdi sér plötuna So Far, samansafn af beztu lögum Crosby, Stills, Nash and Young. Til gamans ætlum við að birta nokkrar aðrar hug- myndir um nöfn á slðuna: Trltill, Botnia, Tóni, Popp- slagur, Lang-siöan, popp- bylgjur, Sigvaldi (i höfuðið á honum Sturlaugi), stafnbúi, popp á topp, pinupopp, hljóm- kviður, poppbárur, stuttsiðan, timarúm, Stjáni rokkari, tónkvisl og I dúr og moll. Pelican: Bezta „instrumental” hijómsveitin. SIÐASTLIÐINN sunnudag, þann 27. október, bauð Tónabær upp á fjórar Islenzkar hljómsveitir, sem fluttu allar eingöngu (eða nær eingöngu) frumsamið efni. Viö lestur auglýsinga( og til- kynninga um þessa skemmtun hefði mátt ætla, að popp- og rokk- unnendum gæfist hér ákjósanlegt tækifæri til að hlýða á frumsamda Islenzka popp- og Rokktónlist — sem þeir myndu óeiað ekki vilja missa af. Hugmynd forráða- manna Tónabæjar er góð, og þetta var virðingarverð tilraun til að koma hugmyndinni I fram- kvæmd, gera hana að veruleika. Ætla hefði mátt, að I Tónabæ gæfist gott tóm til að gera saman- burð á þessum fjórum hljóm- sveitum (Pelican, Júdasi, Eik og Roof Tops) og ungir sem aldnir poppaödáendur myndu flykkjast upp I Tónabæ á þessa fyrirfram ágætu tónleika. ■ Það er skemmst frá þvi að segja, aö þessi vetrarfagnaður (en svo nefnist þessi dagskrá) brást öllum þeim vonum, sem við hann voru bundnar. í fyrsta lagi bauð húsið ekki upp á neina raunverulega hljómleika. Sæti voru engin, utan þessir venjulegu básar, sem rúma aðeins um 10% gesta, — og það var vart hægt að ætlast til að gestir þyldu við á gólfinu mest allan tim- ann, jafnvel þótt maðurinn I diskótekinu bæði fólk um að setjast betur...?? Gestir þessa kvölds virtust skiptast mjög I tvo hópa, annars vegar voru þeir, sem héldu að hér yrði boð- iö upp á hljómleika, þar sem eingöngu yrði hlustað á hljóm- sveitirnar. Hins vegar voru þarna gestir, sem héldu, að vetrar- fagnaöurinn væri bara venju- legur dansleikur. Þessi skemmtun þróaðist út i að vera sambland að hvoru tveggja, sumir stigu dansspor, meðan aðr- ir hlustuðu. í öðru lagi voru 90% af gestum kvöldsins Tónabæjar- kynslóðin, unglingar sem þarna Plata Roof Tops lofar góðu. eiga heima og lita á þessi Jiúsa- kynni sem þeirra eign. Hljómsveitin Pelican var fyrst á dagskrá. Hún átti að hefja leik sinn klukkan átta, en byrjaði aðeins fyrir klukkan hálf niu. Islenzk stundvisi það. Hljómfæraieikur Pelican var óaðfinnanlegur og frumlegur á köflum. Björgvin Gisiason var einstaklega afslappaður, og unun að heyra til hans. Hér sýndi Björgvin mun meiri tilþrifená plötunni „Uppteknir”, þar sem gltarleikur hans var allur mjög þvingaöur. Hér var hann ferskari og hljóðfæraleikararnir allir mjög öruggir. Söngurinn háir Pelican tilfinnanlega, og sýnist mér, að Pelican nái ekki öllu iengra án nauðsynlegra breytinga. Þá vant- ar tilfinnanlega bakraddir i hljómsveitinni, — hins vegar var allur hljóðfæraleikur góður, og Pelican er nú áreiðanlega bezta „instrumental” hljómsveitin á tslandi. HLJÓMPLÖTUDÓAAAR ★ ★ ★ ★ ★ DOAAARI: GUNNAR GUNNARSSON ★ ★ ★ Þá eru Jethro Tull komnir aft- ur á kreik eftir nokkurt hlé, og hefur Ian Anderson greinilega gert það upp við sig, að annað Passion-play-ævintýri borgar sig ekki, — þvi þessi plata minnir á margt af þvi gamla, sem hljómsveitin gerði. War Child er nokkurs konar tengi- liður á miiii Aqualung og Thick as a Brick. Meö Aqualung á hún sameiginlegt hinn þunga rafmagnsgitar- hljóm og nokkuö þungiamaleg lög, en frá Thick as a Brick léttleikan i sambandi við kassagitarinn. (Hlustið á byrjunina á Thick as a Brick). War Child er ekki það bezta, sem Tull hafa sent frá sér, en platan lofar góðu um að Ian Anderson og félagar séu að ná sér aftur á strik. Lou Reed varð allt I einu popp- stjarna á siöasta ári, þegar „Take a Walk on the Wild Side” klifraði upp á hæstu tinda' vinsældalista, og var slðan kosin bezta 2ja laga platan. Með LP-plötunni Berlin (haust ’73) sannaði Reed, aö hann er einn af fremstu tónlistarmönnum poppsins, platan fékk lofsam- lega dóma, textarnir lofaðir upp I hástert. Berlin er heilsteypt plata, — en það er meira en hægt er að segja um nýju plötuna. Að vlsu örlar á skemmtilegum tilþrifum bæði i lögum og text- um. Gagnrýnendur hafa farið hörðum orðum um plötuna, of hörðum að mlnum dómi, — þvi þeir sem þekkja tónlist Lou Reed munu hafa ánægju af plötunni, þótt hnignun hafi óneitanlega átt sér stað, þegar litið er á plötuna I heild. Flestir kannast við lagiö Wild Thing, er hljómsveitin Troggs gerði frægt á sinum tima og Fancy endurvöktu nýlega, en færri kannast við höfund lagsins, sem heitir Chip Taylor og er country-söngvari vestur I Ameriku. Chip Taylor er að visu eng- inn venjulegur country-söngv- ari, þvi lög hans eru nokkrum gæðaflokkum fyrir ofan það countryvæl, sem við eigum að venjast frá t.d. Charlie Rich eða Johnny Cash, — en hvaö um það.....þessi nýja plata hans er bráðskemmtileg og á eflaust eftir að koma mörgum I gott skap nú i skammdeginu. Meira að segja harðsoðnir rokkaðdáendur munu hlusta á Taylor og hafa gaman af. Some of Us er plata fyrir flesta, ef ekki alia. John Sebastian er einn af upphafsmönnum hijómsveit- arinnar Loving Spoonful, sem gerði garðinn frægan fyrir all- mörgum árum. Siöan hefur Sebastian flakkaðum og lciiið inn á nokkrar plötur, og er sú nýjasta Tarzana Kid. Platan er anzi tvlskipt að gæðum, — en þó er á henni að finna nokkur góð lög, þar sem bregður fyrir hnitnum og skemmtilegum köflum, er minna á Loving Spoonful. önnur lög eru anzi þurr og gjörsneydd allri tilfinningu, sem einkenndi verk hans áður fyrr. Tarzana Kid er plata, sem ég tel að aöeins sanntrúaður Sebastian-aðdáendur gætu fellt sig viö, — og þarf hann að taka sig verulega á, ef hann á ekki alveg að faila I haf gleymskunnar. Hljómplötudeild FACO hefur lónað síðunni þessar plötur til umsagnar Keflvlska hljómsveitin Júdas átti næsta leik: Allur leikur Júdasar var yfir- vegaður og nákvæmur, enda bar hún af á þessu kvöldi. Ég tel, að þaö sem Júdas er að gera, sé vafalaust eitthvað það merkasta, sem islenzk popphljómsveit er að gera um þessar mundir. Lög þeirra eru mörg hver mjög skemmtilega unnin, en rödd Magga Kjartans nýtur sln hins- vegar mjög illa, þegar þeir ieika á sviði, og kom söngurinn þvi freikar illa út, sérstaklega þar sem hann þurfti að beita röddinni verulega. Þrátt fyrir þennan galla skai Júdasi þakkað fyrir sitt framlag, án þeirra hefði veriö hægt að sjá litið jákvætt við þessa hljómleika. Þegar Júdas hafði lokið leik sinum kom langt hlé. Plötusnúð- urinn hafði á orði, að sumir væru orðnir stirðir i fótunum, og þvi var danslögum brugðið á fóninn og dans stiginn. Þegar stirðleik- anum var loks náð úr fótunum, birtist hljómsveitin Eik, og var beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir að heyra til hennar. Öli lög Eikar voru „instrumen- tal”, en þeir urðu söngvaralausir I vikunni fyrir hljómleikana. Fyrsta lag þeirra lofaði mjög góðu, og maður fékk það á tilfinninguna, að þeir væru að gera árans merkilega hluti. En það stóð ekki lengi, þvi öll lög þeirra voru keimlik, og þegar á framlag þeirra er litiö sem heild, kemst maður að þeirri niðurstöðu að lögin voru mjög einhæf. (Það má geta þess, að Eik flutti eitt tónverk i mörgum þáttum). Sem hljóðfæraleikarar eru þeir mjög góðir, en ef þer ætla að halda áfram söngvaralausir, hygg ég að þeir verði að gera einhverjar breytingar, bæði i lagavali og hljóðfæraleik. Roof Tops kom siðast fram og lék nokkur lög af nýju plötu sinni, sem er að koma út. „Roof Tops lék langt undir getu á þessum hljómleikum. Þeir voru I vandræðum með söngkerfið, virtust mjög taugaóstyrkir, og náðu engan veginn saman. Hins vegar virtust lög þeirra vera mjög snotur, og þvi lofar plata þeirra góðu. Gunnar Ringsted gltarleikari var sá eini, sem bar af. Þegar samkomunni var lokið, tókum við nokkra gesti tali og spurðum þá, hvaða hljómsveit hefði að þeirra dómi verið bezt. Svörin voru mjög mismunandi, eins og þetta sýnishorn sannar: — Mér fannst Júdas áberandi beztir. — Pelican voru beztir, og Eik kom mjögá óvart. Júdas og Roof Tops voru hvorki betri né verri en ég bjóst við. — Roof Tops voru beztir, — þeir báru af. — Júdas og Eik voru beztir, en ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Þó fannst mér lög Eikar vera betri. Pelican voru beztir, þar á eftir komu Júdas. Pelican og Roof Tops voru áberandi beztir. —Gsal—G.G.—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.