Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. WMINN 9 Hér lentLOldsmobile-bifreiö Kennedys i vatninu. JM Dyke-brúin var ekki nema 20 sentimetrum breiöari heldur en bminn sjálfur. Kennedy haföi sýnt miklag óvarkárnl 1 akstrlnumT Innfellda myndln'éT'ST Mary Jo Kopechne. an niu næsta morgun, sem hann haföi samband viö lögreglustöö- ina. Kennedy sagði að lokum, að hann hefði þegar fengið tiltal fyr- ir að hafa farið af slysstaðnum, og að hafa ekki gert lögreglunni aðvart þegar i stað. Einnig sagð- ist hann hafa viðurkennt þetta brot sitt strax, og þess vegna var hann ekki dæmdur eins hart tveimur mánuðum siðar. Hættulegur orðrómur 1 fyrstu leit helzt út fyrir að ævintýrið við Chappaauiddick ætlaöi að gjöreyðileggja pólitisk- an feril Kennedys. En þegar hann spurði kjósendur sina i Massa- chusetts, hvort þeir óskuðu þess að hann drægi sig til baka, fékk hann það svar, að þeir teldu ekki að hér hefði verið um svo alvar- legt mál að ræða. Ráðgjafar Kennedys gripu tækifærið. Allt var gert til þess að draga hjúp gleymskunnar yfir Chappa- quiddick. Kennedy-nafnið átti að lifa. En þetta reyndist ekki svona auðvelt. Nú fór fólkið að tala: Kennedy hafði drukkið stift i veizlunni og skemmt sér vel með stúlkunum, sér i lagi Mary Jo Kopechne, sögðu kjaftakerl- ingarnar. Umtalið varð svo mik- ið, að loks var ákveðið að láta fara fram opinbera rannsókn á málinu. Rannsóknin átti að hefjast 3. september 1969, en lögfræðingur Kennedys fékk frest, og einnig fékkst þvi framgengt, að rann- sóknin færi fram fyrir luktum dyrum. Það var ekki fyrr en 5. janúar, 1970, að rannsóknin hófst og þá undir stjórn hæstaréttar- dómarans James A. Boyle. Dómsrannsóknin stóð i fjóra daga, og 27 vitni voru kölluð fyrir. Aftur fór fólk að tala, þegar leynd var haldið yfir öllum vitnaleiðsl- um og málsgögnum. Frú Joseph Kopechne skýrði fréttaþyrstum blaðamönnum frá þvi, að bæði henni og manni hennar hefði ver- ið neitað um leyfi til þess að fylgj- ast með réttarrannsókninni. — Hér er verið að fjalla um dauða dóttur okkar. brátt fyrir það er látið rétt eins og við séum ekki til. Við fáum ekkert að vita. Málaferli bak við luktar dyr með Kennedy sem miðdepil vakti svo mikið umtal, að mikil hætta var á þvi að allar réttar og sannar upplýsingar myndu hverfa i haf- sjó slúðursins. Þegar Kennedy kom út úr réttarsalnum virtist mönnum hann vongóður á svip- inn. — Skýringar minar hér voru mjög einfaldar, og endurtekning á þvi, sem ég sagði i sjónvarpinu 25. júli. Ég svaraði öllum spurn- ingum ákærandans hreint og beint og mér skilst, að skýrt verði opinberlega frá þvi sem ég hef hér sagt, þegar réttur timi er kominn.... Sá orðrómur komst þó á kreik, að sækjandinn i málinu Edmund Dinis, hefði verið æfareiður vegna þess að hinn einráöi dóm- ari, Boyle, hafði tekið málið al- gjörlega i sinar hendur og stjórn- að öllum vitnaleiðslum án þess aö leyfa Dinis að komast að. Fólk sagði, að Dinis hefði vilja ákæra Kennedy fyrir að hafa valdið manneskju dauða með ógætileg- um akstri. Þeim, sem til þekktu, kom saman um, að þetta væri nærri lagi. Kviðdómurinn sat á fundi i þrjá og hálfa klukkustund á meðan hann var að koma sér saman um niðurstöður dómsins. Kviðdóm- endur voru allir bundnir þagnar- skyldu um dómsniðurstöður og á hverju þær hefðu byggzt, og þeg- ar öllu var lokið gat sækjandinn i málinu gengið út á tröppur hins 112 ára gamla dómshúss i Edgar- town og skýrt þeim, sem þar biðu frá þvi, að rannsókn væri lokið og enginn yrði lögsóttur út af þvi, sem gerzt hafði. Sýkn saka Fólkið fyrir framan dómshúsið tók þessu með miklum fagnaðar- látum, og sá, sem kátastur var af öllum, var að sjálfsögðu Edward Kennedy sjálfur. í útvarpinu sagði hann: — Ég er glaður yfir endalokum þessa máls. Ekki aðeins sjálfs min vegna, heldur einnig vegna þess fólks, og fjölskyldna þess, sem blandazt hafa inn i málið.... Alls höfðu 28 vitni skýrt frá þvi, sem þau höfðu séð og heyrt og hvað þeim fannst um málið, en aðeins eitt þessara vitna — Kennedy sjálfur — vissi i raun og veru allan sannleikann. Gestir Kennedys á Chappaquiddick i júli 1969 voru þessir: John B. Crimmins, Joseph Gargan, Raymond S. Larsa, Paul F. Markham, Charles C. Tretter, Mary Jo Kopechne, Rosemary Keough, Ann Lyons, Mary Ellen Lyons, Esther Newburgh og Susan Tannenbaum. Karlmennirnir fimm voru nánir vinir og félagar Kennedys. Stúlkurnar sex voru allar milli tvitugs og þritugs, vinkonur frá Washington. Frá yfirheyrslunum: Þér töluðuð við Mary Jo Kopechne áður en þér yfirgáfuð sumarbústaðinn. Verið svo vænn að skýra frá samtalinu. Kennedy: — Ég sagði við hana, að ég væri þreyttur og ætlaði að aka aftur til hótelsins. Hún vildi endilega fá að koma með mér, og ég sagði: —Ég ætla að fara strax. Að svo búnu bað ég Crimmins um billyklana. Dinis: — Crimmins er vanur að aka alltaf bilnum yðar, hvers vegna vilduð þér nú endilega aka sjálfur i þetta skipti? Kennedy: — Crimmins var ekki búinn að borða, og ég sá, að hann skemmti sér vel, og þess vegna vildi ég ekki vera að ónáða hann til þess að aka þessa fáu kflómetra.... Dinis: — Þér hafið skýrt frá 'þvi, að þér hafið drukkið romm og kók um kvöldið. Hversu mikið drukkuð þér? Kennedy: Ég drakk aðeins tvö glös. Dinis: — Funduð þér á yður áfengisáhrif? Kennedy: — Alls ekki. Dinis: — Teljið þér sjálfur, að þér hafið verið algjörlega ódrukkinn, þegar þér ókuð af stað? Kennedy: — Alls ódrukkinn. Dinis: — Þegar þér komuð aö vegámótunum beygðuð þér til hægri I átt að Dyke-brúnni. Hvenær gerðuð þér yður ljóst, að þér höfðuð villzt af leið? Kennedy: — Ég get ekki sagt um það með vissu. Mér fannst einhvern veginn, að vegurinn væri ekki eins góður og ég átti von á. Dinis: — Þérvissuð þá, að þetta var ekki rétta leiðin, en hélduð þrátt fyrir það áfram. Hversu hratt ókuð þér? Kennedy: — Ég ók með um 30 km hraða á klukkustund, áður en mér varð algjörlega ljóst, að ég var á rangri leið kom ég auga á brúna. Þá voru framhjól bilsins þegar komin út i vatnið. Dinis: — Hvað gerðist svo? Kennedy: — Billinn sökk. Ég man eftir þvi, að Mary Jo hreyfði sig við hliðina á mér i bilnum, ég veit ekki hvort við slógumst, eða hvort hún sló mig, og sparkaði i mig. Allt varð svart. Vatnið fossaði inn i bilinn, og ég lá með höfuðið niðri i vatninu. Kennedy heldur áfram: — Ég gat ekki andað, og ég sá, að það var allt orðið fullt af vatni, svo mér varð ljóst, að við urðum að komast þegar i stað út úr bilnum. Ég gat ekki áttað mig á hlutunum, af þvi, að ég vissi ekki að billinn lá á hvolfi. Þegar vatnið fór að renna niður i mig greip mig örvæntingaræði, og ég hélt ég myndi drukkna. Ég komst út úr bflnum, en ég veit ekki hvernig, og komst upp á yfirborðið. Ég var alveg að þvi kominn að kafna. Ég komst i land og fór aftur upp á brúna og þaðan reyndi ég sjö eða átta sinnum að kafa niður að biln- um til þess að ná Mary Jo, en allt án árangurs. Straumurinn var of mikill. Dinis: — Hvers vegna sóttuð þér ekki hjálp? Fleiri gátur Kennedy: — Var nokkur ástæða til þess að kalla á hjálp? Dinis: — Mjög mikil. Til dæmis kalla á lögreglu eða slökkvilið. Kennedy: — það var ætlun min að fara til lögreglunnar. Dinis: — Var nokkur, sem hindraði það? Kennedy: — Ég vona að rétturinn skilji afstöðu mina og sjái aumur á mér. Ég vildi óska þess, að ég gæti látið réttinn finna hvernig mér leið, þegar við Markham og Gargan gengum aftur af slysstaðnum eftir árangurslausar björgunartil- raunir þeirra. Þegar við vorum komin inn i bilinn, sögðu þau mér, að ég skyldi fara strax til lögreglunnar og skýra frá slysinu. En hugsanirnar flugu i gegnum höfuð mitt: Hvernig átti ég að hringja svona um miðja nótt til foreldra Mary Jo Kopechne og segja frá þvi að dóttir þeirra væri drukknuð? Ég þyrfti lika að hringja til móður minnar og eiginkonu, en allt i einu fannst mér eins og Mary Jo væri lifandi Framhald á bls. 28 Froskmaður rannsakar bil Kennedys Stórkostlegur TORFÆRUHJÓLBARÐI á stórkostlegu verði: 600- 16/6 fullnegldur 5740 kr. 650- 16/6 fullnegldur 6575 kr. 750- 16/6 fullnegldur 7440 kr. BARUM BREGST EKK/ Við sendum hjólbarðana út ó land SAMDÆGURS — Pöntunarsími 4-26-06 TEKKNESKA BIFREIDAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU «-66 SIMI 42600 KðPAVOGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.