Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. TÍMINN 5 Fór höfuðið af, — eða hvað? Það lá við að ljósmyndaranum yrði ekki um sel, þegar hann fór að athuga myndirnar, sem hann hafði tekið liti á götu. Ein þeirra virtist sýna manneskju, sem hefði dottið og höfuðið hreinlega skilizt við búkinn! Sjálfur vissi hann þó að þvi var ekki þannig fariö, þvi að hann hafði verið að mynda viðgeröarmenn frá vatnsveitunni, sem voru við vinnu þarna i götunni, og á einni myndinni tókst svo til, að annar viðgerðarmaðurinn teygði sig eftir einhverju verkfæri niður I opið i götunni um leið og ungur piltur rekur höfuöið upp og spyr hvort ekki sé bráðum kominn kaffitimi — og útkoman varð hálfgerð hryllingsmynd. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■a ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■□■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Aukin nýting sólarorku 1 höfuðborg Kasakhstans, Alma-Ata, stendur nú yfir alrikisráðstefna um sólarorku. Þar er tekin fyrir og rædd reynsla og niðurstöður margra ára rannsókna á vandamálum tengdum hagnýtingu sólarorku. Sem dæmi um viðfangsefni ráð- stefnunnar má nefna, að gerðar hafa verið tilraunir með að beina geislum sólarinnar með sérstökum hætti á hveiti, áður en þvi er sáð. Með þvi tókst að flýta þvi um viku, að hveitið spiraði. Sprettan jókst að mun og uppskeran var 20% meiri en venjulegt er. Verði þessari að- ferð beitt almennt, er hægt að auka hveitiuppskeruna i Kasakhstan einu um allt að 4 milljónir tonna. * Tízka næsta sumars A meðan blússurnar verða stöðugt efnisminni, stækka og vfkka pilsin, svo nú þarf kven- fólkið mun meira efni i sumar- kjólana fyrir sumarið 1975. Þetta sýndi sig á tízkusýningar- vikunni i Munchen, en þetta er stærsta og mesta tizkuvika i Evrópu, og var haldin nú fyrir skömmu i 30. sinn. Alls tóku um 1500 framleiðendur þátt i sýningunni, og 35 þúsund kaup- menn voru mættir til þess að sjá það, sem þarna var á boð- stólum. Sagt er i fréttum, að búizt sé við mikilli aukningu á sviði fataframleiðslunnar i vetur og vor. Hér sjáið þið nokkrar ungar stúlkur Iklæddar tizkufatnaði, frá sýningunni i Múnchen. m Við flytjum aldrei heim Ewa Aulin lenti i mörgu sem unglingur. Hún varð táninga- drottning, og siðan kvikmynda- stjarna, og fékk tækifæri til þess að leika á móti öllum beztu karl- leikurum, sem sögur fara af. Hún giftist og eignaðist son, og svo skildi hún. Þegar hún var tæplega tvitug, fór hún aftur að leika I kvikmyndum... en hætti þvi svo fljótlega aftur, og fór að lifa mjög venjulegu lifi. Hún er nú gift Itölskum milljónamær- ingi, sem heitir Caesare Palladine. Hún lifir nú rólegu lifi I Rómaborg, og helgar sig algjörlega Caesare og hinum fimm ára gamla syni sinum, sem gengur i enskan leikskóla, en er algjörlega búinn að gleyma móðurmáli mömmu sinnar. Ewu likar eindæma vel i Rómaborg og segir, að hún eigi aldrei eftir að flytjast aftur heim til Sviþjóðar, þvi lifið sé svo miklu auðveldara 1 Róm. mynd af Ewu. # llHÍ Leyndardómur jarðsk jólftans „Jörðin skalf eins og vesöl rag- geit”, sagði leikritaskáldið Shakespeare um jaröskjálftann i London árið 1580, sem var ekki mjög snarpur. Skáldiö hefði sennilega viðhaft önnur ummæli um jarðskjálftann i Kina árið 1920, þegar yfir 200 þúsund manns létu lifið, eða um jarð- skjálftann i Chile árið 1960, þegar jörðin nötraði á 200 þús- und ferkilómetra svæði. Jarð- skjálfti.Engar náttúruham- farir koma eins snögglega og hafa I för meö sér eins miklar hörmungar. Um aldaraðir hefur fólk reynt að gera sér grein fyrir orsök jarðskjálftanna og eðli þeirra. Þúsundir vísindamanna á ýmsum sviöum vinna að þvi að lesa úr þeim merkjum, sem berast úr iðrum jarðar. Eina vopnið i baráttunni við þessar náttúruhörmungar er nákvæm spá. Það er ekki mjög erfitt að rannsaka jarðskjálftaskeið og segja fyrir um jarðskjálfta með tiu ára fyrirvara. En ibúum stórra borga er nauðsynlegt að fá vitneskju um jarðskjálfta með nokkurra vikna eða nokk- urra daga fyrirvara. Hingað til hefur spáin grundvallazt á eðlisfræðilegum breytingun I bergtegundum. Hópur visinda- manna frá úzbekistan og uppgötvaði áöur óþekktar eðlis- og efnafræðilegar breytingar. Komizt var að raun um, að tregðugasmagn og efna- samsetning breyttist i neðan- jarðarvatni. L.V. Gorbúshina, visindakandidat i jarðfræði, dósent við Ordsjonikidze- jarð- fræöistofnunina I Moskvu, sagði frá þessari uppgötvun. Hún sagði, að þessi uppgötvun hefði verið gerð af tilviljun. Leiðang- ur vatnsjarðfræöinga frá stofn- uninni rannsakaði aukningu neðanjarðarvatna á borsvæðinu viö Tashkent fyrir jarðskjálft- ana 1966. Það var álitiö, að gas- magnið breyttist eftir árstiðum. „En nokkrum mánuöum fyrir jarðskjálftana urðum við vör viö, að radonmagn fimm- faldaðist og heiliummagn tólf- faldaðist Eftir jarðskjálftana varð allt eins og áður. Þá var hafizt handa við rannsóknir.” Jarðskjálftinn I Dagstan stað- festi grun jarðfræðinganna. Vart varð álika breytinga á jarðskjálftasvæðum. Þessi nýja uppgötvun gerði kleift að segja fyrir um jarðskjálftana i Sarka- myshsk 1969, og 25 af 30 snörp- um jarðskjáíftum urðu á þeim tima, sem spáð haföi verið. A.N. Sultankhodz ja jev, doktor I jarðskjálftafræöi við Visindaakademiu Úzbekistan, sagöi, að nú væri unnið að jarð- skjálftarannsóknum á miklu stærra svæði en áður. Visinda- menn Jarðskjálftastofnunar Visindaakademiunnar ynnu nú i Tadsjikistan, Armeniu, Dage- sta, Aserbaidzjan, Túrkmeniu og á fleiri stööum. Nú segja vatnsjarðskjálftastöðvar fyrir um hættulega jarðskjálfta með nokkurra sólarhringa fyrirvara. En það er of snemmt að tala um nákvæma jarðskjálftaspá. Visindamenn dreymir um sam- ræmda jarðskjálftastöð fyrir Tashkentsvæðiö og 5000 metra djúpar borholur, sem leiða þá nær leyndardómum jarðar og það mun verða meö timanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.