Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 35

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 35
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. TÍMINN 35 Asgrlmur Jónsson I vinnustofu sinni. Myndina tók Ósvaldur Knudsen ári6 1956. Sýning á vatnslitamyndum opnuð í Ásgrímssafni í dag í dag veröur haustsýning Ás- grímssafns opnuö. Er hún 41. sýn- ing safnsins slöan þaö var opnaö almenningi áriö 1960. Aðaluppistaöa þessarar sýn- ingar eru vatnslitamyndir, málaöar á fimmtiu ára tímabili. Nokkrar myndanna hafa ekki verið sýndar áöur, meöal þeirra stór mynd, sem Ásgrimur Jóns- son málaöi út um gluggann á vinnustofu sinni i Bergstaöa- ' stræti, en hann málaöi töluvert út um þennan glugga á efri árum sinum, þegar hann átti oröið erfitt með að mála utan dyra. Þrjár myndir úr Húsafellsskógi eru nú sýndar i fyrsta sinn, tvær þeirra seinni tima myndir, en sú þriöja frá fyrri árum Ásgrims á Húsafelli. Einnig eru þarna nokkrar haustmyndir frá Þing- völlum. Eins og undanfarin ár kemur út á vegum Asgrimssafns nýtt jóla- kort. Er það gert eftir vatnslita- myndinni Haust á Þingvöllum og prentaö I minningu 1100 ára byggöar á tslandi, 1974, og þaö tekiö fram I islenzkum og enskum texta á framhlið kortsins. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74, er opiö sunnudaga, þriöjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30-4. Að- gangur ókeypis. Daggjöld húsum BH—Reykjavlk. — Daggjalda- nefnd sjúkrahúsa hefur sent frá sér tilkynningu um daggjalda- taxta á sjúkrahúsum, og gildir hann frá 1. september sl. Nokkuð eru daggjöldin mismunandi, til dæmis er heildardaggjaldiö á Landsspitalanum og Borgar- spitalanum kr. 9.700.00, en nokkuð lægra á öðrum sjúkrahúsum borgarinnar. A Landakoti er heildardaggjaldið kr. 6.500,00. Daggjaldið er mjög misjafn- lega hátt fyrir hin ýmsu sjúkrahús, og er þá eftir ýmsu á sjúkra farið. A höfuðborgarsvæöinu má auk þess, sem þegar er nefnt, geta þess, aö á St. Jósepsspital- anum i Hafnarfirði er daggjaldiö kr. 3.500, á sjúkrahúsinu á Akur- eyrikr. 6,500,00 Akranesi 4.700,00, Neskaupstað kr. 4.500,00, Keflavik kr. 4.900,00 og Selfossi kr. 4000,00. Daggjald fyrir sængurkonur er kr. 5.500,00 á Fæðingardeild Landsspitalans, Fæöingarheimil- inu og fæöingardeild Sjúkrahúss- ins á Akureyri, en I tilkynning- unni segir, að sjúkrahúsum og sjúkraskýlum, sem hafa lægra daggjald en kr. 3.500,00, sé heimilt að taka kr. 3.500,00 I dag- gjald fyrir sængurkonur. Borgin og Dagsbrún af- nema flutningalínuna BH—Reykjavik — Um þessar mundir er aö ljúka þrjátlu ára striöi milli Reykjavikurborgar og Dagsbrúnar út af flutningalinunni svonefndu. Samningarnir voru raunverulega geröir I febrúarlok I fyrravetur, en ýmsum skilyröum, semnú munu vera fyrir hendi, þurfti aö fullnægja til þess aö hægt væri aö hrinda þvl I fram- kvæmd og nú má heita, aö þetta gamla deilumál sé úr sögunni. Blaöið sneri sér af þessu tilefni til vinnumálastjóra Reykjavikur- borgar, Magnúsar Óskarssonar og veitti hann okkur þessar upp- lýsingar. — Það hefur ýmislegt valdið þeim drætti á framkvæmdum, semT oröiö hefur, eins og skiljan- legt er, sagöi Magnús. Þar á meöal óskaöi Dagsbrún eftir sér- atkvæöagreiöslu hjá þeim verkamönnum, sem hjá borginni starfa, og þessi atkvæöagreiðsla dróst af ýmsum orsökum þar til nú i september. — Ná þessir samningar til fleiri aðila en borgarinnar? — Nei, þetta er bara hjá borg- inni. Aðrir eru enn með flutninga- linuna. — Er þetta góöur samningur — og þá fyrir báöa aðila? — Það tel ég sannarlega. Við hættum að hringla meö menn i bflum hálfan vinnudaginn, en þeir fá hins vegará móti greiðslu fyrir þaö aö koma sér til vinnu og frá, og fara ekki heim I hádeginu. Svo fá þeir mat, sem orðiö er regla hjá öllum stórum aöilum, en verkamenn hafa ekki notiö fram til þessa, einir starfsmanna. — Hver er þessi svokallaöa flutningalina? — í öllum kjarasamningum Dagsbrúnar er ákvæöi um þaö, að ef verkamenn ynnu fyrir utan linu, sem dregin væri um svokallaöan Fúlalæk, sem enginn skilur nú I dag, en er nú bara Klúbburinn, þvi aö Fúlilækur er eiginlega rétt fyrir framan barinn i Klúbbnum — þá ætti vinnuveit- andinn aö flytja þá til vinnu á morgnana i vinnutima, heim i hádeginu og úr mat I vinnutima, og heim aftur i vinnutima á kvöldin. Þetta var háð þvi skilyrði, að verkamenn byggju innan þessarar linu. Byggju þeir utan hennar, þá þyrfti ekki aö flytja þá. Þetta var lagt niður i þessum samningum, enda ekki nema sjálfsagt. Nú, viö erum viöa meö mötuneyti, en annars staöar verður aö setja þau upp. Þetta gerist ekki á einum degi, og þaö er lagt töluvert upp úr þvi af hendi beggja aðila, að þessi aðstaða verði góö, og ekki lak- ari en annars staðar tiðkast. — Er þetta þá komiö I gang? — Þetta er aö komast I gang. Þaö er byrjað á þessu sums staö- ar, annars staöar er ætlunin aö þetta komi til framkvæmda jafnóöum, eftir þvi sem aöstæöur eru fyrir hendi, mötuneyti og flutningar. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ M.a. Benz sendiferðabil 319 Rússajeppa Austin Gipsy Wiliys Station BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, slmi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virica daga og 9-5 laugardaga. Frysti - kæliskápur frá Bauknecht a tveir skápar í einum Tekur ekki meira rúm en venjulegir kæliskápar. Alsjálfvirk affrysting í kæli- rumi. Stærðir 137 til 290 lítra. Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík simi 38900 Hægri eöa vinstri opnun eftir vali. Ódýr í rekstri. 3 stæróir fyrirliggjandi. (Bauknecht veit hvers konan þarfnast

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.