Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. Hörður Agústsson fór þó að sjálfsögðu á Þjóðskjala- safnið, en þar hafði dr. Aðalgeir Kristjánsson fundið myndina, þegar hann var að draga fram gamla böggla frá kirkjustjórnar- ráðinu. Myndin er gerð af þýzkum steinsmið, Sabensky að nafni, þeim er gerði þá dómkirkju, sem nú stendur á Hólum. Hann hefur verið gæddur nógu miklu af hirðusemi safnarans til þess að nenna að slá máli á gömlu kirkj- una um leið og hann reif hana. Þvi þarf ekki að lýsa, hversu merkileg heimild þetta er, en þó viröist mér, sem nokkurrar óná- kvæmni gæti, sérstaklega hvað málin snertir, þegar teikningin er borin saman við hina mjög svo nákvæmu úttektarlýsingu, em til er. Um hitt er meira vert, að i öll- um meginatriðum kemur grunn- myndin heim og saman við þær niðurstöður, sem ég hafði komizt að með þvi að teikna kirkjuna eft- ir úttektarlýsingunni einni. Um sama leyti fann dr. Aðal- geir aðra, mjög langþráða mynd. Þaö er hvorki meira né minna en grunnmynd af þeirri kirkju, sem nú stendur á Hólum. — Teikning Thura arkitekts. Og hér kemur það i ljós, sem menn hafði reynd- ar lengi grunað, að hinn þýzki steinsmiður og Gisli biskup hafa breytt upprunalegri gerð kirkj- unnar. Á kirkju Thura hefur ekki verið nein forkirkja, og það sem þó er merkilegast, er, að innan- búnaður kirkjunnar er allur ann- ar en Thura hefur teiknað. Þetta má vafalaust skýra á margan hátt. tslendingar voru ihaldssamir á marga hluti, arki- tektinn er viðsfjarri, þegar verið er að byggja húsið, sem hann haföi teiknað, og fleira kann að hafa komið til..En hvað um það: Hin íslenzka hefð i innréttingu helzt, og lætur eins og hún viti ekki um þá erlendu tizku, sem stóð til boða. Kirkjubyggingar að fornu og nýju NÝLEGA FLUTTI Hörður Agústsson listmálari merkilegt erindi á sögusýningunni, sem nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum I Reykjavik. Þótt margir hafi nú þegar séð þessa sýningu og hlustað á það sem þar hefur veriö flutt, og þótt margir eigi áreiðanlega eftir að koma þar á meðan sýningin stendur, þá er hitt jafnvist, að ekki eiga allir þess kost. Og til þess nú að gefa lesendum þessa blaös einhverja hugmynd um þá hluti, höfum við fengið Hörð Agústsson til þess að segja okkur frá meginefni erindis sins. Saga íslenzka kirkjuhússins — Höröur,núspyr ég einsog sá, sem alveg ekkert veit: Um hvað fjallaði þetta erindi þitt? — Erindið hét Kirkjubyggingar aö fornu og nýju. Hér var að visu ekki um neitt smáræðis viðfangs- efni að ræða, en ég rakti þetta I eins stuttu máli og framast var unnt og sýndi myndir máli minu til skýringar. Mynd segir meira en orð, með glöggri mynd er hægt að útskýra hluti, sem ekki verða sagðir með orðum, nema þá I löngu máli. Efni erindis mins var hvorki meira né minna en saga islenzka kirkjuhússins frá upp- hafi og fram á þennan dag, svo að við getum varla gert meira en að stikla á þvi stærsta i þessu stutta blaðaviðtali. — Var annar kotungs- bragur á kirkjum á miðöldum og sagt er að hafi verið á bændabýl- um á þeim tima? — Nei, sannarlega ekki. Ég er svo oft búinn að reyna að brjóta þessa lifseigu trú um kotungs- braginn og moldarkofana, að ég veit varla, hvort ég á að fara að endurtaka það enn einu sinni. Það er eins og íslendingar hafi ekki enn skilið, hvað þeir hafa átt i byggingarlist og myndlist. Niðurstöður minar eru i stuttu máli þær, að á miðöldum hafi verið byggt miklu meira af stór- um og veglegum timburkirkjum en taliö hefur verið til þessa. Þær voru löngum nefndar útbrota- kirkjur hér á landi, en stafkirkjur I Noregi. Þetta er islenzkt af- brigði af germönsku stafkirkj- unni, og norska stafkirkjan er aft- ur grein á hinum mikla meiði samgermanskrar geymdar I byggingarlist, — timburhefðar- innar. En á for-miðöldum eru hús i öllum meginhluta Norður- Evrópu byggð úr timbri en ekki steini. Þessar kirkjur okkar, einkum dómkirkjurnar á Hólum og i Skál- holti, svo og margar klaustur- kirkjurnar, hafa verið hin vegleg- ustu hús, og það er aldrei of oft sagt, að sjálfar hafa þær verið listaverk, fyrir nú utan hitt, að innan veggja voru þær fullar með list. Timburkirkjurnar voru að hverfa — Þú nefnir dómkirkjurnar tvær og svo klausturkirkjur, en voru þær nú samt ekki tiltölu- lega fáar, sem voru svona glæsi- legar? — Aldamótin 1700 eru nokkurs konar örlagatimar fyrir þessar blessaðar kirkjur, þvi einmitt á árunum þar I kring eru þær sem óöast að falla. Þó er enn talsvert slangur eftir af þeim, og um þessi aldamót, sem við nefndum, hafa verið hér til þrjátiu timburkirkj- ur. En þá eru stóru dómkirkjurn- ar báðar fallnar. Þannig féll Péturskirkja Nikulássonar I ofsa- veðri I nóvembermánuði 1624. Við skulum staðnæmast við hana litla stund. í fyrirlestri minum sýndi ég I fyrsta skipti hugmynd mina um það, hvernig þessi kirkja muni hafa litið út. Ég segi hugmynd. Ég hef stundum sagt það i gamni, að það væri nokkurs konar sögu- leg skáldsaga, sem ég væri að búa til. Þetta er þó ekki alveg svo, þvi að viö höfum ákveðnar, sögulegar staðreyndir til þess að byggja á. Frumstaðreyndin um Péturs- kirkju á Hólum er sú,- að við höf- um nákvæmt mál af henni. Og það er nógu nákvæmt til þess, að af þvi getum við alveg gert okkur grein fyrir þvi, hvernig hún hefur litið út I öllum megindráttum. Sama er að segja um Halldóru- kirkju. Það eru til mál af henni og auk þess mjög nákvæm úttektar- lýsing, þannig að það er tiltölu- lega auðvelt að fá fram megin- drætti hennar, þótt það sé að visu mikið verk. Ég héit, að mig væri að dreyma — Var það ekki teikningin af Halldórukirkju, sem fannst I vetur? — Jú. Tveim árum eftir að ég hafði gert mér grein fyrir útliti þessarar kirkju, eftir þeim heimildum, sem tiltækar voru, gerðist það einn góðan veðurdag — nú I vetur — að þjóðminjavörð- ur, Þór Magnússon sagði mér, að fundizt hefði grunnmynd af Hall- dórukirkju. Satt að segja, hélt ég fyrst, að mig væri að dreyma. Ég Sumar kirkjurnar urðu mjög gamlar — Þú nefndir áðan, að timbur- kirkjurnar hefðu verið óðum að týna tölunni, þegar kemur fram um 1700. Voru þær kirkjur, sem þá voru til, ekki sumar orðnar all- gamlar? — Jú. Margar þeirra voru svo gamlar, að menn trúa þvi yfirleitt ekki, þegar þeim er sagt það. Kirkjan á Valþjófsstað er, til dæmis, talin byggð um 1180, en hún er ekki felld fyrr en 1734. Eft- ir þvi að dæma hefur hún staðið um það bil hálfa sjöttu öld — og það er að visu ekki neinn smá- ræðis aldur, þegar okkar íslenzka veðurfar er haft i huga. Annað dæmi má nefna. Kirkjan á Hrafnagili hefur verið glæsileg stafkirkja, sem Jón Koðránsson lét reisa I upphafi fjórtándu ald- ar, trúlega I kringum 1320, eða upp úr þvi. Þessi kirkja fellur ekki fyrr en árið 1726, og eru þá liðnar fjórar aldir, eða rösklega það, frá byggingu hennar. I Laufási var reist stafkirkja um 1260. Hana leggur Magnús Ölafsson að velli árið 1631. Þessa kirkju hefur ekki vantað nema um það bil þrjátiu ár til þess að hafa staðið I fjórar aldir. — Þetta eru aðeins þrjú dæmi um aldur þessara gömlu guðshúsa, og þess ber vel að gæta, að allt hafa þetta verið stórar og veglegar kirkjur á þeirrar tiðar mælikvarða. — Hvar höfum við siðustu dæmi um „útbrotakirkjurnar”, sem þú nefndir áðan? — Siðasta útbrotakirkja á ís- landi féll upp úr 1870. Það var kirkjan á Stóranúpi, sú hin sama, sem Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi lét gera likan af um það bil tuttugu árum siðar. Og það likan geta menn séð á minja- safni Reykjavikur. En seinasta útbrotakirkja úr timbri, er kirkjan, sem reist var upp úr siátrinu úr Brynjólfs- kirkju, og kalla mætti Valgerðar- kirkju, þvi að það var Valgerður, ekkja Hannesar biskups, sem stóð fyrir þvi að hún var reist, en lika mætti kaila hana Amunda- kirkju, eftir Amunda þeim sem menn hyggja vera höfund þessar- ar siðustu timbur-útbrotakirkju á landi hér. En sé svo, þá er hann höfundur tveggja síðustu kirkn- anna með þessu lagi á Islandi, þvi að hann er með öruggri vissu höf- undur Stóranúpskirkju. Næsta útbrotakirkja á undan þessum tveim var I Fljótshlið. Við RÆTT VID HÖRD ÁGÚ5TSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.