Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 36

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. Frægar mósaikmyndirnar, sem eyðilögð- ust i loftárás 1944, hafa verið end- urnýjaðar, og nú er kirkjan aftur eins og hún var upphaflega að innan. Einkum eru það mósaik- myndirnar, sem hafa áhrif á gesti. 1 hvolfþakinu yfir háaltar- inu er 475 fermetra mynd i fyllt- um og bláum litum. Hún sýnir op- inberun abbadisarinnar, sem áð- ur er nefnd. Tilhægri við Krist stendur gyllt Jóhanna af Ork og biður herrann að meðtaka bæn frönsku þjóðar- innar um fyrirgefningu fyrir allt illt. Sem vitni iðrunarinnar stend- ur Maria mey til vinstri með krjúpandi páfa. Þetta er geysi- mikið listaverk, sem stendur ekki að baki mósaikverkum, sem finn- ast i gömlum býzantiskum kirkj- um. Fjall pisiarvottanna Það var ekki aðeins vegna opin- berunar abbadisarinnar, sem „La Butte” á Montmartre var valin sem staður fyrir stærstu iörunarkirkju Frakklands. Saga fjallsins tekur aftur til þeirra tima, er lagður var grundvöllur að Parisarborg. Enn er deilt um, hvernig nafnið Montmartre varð til. Sumir segja, að það þýði Marsf jallið, en aðrir að það þýði Fjall pislarvottanna. Fyrri skýringin er öllu meira sannfærandi á latinu: Mons Martis — en latina var töluð, þeg- ar Montmartre-nafnið komst á kort á timum Rómverja. En sagnfræðingar mótmæla þessari .skýringu og segja, að musteri, sem stóð á hæðinni, rétt þar sem kirkjan er nú, hafi verið vigt við- skiptaguðinum Merkúri. Spyrji maður einhvern, sem býr á Montmartre nefnir hann það Fjall pislarvottanna, og segir gjarnan söguna af heilögum Denis, blóðuga sögu, sem réttlætt gæti byggingu iðnrunarkirkju, þótt sú hefði átt að byggjast nokkrum öldum fyrr. Heilagi maðurinn, sem uppi var á þriðju öld, var fyrsti kristni erkibiskup Parisarborgar. Róm- verjar höfðu völd i borginni i þá daga og var illa við allt sem krist- ið gat talizt. Denis og tveir aðrir prestar, Eleuthere og Rustique, voru dæmdir til dauða, og áttu þeir að hálshöggvast i Merkúr- musterinu á fjallinu. Þegar komið var með þá áleiðis upp i götu þá, sem nú heitir Rue de Martyres, Gata pislarvott- anna, var böðullinn orðinn svo æstur af frómum bænum prest- anna og rólyndi, að hann greip sverð sitt og hjó af þeim höfuðin á staðnum. Þá gerðist undrið: Den- is erkibiskup beygði sig niður og tók upp höfuð sitt, setti það á blóðugan hálsinn og gekk hægt burt — hermönnum og böðlinum til ólýsanlegrar skelfingar. A leiðinni nam hann staðar við brunn einn og þvoði af sér blóðið. Það var svcf ekki fyrr en eftir niu kilómetra göngu, að Denis féll ör- endur til jarðar á stað, sem siðar var nefndur eftir honum, i þorp- inu St. Denis, sem nú er ein af út- borgum Parisar. Þannig eru flestir Parisarbúar á þeirri skoðun að Montmartre þýði Fjall pislarvottanna, og það er áreiðanlega bezta nafnið á stað, þar sem reist var kirkja til minningar um allar þær saklausu sálir, sem urðu fórnarlömb mannlegrar grimmdar og skiln- ingsleysis. (ÞýttSB) SAMVIRKI Tíminner peningar AugJýsicT i Támanum ' Auðvitað alltaf ieitthvað til að SDiila i friðnum. : ( Heill fridagur, . ekkert að, (. gera nema að< / ganga um strend ( ur eyjarinnar i jv^alían dag. Gleypirinn mikli ■ Hreint, djúpt y vatn hér, finin klettar, flottur" staður til fcw dýfinga. r Kannski er þetta bara stór höfrungur, en ugg- inn er stór og skrokkur Alltaf óheppinií' þetta útilokar , áilar dýfingar., Ofsalega • stór. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.