Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. Ingólfur Davíðsson: Bvaat oa búið “yyy1 wy í gamla d aga xlvi. Nú skulum við lita norður i Svarfaðardal og halda siðan til hlýrri dala innar með firðinum. Torfbæirnir týna óðum tölunni. Hér skal brugðið upp myndum af einum hinum siðasta i dal Svarfaðar, þ.e. Hreiðarsstöð- um,en sá bær mun brátt verða rifinn. Þarna eru þrjár hús- lengjur, sú fremsta að mestu úr timbri. Klömbruhleðslan sést vel i torfveggnum. Þessi gamli bær var byggður um 1890. Ábú- andi þá Jón Runólfsson, en aðal- smiður Jóhannes Sigurðsson, siðar bóndi á Hæringsstöðum. Til er skemmtileg frásögn, ,,Hreiðars þáttur”, af fornum bónda Hreiðarsstaða. Vikjum inn i Skiðadal og litum heim að Dæli. Þar var 1898 byggt annað fyrsta timburhúsið i Svarfaðar- dal (en hið fyrsta að Hlið). Bóndi i Dæli var þá Arni Jóns- son, en yfirsmiður Gisli Jónsson á Hofi. Utanum timburhúsið var byggt steinsteypuhús árið 1928 (sjá mynd) og var búið i húsinu til 1954, er nýtt steinhus var byggt, en siðan notað sem geymsla: Tvær skemmur sjást til vinstri á myndinni, sú nær með geymslulofti, þar sem geymd var ýmis matvara, t.d. tólkur og hangikjöt, sumt i mjög stórri kistu. ' Fiskur og kjöt geymt niðri. Mjög gömul kvörn var i hinni skemmunni, og þar geymd reiðtýgi o.fl. í kjallara undir húsinu var geymt slátur, eldiviður o.fl. Gripahús sjást lengra til vinstri. Árni Rögnv- aldsson kennari, sem ættaður er frá Dæli, tók myndirnar af Dæli og Hreiðarsstöðum og gaf upp- lýsingar. Fyrir um 60 árum fluttu tveir Svarfdælingar sig inneftir sýslunni. Þeir gerðust báðir atkvæðamenn og bættu mjög jarðir sinar, Snorri á Syðri-Bægisá og Sigfús á Steins- stöðum i Oxnadal. Báðir Bægis- árbæirnir blasa við þjóðvegin- um, hvor sinu megin við Bægisá og hvor i sinum hreppi og dal. Skáldið Jón Þorláksson gerði fyrrum kirkjustaðinn Ytri- Bægisá frægan. Myndin sýnir gamla bæinn á Syðri-Bægisá árið 1922, eða 1923, en það ár var hann rifinn. Byggður fyrir alda- mót. Hallgrimur Einarsson tók myndina. Lengst t.v. sést skemma, svo baðstofa og þar næst bæjardyr, sem göng lágu innaf. Stofa lengst til hægri. eldhús og búr voru bakvið. T.v. sést heimalningslamb, en hund- ur liggur fyrir skemmudyrun. Hjónin með börn standa fram- undan baðstofunni, þ.e. Þór laug Þórfinnsd., t.v. og Snorri Þórðarson, með barn á armi, t.h. Foreldrar Þórlaugar sitj- andi, vinnufólk til hægri við bæjardyrnar. Finnlaugur Svavarsson gaf upplýsingar og léði myndina. Afram höldum við langt frami Fjörð og komum i Villingadal, sem opnast ofan Leyningshóla. Þar stendur Ytri- Villingadalur á grundum innan við hólana og snýr dyrum að fjallinu og Hamragilsá. Myndin er tekin fyrir um hálfri öld. Bærinn liklega byggður um 1880 og var rifinn fyrir allmörgum árum. Bæjardyr sjást fyrir miðju, en skemma t.v. Stór skáli t.h. Hann var með lofti og notaður til geymslu. Bæjar- göngin voru hlaðin saman að ofan. Búr og eldhús sitt hvoru megin. Baðstofa i einu hólfi innst, tvö þrep upp að ganga. Hesthús var lengra t.v. en fjós t.h. Úr bæjardyrunum lá gangur t.h. i skálann. 1 þessum bæ bjuggu lengi Randver Sigurðs- son frá Leyningi og Sigrún kona hans með börnum sinum. Dæt- urnar Aðalbjörg og Lilja létu mynd og gáfu upplýsingar. Hreiðarsstaðir I Svarfaöardal (1974) (framhliö) Dæii i Svarfaöardal Ytri-Villingadalur f Eyjafirði (1925) Hreiöarsstaöir I Svarfaöardal (1974) (bakhliö) Syöri-Bægisá (1922)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.