Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. Öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy lenti í slysi árið 1969. Þá töldu margir að framtið hans sem stjórnmálamanns væri i rústum. And- stæðingarnir voru ofsaglaðir. Veldi Kennedyættar- innar hafði verið hnekkt fyrir fullt og allt/ að þeirra áliti. Arið 1972 gat Nixon forseti tryggt endur- kosningu sina/ en Watergate-málið varpaði skugg- um yfir Hvita húsið. Chappaquiddick virtist hafa eyöilagt framtiðarmöguleika Edwards Kennedy/ en Watergate eyðilagði líka líf Nixons. Síðsumars 1972 gat Nixon hrósað sigri, en nú vita menn að Nixon beitti ýmsum aðferðum, m.a. njósnum gegn Kennedy, til þess að tryggja sjálfan sig í sessi. HIN LANGA LEIÐ FRÁ CHAPPAQUIDDICK TIL HVÍTA HÚSSINS ARLA morguns, laugardaginn 19. júli 1969, sá ferðalangur nokkur bíl liggjandi með hjólin upp í loft úti í Poucha-tjörninni, hinni tiu metra breiðu rennu, sem skilur að Chappaquiddick-eyjuna og strandlengjuna fyrir utan. Eyjarnar Chappaquiddick og Marthas Vineyard eru sannkölluð ferðamannaparadis á Atiants- hafsströnd Bandarikjanna i Massachusetts-riki. Yfir Poucha-tjörnina liggur mjó trébrú, Dyke-brúin. Það var við þessa brú, sem billinn fannst. Maðurinn, sem fyrst kom auga á hann, hljóp i næsta sima og gerði lögreglunni i Edgartown viðvart. Arena lögregluforingi kallaði þegar á staðinn kafara og krana- bil, og tók auk þess með sér sund- skýlu og ók til Dyke-brúarinnar eins hratt og hann gat komizt. Arena kafaði sjálfur mörgum sinnum niður að bilnum, en straumurinn þarna var svo mikill, að honum tókst ekki að komast inn i bilinn. A meðan þessu fór fram fann kafarinn sem kallaður hafði verið á staðinn, lik- ið af ungri stúlku i bilnum. Hann kom likinu upp á land og einnig kom hann með vasabók, sem hann hafði fundið i bilnum. Hin látna hét Mary Jo Kopechne og var 28 ára gamall einkaritari. Vasabókin tilheyrði hins vegar öðrum einkaritara, Rosemary Keough. Stúlkan hafði látiztmilli klukkan hálftólf og eitt um nóttina. A meðan kranabillinn dró svarta Oldsmobilinn úr vatn- inu fékk Arena lögregluforingi upplýsingar um það, að Edward Kennedy öldungadeildarþing- maður vildi fá að tala við hann svo fljótt sem auðið væri — tala við hann um bilslys, sem átt hefði sér stað við Dyke-brúna um nóttina. Hinn 25. júli skýrði Kennedy öldungadeildarþingmaður bandarisku þjóðinni frá þvi I sjón- varpi, hvað gerzt hafði. Hann hafði verið 18. og 19. júli i Edgar- town og skemmt sér við að sigla þar um á seglbáti. Hann hafði tekið á' leigu sumarbústað á Chappaquiddick og boðið til sin fimm vinum sinum og sex vin- konum — flest þetta fólk var úr hópi vina hans og stuðnings- manna úr kosningabaráttunni. Fólkið ætlaði að dveljast þarna yfir helgina. örlagarík ferð Um ellefuleytið um kvöldið var Kennedy allt i einu orðinn þreytt- ur, enda þótt hann fullyrti siðar, að hann hefði alls ekki verið drukkinn. Hann ákvað að aka aft- ur til hótelsins þarna i nágrenn- inu. Þegar Mary Jo Kopechne heyrði þetta, bað hún um að fá að fljóta með. Hún sagðist lika vera orðin þreytt. Nokkru eftir klukk- an ellefu óku þau þess vegna af stað til þess að ná i ferjuna til Edgartown, en Kennedy fór vit- lausa leið og lenti út á hinni mjóu trébrú, sem lá út til strandarinn- ar. Engar hliðargrindur voru á Dyke-brúnni, og Kennedy gerði sér ekki ljóst að hann var að vill- ast fyrr en hann var kominn upp á brúna og á leiðinni yfir hana. Hann reyndi að hemla, en hinn þungi bill snerist til og lenti á þakinu niðri i vatninu, og sökk fljótlega. Kennedy mundi ekki, hvað gerðist næstu minúturnar á eftir. Hann mundi þó eftir þvi hvilik skelfing greip hann, þegar hann fann að hann var farinn að fá vatn niður i lungun. Hann komst út úr bilnum, en minntist þess ekki hvernig hann hefði farið að þvi. Straumurinn bar hann langt frá bilnum, en hann komst þó aftur að honum og reyndi sjö eða átta sinnum að kafa niður að honum til þessaðbjarga stúlkunni, sem enn var inni i bilnum. Að lokum varð hann að gefast upp vegna þess að hann var orðinn örmagna. Hann komst nú aftur til sumar- bústaðarins og ætlaði að ná þar i hjálp. Tveir vina hans fóru með honum aftur að Dyke-brúnni. Þeim tókst ekki heldur að komast inn i bilinn vegna þess hve straumurinn þarna var sterkur. Vinir Kennedys báðu hann þegar i stað að hafa samband við lögregl- una, og hann lofaði þvi. Sjálfur bað hann þá um að segja ekki nokkrum lifandi manni frá þvi, sem gerzt hafði. öldungadeildar- þingmaðurinn ungi var þá farinn að horfa i átt að Hvita húsinu eins og bræður hans tveir á undan honum. Hann varð þvi að gæta þess betur en hinn almenni borg- ari, að gera ekkert það, sem gæti sett blett á mannorð hans. Ferjan var hætt ferðum sin- um vegna þess, hve áliðið var nætur, og þess vegna synti Kennedy til bæjarins, og var nú nær drukknaður i annað sinn sömu nóttina. Utan við sig og ör- magna komst hann i rúmið sitt á hótelinu. Það var ekki fyrr en um klukk- Vinkonur Mary Jo Kopchne. Þær voru allar I veizlunni. Efst til vinztri: Esther Newburgh og Mary Ellen Lyons. Neðsttil vinstri: Rosemary Keough og Susan Tannesbaum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.