Réttur


Réttur - 01.07.1938, Page 5

Réttur - 01.07.1938, Page 5
það lánstraust hjá öðrum þjóðum, sem nægja myndi til þess að hægt væri að hefjast handa um að byggja upp atvinnuvegina í stórum stíl á grundvelli allra landsins gæða. Allt þetta er nauðsynlegt að gera sér ljóst, enda þótt við viljum forðast alla loftkastala. Við kommún- istar höfum lært svo mikið af sögunni, að við vitum vel að fullkomin og alhliða hagnýting á gæðum lands- ins, sem fær hverjum vinnufærum íslending verk í hönd, og sköpun fullkomlega heilbrigðs atvinnulífs með hagsmuni þorra þjóðarinnar fyrir augum, er ekki möguleg nema með því, að uppræta með öllu allt það skrifstofuvald og spillingu, sem fylgir auðvaldsskipu- laginu eins og skugginn. Og til þess þarf hvorki meira né minna en sósíalistiska byltingu. En það er ekki næsta verkefnið að kveðja alla ís- lenzka sósíalista undir fána til að hefjast handa um framkvæmd sósíalismans. — Næsta verkefnið er að sameina alla vinnandi menn í landinu, verkamenn, bændur, fiskimenn, iðnaðarmenn, verzlunarmenn, alla lýðræðissinnaða fslendinga, alla þá,sem vilja vera góð- ir íslendingar, undir eitt merki til að vernda lýðrétt- indi þjóðarinnar og sjálfstæði landsins fyrir fasisman- um. ) Það myndi lítið stoða, þó hinir svokölluðu ,,hæg- fara“ og ,,lýðræðissinnuðu“ forustumenn Sjálfstæðis- flokksins yrðu ofan á í bili og tækju upp samvinnu við Framsókn og hægri mennina í Alþýðuflokknum eftir ,,línu“ Jónasar frá Hriflu. Slíkt yrði aðeins gálga- frestur, því á þann hátt yrði brautin bezt rudd fyrir fasismann. Til þess að afstýra fasistahættunni þarf að sameina lýðræðisöfl þjóðarinnar til stórra og djarfra átaka til þess að bæta kjör hins vinnandi fólks í landinu, jafn- framt því, sem algerlega yrði tekið fyrir landráða- starfsemi innlendra manna. Til þess þarf þjóðarvakn- ingu og lýðræði af nýjum toga. Og til þess þurfa menn 113

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.