Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 17

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 17
átta sólarhringa undir lömpum með mörg hundruð kerta ljósstyrkleika. Þar var alls enginn skuggi, eins og þið getið skilið, og hann gat ekki sofið“. „Ég veit að þeir kvelja ykkur með myrkri“, sagði eldri maður- inn frá tJral. „En að hugsa sér að pynta fólk með ljósi! Það er hræðilegt!“ Verkamennirnir þrír fylgdu okkur að skipshlið. Um leið og við Steingrub gengum niður landbrúna, réttu þeir upp hnefana í kveðjuskyni. Jalta, hin ham- ingjusama borg, með hreinum, lokkandi húsum, teygði sig upp á við, upp fjallshlíðina, móti ljósinu. Er hægt að misþyrma fólki með ljósi? Maðurinn með sólgleraugun stóð hátt uppi á þilfari og endurgalt kveðju verkamannanna. Við fórum hjá Livadia, hinu konunglega heilsu- hæli bænda, Oreanda, Todorhöfða, Simeis og Foros, syðsta odda skagans. Sólin gekk til viðar. En hitinn óx þrátt fyrir það, því þetta var um hásumarið. Bala- klava-fjörðurinn kom í ljós, iðandi, eins og hann sæist gegnum brætt gler, og loks sáum við vitann á Kher- soneshöfða. Klukkan fjögur komum við til Sevastopol. ,,Grúsía“ sigldi inn fjörðinn j stórum boga milli borg- arinnar og kastalans. Við gengum gegnum borgina til hins fræga „fjórða múrvígis“, en þar á hæðinni gnæf- ir nú ramger, hringmynduð bygging, sem er kölluð „Hringsjáin“. Þar fyrir handan, á „sögulega víggarð- inum“, standa minnismerki, sem gefa til kynna hvar rússneska stórskotaliðið hafði bækistöðvar sínar í Krímstríðinu. Og inni í hinu hringmyndaða musteri er heljarmikið málverk, 1770 fermetrar á stærð, sem málarinn Roubard frá Munchen gerði fyrir löngu, til þess að gera ódauðlega „Árás Englendinga og Frakka á Sevastopol 5. júní 1855“. Á okkar dögum heimsækja franskir og enskir ferðalangar ,,Hringsjána“ á hverju sumri. Myndin er feykilega raunsæiskennd. Blóð og eldur hvar sem litið er. En stíllinn er samt næstum grátbroslega gamaldags. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.