Réttur


Réttur - 01.07.1938, Síða 56

Réttur - 01.07.1938, Síða 56
ur þýzka hersins. Því ánægjulegra er að geta skýrt frá því, hvernig þessi hluti hersins hefur reynst á Spáni. Reynsla fótgönguliða ítala og Þjóðernissinna Spánar hefur sýnt oss, að æfingakerfi vort og þjálfun fótgönguliðsins eru fyllilega réttmætar aðferðir. Þá er reynsla vor á Spáni ekki síður merkileg á sviði hernaðarforustunnar. Vér gátum sannfærst á vígvöll- unum sjálfum um þá meginreglu hernaðarlistarinnar, sem hefur orðið Itölum svo sigurdrjúg í afskiftum þeirra af Miðjarðarhafi :aðdirfskanerbezta herstjórn- arlistin. Ítalía hefur sýnt það með áræði sínu og dirfsku, hve auðvelt það .var að skjóta Frakklandi og Englandi skelk í bringu. Það getur virzt tvísýnt að nota grundvallarreglu, sem er frekar stjórnmálalegs en hernaðarlegs eðlis, um framkvæmdir í hernaði, en hin sálfræðilegu áhrif verða hin sömu í báðum tilfell- um. Yfirherstjórn, sem ræður yfir velæfðu herliði, getur gerbreytt útlitinu með því, að beita nógu mik- illi djörfung og áræði, og gert ,,hreifingarstríð“ mögu- legt, en það á einmitt bezt við ásigkomulag vort og andlegt viðhorf, og ber því sízt að gleyma. Sá hernaðarlegi árangur, sem vér höfum náð á Spáni, er í stuttu máli þessi: —- T v e g g j a á r a styrjaldarreynsla hefur orðið oss gagnlegri en tíu ára her æfingar á friðartímum. En ihlutun vor á Spáni er ekki aðeins ágætur her- skóli, heldur einnig prýðileg pólitík. Vér vanræktum þessa meginreglu um of í undirbúningi síðustu heims- styrjaldar. Það tilheyrir ótvírætt undirbúningi hverr- ar markvissrar og vísindalega skipulagðar styrjald- ar, að ráðast allstaðar þar að óvinunum, sem þeir geta orðið oss hættulegir, hvort sem um samgönguleiðir á sjó og landi eða verzlunarleiðir þeirra er að ræða. Vér höfum setzt að á þeim leiðum, sem þýðingai’- mestar eru fyrir Frakkland frá hernaðarlegu sjón- 164

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.