Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 52

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 52
En er það satt, að hann fái einhver kynstur af pen- ingum frá okkur? Hvað ætli hann fái af peningum frá okkur? Mér þætti gaman að sjá framan í Sigurjón í Partinum, þeg- ar hann lýgur öðru eins og þessu. Kóngurinn fær að vísu nokkrar krónur héðan, satt er það. En þegar á það er litið, að allir ráðherrarnir éta og drekka hja honum, þegar þeir sigla til Hafnar, og fyrir utan það ómetanlega gagn, sem hann gerir landi voru og þjóð út á við, þá er það í raun og veru skammarlega lítið, sem hann fær héðan. En þarf hann að borga nokkuð útsvar? spurði gamli maðurinn varfærnislega. Ja, það gat oddvitinn ekki sagt um. En hinsvegar þótti honum líklegt, að kóng- urinn yrði að gefa miklar upphæðir til ýmissa stofn- ana, og auðvitað til fátæklinga. Nú, og svo á hann kannske eyðslusama stráka, og þeir eru vanir að þurfa sitt. Já, maður spyr nú ekki að strákunum, samþykkti öldungurinn í hálfum hljóðum. Nei, sagði oddvitinn, um leið og hann stóð á fætur til að binda enda á samræðuna. Kóngurinn er að sínu leyti alveg eins fátækur og þú, Jónatan minn. 3. Svo líður hann þessi viðburðaríki dagur, og sólin er í þann veginn að ljúka göngu sinni á sama hátt og í gær, þegar oddvitahjónin kveðja einsetumanninn og stíga á bak. Ég læt sækja þig á kosningarnar og reiða þig hing- að aftur, er það síðasta sem oddvitinn segir. Þau þeysa út moldargöturnar, en jóreykirnir þyrlast upp í loftið, og eru ekki lengur til. Hann stendur í hlaðvarpanum eins og í morgun, þessi gráhærði ókrýndi konungur, og horfir sársauka- laust á eftir þeim, unz þau hverfa bak við leitið í sól- rauðu kvöldmistrinu. Hann er orðinn svo vanuraðhorfa 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.