Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 50

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 50
endaði með lántöku í kreppulánasjóðnum, hann yrði ekki lengi að eyðileggja fjárhag þessarar sveitar. Augnabliks þögn. Oddvitinn virtist bíða eftir sam- þykki gamla mannsins, en hann þagði bara og svipur- inn var með öllu óútreiknanlegur. Ég trúi ekki öðru en hagsýnir og gætnir menn, eins og þú, Jónatan minn, menn sem hafa einhverja á- byrgðartilfinningu og ekki láta leiða sig í gönur, for- dæmi þennan kjaftfora uppskafning og setji kross framan við listann minn. Krossa á þig, sagði gamli maðurinn. Já, ekki fer ég nú að kjósa aðra, kominn á þennan aldur. — Kaffið var drukkið hægt og hátíðlega, og kökurn- ar frá oddvitafrúnni étnar með óblandinni ánægju. Þær lágu þarna á blárósóttu diskunum, eins og virðu- legir gestir, sem setja upp merkissvip þegar þeir koma til fátæklinga. En samtalið gekk heldur slitrótt. Veðrið, tíðin, út- lit fyrir sæmilega grassprettu, jú, þessi umræðuefni væru óneitanlega þýðingarmikil. En það var engu iíkara en þau rynnu framhjá oddvitanum. Hann sökkti sér niður í allt aðrar hugsanir, sjálfsagt ennþá þýð- ingarmeiri og hnyklaði brýrnar eins og hann væri að glíma við vandasamt dæmi. En þegar minnst var á útlit fyrir sæmilega grassprettu grisjaði snöggvast í óminnisþokuna, sem huldi lífsminningar Jónatans gamla, og hann hélt áfram að vitna í tíðina árið sem hún Málfríður dó, eða vorið sem hann Siggi litli dó, eða haustið sem hann Laugi minn fór að heiman. En þegar hann fékk ekki aðrar undirtektir en stöðugt já frá oddvitafrúnni, vafðist þokan aftur um þessa löngu liðnu atburði, og hann þagnaði. Bollarnir voru fylltir í þriðja sinn, og loksins hrökk oddvitinn upp úr hinum djúplægu heilabrotum og tók aftur til máls. Hann ætlaði bara að minnast þess, að þetta væri ekki í fyrsta skipti, sem hann drykki kaffi hérna í 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.