Réttur


Réttur - 01.07.1938, Qupperneq 6

Réttur - 01.07.1938, Qupperneq 6
að koma auga á leiðir til stórbrotinnar viðreisnar og nýsköpunar atvinnuveganna. í því skyni er nauðsyn- legt, að þeir möguleikar, sem nefndir hafa verið hér að framan, verði teknir til alvarlegrar athugunar. Árum saman hefir Kommúnistaflokkurinn barist fyrir einingunni. Og þegar horft er um öxl, verður ekki annað sagt, en m.jög hafi þokast í áttina. Hin klofnu verkalýðsfélög eru nú sameinuð víðast hvar. Samvinnuhreyfingin í Reykjavík, sem til skamms tíma lá í rústum, er nú orðin voldug og sterk í krafti einingarinnar. Og í haust sameinast íslenzkir sósíal- istar í sterkum, fjölmennum marxistiskum flokki-. Enda þótt þokast hafi í áttina, væri mjög heimsku- legt að láta það stíga sér til höfuðs. Hætturnar eru svo yfirvofandi að við megum engan tíma missa. Og því er ekki að leyna, að í sambandi við sameininguna í haust dregur upp bliku, sem hlýtur að valda mönn- um nokkurs kvíða. Það lítur helzt út fyrir, að sumir af forustumönnum hægri mannanna í Alþýðuflokkn- um hugsi sér að gera tilraun til að einoka samband verkalýðsfélaganna undir sinni stjórn, hverju sem fram vindur, setja einræðisstjórn yfir Alþýðusamband- ið, sem á að drottna yfir stéttarsamtökunum gegn vilja þeirra, með aðstoð ríkisvaldsins. Slíkt tilræði við verka- lýðsfélögin, sem minnir mjög á þýzkar aðferðir, myndi miða að því að leggja landssamtökin í rústir. — Það er mjög áríðandi, að vera vakandi fyrir þessari hættu. Það þarf að leggja alla stund á, að sameina alla þá, sem vilja að verkalýðssamtökin haldi áfram að vera til, um þá sjálfsögðu lausn, að Alþýðusambandinu verði breytt í samband verkalýðsfélaga, er starfi á lýð- ræðisgrundvelli, óháð pólitískum flokkum. Við þurfum á öllum kröftum að halda. Næstu skref- in eru sameining Kommúnistaflokksins og sósíalist- anna í Alþýðuflokknum í öflugan marxistiskan flokk og sameining allra verkalýðsfélagaálandinuíeitt óháð stéttarsamband. Það eru næstu áfangarnir á þeirri 114

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.