Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 14

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 14
leggjast fyrir, þangað til að kastið var liðið hjá. Síðan kom hann til okkar og spilaði dómínó, og brosti eins og unglingur að vanda. Við höfðum hitt þennan mann á leiðangri okkar til Sinope, sem er fallegur skemtistaður við enda Suc- hum-vegarins, en þaðan sjá ferðamenn Svartahafið í fyrsta sinn, eftir ellefu daga ferð yfir Kákasus. Lækn- arnir þar höfðu gert allt, sem þeir gátu, til að lækna hinn misþyrmda líkama þessa fyrverandi fanga, sem dvalið hafði í fangaherbúðum í Pommern. Þeir höfðu lagt sig í líma til að lækna þrautpíndar taugar hans, hjarta hans og augu, og árangurinn mátti heita góður. Steingrub hafði fyrst dvalið á heilsuhæli í Sotchi, en lokið lækningu sinni í Sinope. Ef manni hefði sézt yf- ir bognar herðar þessa fertuga manns, og ekki tekið eftir þreyttu augnaráði hans, sem leitaði hælis undir sólgleraugunum fyrir sterkju sólarljóssins hér í Suður- löndum, þá hefði verið hægt að fallast á þá yfirlýs- ingu hans, að hann væri „nýr maður“. „Það er ekkert eftir af þeim gamla Adam, sem englar Drottins stungu inn í gaddavírsprísund í sextán mánuði, áður en þeir i'áku hann út úr Paradís!“ Steingrub hafði sérstakt lag á því að skopast að fangaherbúðunum og pynting- unum þar, á þann hátt, að reynsla hans varð ennþá hræðilegri í okkar augum, hvort sem hann nú ætlaðist til þess eða ekki. Við fundum það strax, að hann vildi helzt gleyma þessum hræðilega þætti æfi sinnar. Hann var fullur þakklætis og aðdáunar á hinu hjartanlega viðmóti, sem hann hafði alls staðar mætt í Rússlandi. „Ef aðeins félagar mínir, þúsundir ágætra manna og kvenna í heimalandi mínu, sem bjóða ofsóknum og hættum byrginn, mættu vita að ég er endurfæddur, að ég er einu sinni enn á meðal þeirra og tek þátt í öllum þeirra þrautum“. Hann var vanur að teygja úr hinum löngu útlimum sínum og rétta úr bakinu, unz hóstinn greip hann á ný. „Það gerir ekkert til“, sagði hann huggandi, „þó að ég hósti og mér vökni um augu.. 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.