Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 11

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 11
listun á lítilsverðum aukaatriðum, leiðinlega útúrdúra frá aðalefninu, smámunasemi í stílnum, eltingaleik að orðum og margskonar föndur við málið, sem allt mun vera gert vegna nákvæmni og' sannleika í frásögn- inni, en spillir heildaráhrifum bókarinnar. Og mörg smávægilegustu dæmin og langsóttustu orðin, sem dregin eru fram til að sýna mennina í sannleikans ljósi, bæta engu við lýsingar þeirra og verða einmitt til að vekja þá trú hjá lesandanum, að hér sé það ekki efnið, ekki málflutningurinn, ekki sögnin, sem skipti höfundinn aðalmáli, heldur leikurinn við list- ina, hina hreinu list, sem skáldin fara að dýrka, þeg- ar þau hafa ekki lengur neitt að flytja. Svona getur jafnvel það hefnt sín að tilbiðja sannleikann, enda held ég öll sagnvísindi og allur naturalismi í skáld- skap 'hafi sýnt það, að ekki verði með dagsetningum eða nákvæmni í upptalningu staðreynda komizt riæst kjarna sannleikans. Þetta var nú ofurlítil prédikun, smá-útúrdúr eins og hjá Þórbergi, og hefir líldega verið til spillis, dregið úr heildaráhrifum ritdómsins. En það sem ág vildi segjá var þetta: íslenzkur aðall átti alls ekki að vera skáldskapur, heldur einskonar söguleg vísindi, ný raunsæ aðferð til að lýsa mönnum. Bókin gerist öll á einu sumri, 1912, rétt fyrir stríðið. Og Þórbergur er ekki aðeins að lýsa sínum gömlu kunningjum, heldur draga upp sem sannasta mynd af tímunum fyrir stríðið, þessu gelgjuskeiði í þjóðíífi ald- arinriar, þegar allt var rót og hræring og eftirsókn eftir lífi og frægð. Hann er að lýsa ákveðnu tímabili í íslandssögunni, sem hvergi getur endurspeglazt bet- ur en í umróti og draumum þessara æfintýraþyrstu unglinga, í rómantik þeirra og skáldskap, í brjáluðum ástum, í lausung, draumórum, flysjungsskap, en jafn- framt atorku, bjartsýni, eldlegum ákafa. í Islenzkum aðli lifa menn þessa tíma upp aftur. Það mun fara al- veg eiris og með kunningjana, þeir hafa kannske aldrei birzt manni í jafn skýru Ijósi fyrr. Þórbergur 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.