Réttur


Réttur - 01.07.1938, Side 19

Réttur - 01.07.1938, Side 19
inu, á móti Englendingum og Frökkum“. Ég skildi af þessum ummælum að Steingrub hafði verið í þýzka innrásarhernum árið 1918. Það var auðfundið, að þess- ari endurminningu hafði skotið óviljandi upp hjá hon- um. Ég reyndi ekki að veiða meira upp úr horiUm, þó að mig blóðlangaði til að heyra leyndarmál hans. En seinna um kvöldið kom hann inn í klefann minn. Það var nóttina áður en við áttum að koma til Odessa, og ,,Grúsía“ hafði nú allt í einu ákveðið að fara skemmstu leið og hætti að þræða strandlengjuna. Fyr- ir vestan Krímskagann skagaði steppan fram í glitr- andi, gráu rökkrinu. Tunglið var að koma upp. Það var ekkert að sjá nema heiðan næturhimininn og speg- ilsléttan sjóinn. Öll mörk voru óskýr. Hið langa, blik- andi kjölfar skipsins var einasta vídd heimsins. Ignaty Konstantinovitsj lék ennþá á píanóið í þiljuklefanum. Suðræn danslög, ástarjátningar og þunglyndislegir draumar „Arlésienne“-tónverksins bárust einu sinni enn til okkar gegnum kyrðina. „Jæja, eins og ég sagði þér, hef ég verið í Odessa áður“, sagði hann. „Það var vorið 1918. Ertu ekki hissa á því, hvað?“ „Ég hafði hvorki fengið sár né heiðursmerki", hélt hann áfram eftir dálitla þögn, sem sýndi ljóslega, að músíkin hafði náð valdi yfir honum og truflað at- hygli hans. „Ég var ennþá ósærður og hafði ekki unn- ið mér neitt til frægðar á fjórum árum. Ég var aðeins þreyttur, dauðþreyttur. Ég- hafði losað mig við sæt- beiskar tálvonir mínar, eina eftir aðra, eins og upp- gefinn landshornamaður. Mér fannst ég hafa skilið feiknin öll af sálarlegu skrani eftir við veginn: ætt- jarðarástina, embættisstærilætið, virðinguna fyrir sjálfum mér. Líf mitt var einn einasti óþefur, samsetL- ur af klóri, fósfóri, sáravatni og rússnesku leðri. Þeg- ar við fórum yfir Dnjester í rigningunum vorið 1918, var ég eins og hver annar trúvillingur í gegnvotum einkennisbúningnum, og mín háttvirta „ódauðlega 127

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.