Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 37

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 37
stjórnmálunum, og þar að auki hefur því verið haldið fram af afturhaldsmönnum, bæði þar og annarstaðar, að hinn almenni kosningaréttur væri líka ein af höf- uðástæðunum til allra þeirra óheilla, sem Frökkum hefur staðið af veikleika ráðuneytanna. Þeir töldu það eðlilegt að stjórnin yrði völt, þegar ómentaður skríllinn ætti að fara að stjórna landinu. En þótt Frakkland sé í augum margra hið fyrir- heitna land frelsisins, þá er þó stjórnskipulag þess til- tölulega íhaldssamt, því það gefur í raun og veru litl- um minnihluta þjóðarinnar möguleika til að setja sig upp á móti meirihlutanum, og hindra það, að vilji hans nái fram að ganga. Stjórnarskrá Frakklands er orðin til á árunum eft- ir hinn mikla ósigur þeirra fyrir Þjóðverjum 1S70— 1871. Stríðið endaði með ægilegri verkamannaupp- reisn í París og varð borgarastéttin að fá Bismarclc til. að veita sér óbeina hjálp til að bæla uppreisnina niður, og þótt það tækist að lokum, þá skaut þessi at- burður frönsku borgurunum skelk í bringu, því þrátt fyrir það þó forustan í byltingunni væri afar léleg, hafði verkalýðurinn sýnt styrkleika, sem enginn hafði búizt við, og setti því þessi hræðsla svip sinn á stjórn- arskipunina. Yfirstéttin vildi, hvað sem öðru leið, fryggja vald sitt í löggjafarþingi landsins, og stendur það skipulag, sem þá komst á, í aðaldráttunum þann dag í dag. Samkvæmt stjórnskipulögunum er franska þinginu skift í tvær deildir, efri deild (senat) og neðri deild. Neðri deild er kosin með almennum og jöfnum kosningarétti, og hafa allir franskir karlmenn, sem eru 21 árs eða eldri, kosningarétt. Við kosningar til efri deildar gildir líka almennur en ekki jafn kosning- aréttur. Senatorarnir (fulltrúarnir til efri deildar) eru kosnir fyrir hvert fylki (departement) fyrir sig af fylkis- og sýslustjórnum og kjörmönnum, sem kosn- ir eru af sveita- og bæjarstjórnum. Misrétturinn, sem verkalýðux-inn er beittur við þetta skipulag, er í því 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.