Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 9

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 9
arsonar, þessu hreina verki listarinnar, þar sem boö- orðið er l’art pour l’art. Ástin tilefnið eins og allt af er, í fylgd hennar þjáningin og skáldskapurinn, elt- ingaleikur heimskunnar, brjálæðið sjálft. Islenzkur aðall er þannig útlistun á sálarlífskvölum skáldsins út af ástinni. Sú útlistun er þannig, að sjaldan þekkist í skáldsögum önnur eins. Skáldið, sem talar í fyrstu per- sónu, dregur miskunnarlaust upp allt sálarástand sitt í öllum myndbrigðum, ofboðsþjáningu, tærandi von- svikum, hetjulegum ásetningi, fáránlegu uppburðar- leysi, sólglitrandi eftirvæntingu, fásinnu og heimsku, dregur hvergi fjöður yfir, svo að þessi dæmalausa ást verður átakanlega skopleg, vitlaus og barnaleg í senn. Maður undrast hugmyndaflug skáldsins, alla hina endalausu fjarstæðu, sem því getur dottið í hug. En lesi menn íslenzkan aðal ekki í of miklu flaustri, til að sjá hvernig þessi spennandi ástaróman fer, gefi menn sér dálítinn tíma til athugunar, þá er margt sem vekur slæman grun um þessa skáldsögu. Hún er furðu einkennilega byggð, langir útúrdúrar, sem ekkert koma við ástinni, fullt af lýsingum á mönnum, sem við mætum öðru hvoru á götunni eða sitja sjálfir vi5 að binda inn bók Þórbergs, og allir þessir menn til- greindir þeirra eigin skírnarheitum. Hvar þekkist slíkt í skáldsögum? Hefir nú Þórbergur gert okkur ein- hverja skráveifu? Eða höfum við sjálfir hlaupið á okkur? Látið stílfærslu höfundarins blekkja okkur? Já, greinilega. Þessi ástarlýsing er ekkert nema veik uppistaða, hálfgerður bláþráður í gegn um bókina. Og þar að auki alls ekki skáldskapur, heldur dagsönn, orði til orðs, skrifuð upp úr dagbók höfundarins. Allt hefir raunverulega gerzt, nákvæmlega eins og lýst er, hver veðurlýsing er sönn, hver dagsetning rétt, allt ber heim, upp á klukkustund og mínútu, ef ekki sek- sekúndu. Öll vitleysan hefir átt sér stað, eltingaleik- urinn, heimsóknin, framhjágangan. Þarna höfum við skáldsögurnar. Hvenær sem er getur veruleikinn tek- 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.