Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 27

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 27
unginum af stóli. Allsherjarverkfall var undirbúið, og skyldi það vera upphaf baráttunnar. Námumennirnir létu ekki sitt eftir liggja. Dolores hjálpaði þeim af fremsta megni, kom á sambandi milli þorpa, útvegaði sprengiefni og vopn og skifti þeim milli þeirra. Enn var hún þó ekki orðin sósíalisti. Alþýðan beið ósigur og afturhaldið hamaðist gegn verkalýðnum af allri sinni grimd. Tugir verkamanna létu lífið, þúsundir voru hnepptir i fangelsi. Eiginmað- ur Dolores sat í varðhaldi. og það liðu langir mánuðir hungurs og skorts. Rússneska byltingin hélt áfram og verkamenn og bændur tóku völdin í sínar hendur. Verkalýður Spánar fylltist nýrri von. Kúgunin er bölvuð, en hvað gerir það! í lok ársins 1917 gekk Dolores í flokk sósíalista. Hún starfaði við ýms tímarit undir dulnefninu ,,Passi- onaría“ (Sú, er mikið hefir þjáðst og hefir djúpa sam- kennd með alþýðunni í neyð hennar), og varð brátt mjög vinsæl meðal námumanna undir því nafni. Árið 1920 gekk hún í fyrsta félagsskap kommúnista. Starfs- orka hennar og hrifni gerði það að verkum, að hinir 400 sósíalistisku verkamenn í þorpinu Somorosto, þar sem hún bjó, fylgdu dæmi hennar og gengu í Komm únistaflokkinn við stofnun hans. Þeir kusu Dolores í stjórn flokksins í Baskahéruðunum og hún var einnig kosin fulltrúi á fyrsta flokksþingið. Hin unga Dolores var allsstaðar á verði. Ilún skrif- aði í blöð flokksins, tók þátt í faglega starfinu, út- breiddi rit flokksins og barðist gegn lögreglunni í verkföllum. Einræðisár Primo de Rivera (1923—1930) stæltu baráttuhug Dolores enn meir. Það voru ár þungbærr- ar reynslu, ár sífelldra húsrannsókna og annars of- beldis. Hún var atvinnulaus og varð að búa'við sult og seyru. F.jögur af börnum hennar veiktust, og Dol- ores, sem var þeim hin ástríkasta móðir, varð að horfa á eftir þeim ofan í gröfina, ’af því hún hafði ekki efni 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.