Réttur


Réttur - 01.07.1938, Síða 13

Réttur - 01.07.1938, Síða 13
strandarinnar birtust í fjarska, laugaðar skýru ljósi. Strandlínan kom' nær og fjarlægðist til skiftis. Um tíma mátti greina snjóvgaða tinda lengst burtu. Síðan hurfu fjöllin smátt og smátt, og sendnir árósar komu í ljós á milli brattra kletta. Samt var heildarsvipur landslagsins samstilltur sem fyr, vingjarnlegur og skýr. Daginn eftir sást Krímskaginn. Fyrst Kolchis, síðan Táris. Þar var ströndin klettóttari og ekki eins gróðursæl. En í þessu fjöllótta landi tók sjóndeild- arhringurinn á sig sterkari og einkennilegri svip, bæði á landi og sjó. Klettabeltin voru aðeins rofin á tveim- ur stöðum, bak við Anapa, þar sem Kertch-sundið liggur inn í Asovska hafið, og handan við Eupatoria, þar sem hinn breiði flötur Dauðahafsins, hið grunna skipalægi við Krímeiðið og hin auðugu fiskimið Khersonsflóans komu í ljós, eins og sjá mátti í tungls- ljósinu síðustu nótt ferðarinnar. Eini Þjóðverjinn, sem var farþegi á stóra sovét- skipinu ,,Grúsía“, var maður, sem nú kallaði sig Otto Steingrub. Honum fannst dvölin á skipinu vera áfram- hald opinberana þeirra, sem hið nýja líf hans veitti honum. Um sólarlagið var fullt af ungu fólki uppi á þiljum, og allt bergmálaði af hljóðfæraslætti. Þegar Steingrub tók ofan sólglei'augun, vöknaði honum um augu og hann varð að depla þeim. Augu hans voru ekki orðin fyllilega heilbrigð ennþá. En hann teygði sig samt út yfir borðstokkinn eins og aðrir, til þess að skoða hvernig gióandi dagsljósið drekkti sér í haf- inu. Það var eins og skipið sigidi inn í eldský. í eikar- klæddum þiljuklefanum var líka sungið. Aðstoðar- stýrimaðurinn sat við píanóið, og þeir af vélamönn- unum, sem áttu frí, sungu undir. Sólarlagið brann út og öskugrátt rökkrið tók við. Steingrub tók að stynja og skjálfa. Hann leitaði athvarfs í salnum. Hósti hans var einkennilegt fyrirbrigði; hann kallaði það „hjarta- hósta“. Nafnið var ekki illa valið, því að lungu hans voru hraust. Hann tók inn meðalið sitt og varð að 121

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.